Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 66

Læknaneminn - 01.10.1971, Qupperneq 66
LÆKN ANEMINN 5Jf sjálfsögðu sá, að allt var miðað við brezkar aðstæður, enda eklti um annað að ræða á þessum stað. Skýrslu um þetta verkefni (Project) varð að skila fjölrituðu i lok 3. náms- tímabils og áður en menn innrituðu sig til prófs. Undirbúning-spróf var haldið í lok 2. námstímabils, bæði til að gefa mönn- um tækifæri til að sjá, hvernig prófið sjálft færi fram, og hins vegar til þess að kennarar gætu gefið leiðbeiningar um, að hverju leyti menn þyrftu sérstak- lega að hyggja í sambandi við vorpróf. Próf til D.P.H. gráðu er bæði munn- legt og skriflegt. Skriflega prófið fer fram á tveimur dögum og er sameigin- legt með öðrum, sem nám stunda við há- skólann í Bristol. Um er að ræða 4 þriggja tíma skrifleg próf úr námsefni almennt ög tveggja tíma skriflegt próf í sambandi við ritgerð. Viku síðar, þeg- ar búið er að fara. yfir skrifleg próf og séð er, hverjir hafa staðizt það, þá er munnlegt próf, sem haldið er af pró- fessor þeim, sem er i heilbrigðisfræði, en prófdómari er prófessor frá einhverj- um öðrum háskóla. Að þessu sinni var prófdómari frá háskólanum í Man- chester. Skriflega prófið er fyrst og fremst rit- gerðarskriftir um ýmiss konar verkefni, sem leiða má að þvi námsefni, sem farið hefur verið yfir, en lítið um spurningar um bein minnisatriði. I tölfræði koma dæmi að leysa. Munnlega prófið fer þannig fram, að prófessorarnir ræða, við nemendur hvor í sínu lagi og ræða þá á víð og dreif um námsefnið, varpa fram ákveðnum spurningum og reyna, að því er virðist, að gera sér grein fyrir því, hvernig skoðanir nemenda hafa mótast af nám- inu. Sama dag og munnlegu prófin eru haldin, fá menn að vita, hvort þeir hafa staðizt próf eða ekki, og var að sjálf- sögðu mikil gleði hjá bekkjarfálögum mínum, þegar í ljós kom, að allir höfðu gert það. Niðurstaða Ég hef hér í eins stuttu máli og mér var unnt, gert grein fyrir því, hvernig framhaldsnám í heilbrigð- isfræði ög félagslegri læknisfræði fer fram við háskólann í Bristol, en það mun vera, svipað form á kennslu þar og er nú I skólum i Bretlandi. Náminu lýk- ur með prófi, sem gefur titilinn D.P.H. (Diploma of Public Health), og er það próf jafngilt M.P.H. (Master of Public Health) prófi við bandaríska háskóla. Á siðari tímum hefur námsefnið til þessa náms í Bretlandi gjörbreytzt frá því að vera yfirgnæfandi kennsla um heilbrigðiseftirlit i þa.ð að vera að meg- inhluta kennsla í stjórnun hinna ýmsu þátta heilbrigðismála, því að eins og háttar víða, þá er það meir og meir að koma í hlut embættislækna að vera raunverulegir framkvæmdastjðrar heil- brigðismála hver í sínu héraði eða hver á sínu sviði en ekki einungis ráðleggj- endur og upplýsendur. Þegar á heildina er litið er ég mjög ánægður með dvölina við háskólann í Bristol. Kosturinn við að nema við lítinn háskóla er mikill, sérstaklega þegar menn eldast. Lítill hópur verður mjög samstilltur, og menn læra mjög mikið a.f skólabræðrum sínum, sem hafe. víðtæka þekkingu á mörgum sviðum. Auk þess verður samstarf og tengsl nemenda og kennara allt annað í skóla eins og þarna, en í stærri skólum, þar sem hópurinn er öft um og yfir 100 nemendur. Þeir, sem standa fyrir þessu námi í Bretlandi, lýsa því yfir í byrjun náms, að það sé ekki ætlunin að gera menn að sérfræðingum í neinum þeim fög- um, sem verið er að ræða um eða kenna, heldur sé hitt ætlunin að gefa mönnum staðgott yfirlit yfir það, hvað nútíminn ætlast til a.f heilbrigðisfræði og félagslegri læknisfræði og koma mönnum á sporið með sjglfsnám og lestur, því í þessu sérfagi iæknisfræð- innar eins og ölium öðrum, þá er nám- ið stöðugt, og ef menn ekki halda sér við og lesa og bæta við sig þekkingu, þá staðna þeir á þessu sviði eins og öðrum. Að þessu leyti byggja Englendingar sitt kennslukerfi mjög vel upp. Kennar- ar fylgja, aldrei neinum sérstökum námsbókum, heldur benda á bækur og tímaritsgreinar, sem sé eölilegt að fylgjast með, og menn venjast á að lesa á bókasafni skólans jafnan nýjustu tíma- rit á þessu sviði og að vera reiðubúnir að vitna í þau í umræðum, þegar fyrir- lesari ræðir um það efni. Ég tel, að fyrirkomulag kennslu á þessu sviði í Bretlandi í dag, eins og ég kynntist því, sé mjög til fyrirmyndar og að það sé hægt að mæla með því við þá íslenzka lækna, sem hyggja á framhaldsnám í heilbrigðisfræði bg fé- lagslegri læknisfræði, að þeir leiti til Bretlands til náms.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.