Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Side 14

Læknaneminn - 01.12.1976, Side 14
STUÐLARIT IV 1. BURDARMALSDAUDI sem fyrir þann tíma var ekki tekin saman barna- dauði í 1. viku heldur í 1. mánuði. Höfum við því tekið þann kostinn að sleppa úr tímabilinu 1941—''50 hvarvetna þar sem vikið er að burðarmálsdauða. A stuðlariti IV-l er burðarmálsdauða skipt í andvana fædd annars vegar og látin í 1. viku hins vegar. Kemur þá í ljós að meir en helmingur burðarmáls- dauðans er vegna andvana fæddra. Á stuðlariti IV-2 eru svo tekin fyrir sérstaklega andlát í 1. viku. Er dánarorsökum þar skipt í 3 hluta: 1) meðfæddir vanskapnaðir, 2) fæðingaráverki, köfnun eftir fæð- ingu og lungnahrun og 3) aðrar orsakir burðarmáls- dauða. Á báðum hlutum stuðlarits IV (1 og 2) kem- ur vel í Ijós hin háa dánartala áranna 1961-’65. Gerir þar hvort tveggja, aukinn fjöldi andvana fæddra og hækkuð dánartala í 1. viku. Þá kemur í ljós að dánartala vegna meðfæddra vanskapnaða er mjög stöðug öll tímabilin á burðarmálstímabilinu, þrátt fyrir lækkandi heildardánartölu vegna þeirra (sbr. stuðlrit III). Síðustu 15 ár hefur burðarmáls- dauðinn verið á stöðugri niðurleið. Hefur þar stór- bætt heilbrigðisþjónusta, mæðraeftirlit og fæðingar- hjálp vanfærra kvenna átt þar verulegan hlut að, auk þess sem greining og meðferð sjúkdóma hjá nýburum hefur tekið stórstígum framförum á und- anförnum áratug. Hins vegar er okkur ekki Ijós ástæða hins háa burðarmálsdauða 1961-’65, svo sem við höfum áður vikið að (vide supra), en hann er það hár að hann veldur tölfræðilega marktækri aukningu í heildar- dánartölu 0-4 ára barna (sbr. líuurit 1-1 og 1-2). 2. DANART. I 1. VIKU 12 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.