Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 87

Læknaneminn - 01.10.1971, Síða 87
LÆKNANEMINN ni ur haldizt nær óbreytt marga síðustu áratugi og er ekki skýringin á geysi- legri fjölgun i þessum löndum, sem er tiltölulega nýtt fyrirbrigði og er vegna mjög ört lækkandi dánartölu þar síð- ustu 2 til 3 áratugina, en fyrir þann tíma var dánartalan það há, að mann- fjöldinn stóð i stað eða aukningin var mjög hæg. Lækkun dánartölunnar varð mest vegna útrýmingar smitsjúkdóma með sýkladrepandi nútíma lyfjum. Ný- lenduþjóðirnar kappkostuðu að útrýma þessum sjúkdómum af ótta við farsóttir til menningarlandanna, og það hefur tekizt að draga mjög úr þeim. En heil- brigðisþjónustan náði ekki lengra. Sjúk- dómar, sem ekki eru smitsjúkdómar, eru ekki á undanhaldi í þriðja heimin- um svo sem allir hungursjúkdómar, enda stafar þróuðum þjóðum engin hætta af þeim. Höfundur endar seinni bók sina, Barn, Barn, Barn . . ., á skólamálum í þriðja heiminum. Menntun var í upphafi lausnarorð í nýfrjálsu ríkjunum, þessi frumréttur hvers einstaklings svo hann fái notið sín, skilyrði lýðræðis, fram- fara, baráttunnar gegn hungrinu, sjúk- dómum ... menntun átti að ryðja þró- uninni braut á skömmum tíma. En þessi ríki ráku sig fljótt á, að „Menntunin ein leysir ekki vandamálin. Hún ákveð- ur ekki verðið á hráefnum og ræður ekki gróðapólitík einokunarhringanna". Ný sannindi um menntunina urðu og sífellt fleirum ljós: „Menntunin er eitt bezta ráðið til þess að halda við stétt- arskiptingu, enda oft sniðin eftir henni. Skólakerfið er yfirleitt miðað við yfir- stéttirnar,“ Þa.ð er sniðið ,, . . .eftir þeirri hugmyndafræði, sem styður ójafna skiptingu þjóðartekna og arðrán er- lendra auðfélaga." Höfundur nefnir mörg dæmi þessa. T.d. er enska eða franska víðast hvar í Afríku hið Opin- bera mál, sem börn úr yfirstéttum kunna og er oftast þeirra móðurmál. Á þessu máli fer öll kennslan fram, en lágstéttarbörnin kunna þessi tungumál mjög misvel eða alls ekki. Námsefni miðast enn allt um of við framandi menningarheim fyrrverandi nýlendu- velda, er ekki í tengslum við líf, sögu og atvinnuerfiðleika fólksins. Náms- kröfur eru því oft óraunhæfar og að- stöðumunur barna mjög mikill, aðstöðu- munur, sem reyndar er alls staðar til, bæði í þróuðum og vanþróuðum lönd- um, og allt of oft er misskilinn sem gáfur og heimska, en er félagslegt ranglæti. Orðrétt segir höfundur um skólana: „Hverju fræðslustigi er aðallega ætlað að vera undirbúningur undir hið næsta fyrir ofan. Barnaskólinn býr nemendur undir framhaldsskólann og framhalds- skólinn býr nemendur undir æðri menntun. Hvert fræðslustig hefur því lítið takmark í sjálfu sér. Bam, sem kemur í fyrsta sinn í skóla, er því í raun sett inn í lokað kerfi, sem miðar að því að framleiða háskólamenntað fólk.“ „Hinir eru að meira eða minna leyti látnir eiga sig. Hlutverk skólans verður þannig að veita litlum hópi manna, úrvalsfólkinu, undirstöðumennt- un. Lítil hætta er á, að stéttaskipting- in riðlist við þessa skipan mála. Skóla- kerfið er að þessu leyti sniðið eftir ríkjandi stéttaskiptingu, að haföar eru fáar en torsóttar námsleiðir í stað þess að fjölga námsbrautum og sníða þær eftir þörfum almennings. Skólinn vekur svo ótta og virðingu af þessum orsökum og hvort tveggja er óspart notað til þess að draga dul á hið raun- verulega hlutverk skólans að varðveita forréttindi yfirstéttarinnar. Þannig eru jafnvel fræðslustofnanir notaðar til þess að hamla gegn framförum og fé- lagslegu réttlæti." (Barn, Barn, Barn .... bls. 66-67). Það hefur ekki verið gert að gagn- rýna þessar bækur, til þess hefur und- irritaður m.a. ekki haft þekkingu, enda var áhuginn meiri að benda á nokkuð af því, sem mér hefur fundizt athyglis- vert í þessari prýðis lesningu. Ó.G.B. R. D. Eastham: A Laboratory Guide to Clinical Diagnosis, 2nd Ed., John Wright & Sons Ltd., Bristol. 268 bls. Margir lesendur Læknanemans þekkja þessa bók og ekki síður bók Easthams: Biochemical Values in Clinical Medicine (sjá Læknanemann, marz ’70), einnig Clinical Hæmatology eftir sama höfund. Þetta eru að sjálfsögðu uppsláttar- bæklingar, eru litlir, komast í vasa, og mér hafa fundist bæklingarnir sér- staklega góðir saman. A Laboratory Guide to Clinical Diagnosis telur upp rannsóknir, sem kemur til greina að gera til þess að geta greint einhvern ákveðinn sjúkdóm, og mér finnst beinast að lita á bækl- inginn sem minnislista yfir hugsanlegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.