Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1976, Page 45

Læknaneminn - 01.12.1976, Page 45
2. Dr. Vera Maillart, fulltrúi hjá Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni í Kaupmannahöfn, sem kom 1972 til ráðgjafar um nám í hjúkrun- arfræðum á háskólastigi. 3. Dorothy C. Hall, framkvæmdastjóri hjúkrunar- máladeildar Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar í Kaupmannahöfn, kom 1973, 1974 og 1975 til ráðgjafar um skipulagningu náms- brautar í hjúkrunarfræðum í Háskóla Islands. 4. Anna T. Howard, prófessor við The University of Boston í Bandaríkjunum, sem kom 1974 iil skipulagningar á námsskrá, einkum hjúkrunar- greinum. 5. Heather F. Clarke, prófessor við The Univer- sity of Columbia í Vancouver, Kanada, hefur dvalið hér tvisvar, 1975 og 1976. I fyrra skipt- ið sá hún um námskeið fyrir hjúkrunarkennara námsbrautarinnar. Síðara árið kenndi hún heilsugæzlu í námsbrautinni og síðan hjúkrun- arkennurum ýmsar nýjar aðferðir varðandi kliniska kennslu á heilbrigðisstofnunum. 6. Margaret Hooton, prófessor við McGill Univer- sity, Montreal, Kanada, dvaldi hér í desember 1976 og janúar 1977 og kenndi 4. árs nemum stj órnunarfræði.1 2 3 4 5 Ilrnð tehur við uð námi lohnu? Ef lilið er á markmið námsins er Ijóst, að fólk með B.S. gráðu í hjúkrunarfræðum mun dreifast víða innan heilbrigðiskerfisins. Markmiðin, sem fram hafa verið sett, eru: Hjúkrunarfræðingur með B.S. próf frá Háskóla Islands á að geta: 1. Stundað hjúkrun innan heilbrigðisstofnana og utan. 2. Metið hjúkrunarþarfir einstaklings og fjöl- skyldu. 3. Gert hjúkrunaráætlanir og framkvæmt þær, metið áhrif og árangur hjúkrunar og notfært sér niðurstöður til liættrar þjónustu. 4. Starfað við heilsugæzlu og tekið virkan þátt í hópstarfi heilbrigðisstétta og annarra þeirra, er að heilsugæzlu vinna. 5. Skipulagt og framkvæmt rannsóknir í hjúkrun. 6. Kennt hj úkrunarfræði í skólum og heilbrigðis- stofnunum. Möguleikar á framhaldsnámi til M.S. prófs eru víða erlendis (vide supra). Varðandi þrjú fyrstu markmiðin vísast til þess, sem áður er sagt í kaflanum um námsefni og kennslu- aðferðir. Mikilvægi fjórða markmiðsins er augljóst, þar sem heilsugæzlustöðvar munu rísa víðs vegar um landið í náinni framtíð. Segja má, að heilsugæzla gangi sem rauður þráður gegnum allt námið og á 4. ári er sex eininga námskeið í greininni. Rannsóknir í hjúkrun (sbr. 5. markm.) eru tölu- vert stundaðar erlendis og er gildi þeirra augljóst fyrir framþróun greinarinnar. Þetta hefur verið fremur lítt þekkt svið innan hjúkrunarfræða hér á landi. Kennslufræði (sbr. 6. markm.) er stærsta náms- greinin á 4. ári, alls 8 einingar. M. a. er um að ræða kennsluæfingar, bæði verklegar og bóklegar, verk- efni í námsskrárgerð og kennsluáheyrn. LÆKNANEMINN 39

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.