Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Side 15

Læknaneminn - 01.12.1976, Side 15
Þar er í rauninni skiljanlegt að burðarmálsdauði hafi þetta mikil áhrif á heildardánartöluna, ef at- hugað er línurit IV. LÍMURIT IV HLUTI DANARTÓLU I 1. \/IKU AF HEILDARDANAR TOLU bo%. 5o %. tfo%- 3o%_ 5I-5S Sb'bo 11-15 Það sýnir hluta dánartölu í 1. viku af heildardán- artölunni. Lætur nærri að 2 af hverjum 3 börnum, sem látast innan 5 ára aldurs, látist í 1. viku. Frá 1951-’75 hefur hlutfalið vaxið hægt en jafnt og er komið upp í 65% 1971-’75. Með lækkandi dánar- tölum teljum við að hlutfallið muni stöðvast við u. þ .b. 75%. Lætur nærri að 2 af hverjum 3 börnum, sem látast innan 5 ára aldurs, látist í 1. viku. II . lf iiM'tiiiiiii sóttum I þessum kafla eru teknir fyrir sjúkdómar er sótt- kveikjur, bakteríur og veirur valda. Þetta er unnið í 2 hlutum. Annars vegar er athuguð stöðluð tíðni sýkingasjúkdóma er dauða valda sem ein heild. Hins vegar eru athugaðir einstakir sýkingasjúkdómar. Við höfum unnið þessar niðurstöður úr töflum 2-8. Stuðlaritin, sem á eftir fara, eru stöðluð m. t. t. með- alfjölda barna 0-4 ára á hverju 5 ára tímabili. Heildarfjöldi látinna 0-4. ára 1941-’55 af völd- um sýkingasjúkdóma, sbr. stuðlarit nr. V. Niðurstaða 1. Sama fylgni er milli stuðlarits V og stuðlarita I og II. 2. Athygli vekur hin gífurlega háa dánartala ár- anna 1941-’45. Þess ber að gæta að Sulfalyf eru al- mennt komin í notkun fyrir 1940. Hins vegar er penicillin ekki almennt í notkun fyrr en í byrjun tímabilsins 1946-’50. Á milli þessara tímabila lækk- ar dánartalan um sem næst 60%. Virðist penicillin augljóslega eiga þar verulegan hluta að máli. Einn- ig verður að benda á almennt betri hollustuhætti eft- irstríðsáranna. Ef teknir eru logaritmar af niðurstöðutölum stuðlarits V, þá fæst línurit 5. Þegar log. af dánartíðninni er tekinn kemur í ljós bein lína. Liklega tökum við of mikið upp í okkur ef við spáum því, að línan skeri X-ásinn einhvern- tíma. Teljum við það í hæsta máta ólíklegt. Þó er augljóst, að markmiðið ætti að vera engin dauðsföll vegna sýkingasjúkdóma. læknaneminn 13

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.