Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 7
Augnhagur Borgfirðinga Yfirlit um sjón, sjónlag og algengustu augnsjúkdóma í Borgarnesslœknisumdœmi Guðmundur Björnsson læknir Samantekt Sagl er frá augnhag 1352 einstaklinga í Borgarness- læknisumdœmi, sem er 27,0% af íbúum 0-39 ára og 62,2% af íbúum 40 ára og eldri. Greint er frá sjónskerpu með besta gleri í aldurs- flokkum. Borin er saman sjónskerpa eftir 50 ára ald- ur meðal glákusjúklinga og ekki-glákusjúklinga. Sjónlag meðal 1240 einstaklinga er flokkað í ald- ursflokknum 5—39 ára og 40 ára og eldri. Sagt er frá augnsjúkdómum og afleiðingum augn- slysa. Einkum er fjallað um þá sjúkdóma, sem tíð- ast orsaka sjóndepru og geta leitt iil blindu: Hæg- fara gláka, drer (cataract) og ellirýrnun í miðgróf sjónu. Talið er að flest ef ekki öll glákutilfelli í hérað- inu séu tíunduð og gefi því allrétta mynd af algengi sjúkdómsins. Heildaralgengi (overall prevalence) er 6,5% meðal 50 ára og eldri (7,9% karlar, 4,5% konur). Þróun sjúkdómsins gengur liraðar meðal karla og komast fleiri á lokastig. Algengasti fylgi- kvilli gláku er drer, sem er algengari meðal gláku- sjúklinga en ekki-glákusjúklinga. Heildaralgengi drers er um 10% eftir fimmtugt og eftir áttrœtt er um helmingur með sjónskerðingu af þess völdum. Ellirýrnun í miðgróf er með svipað algengi og eykst hröðum skrefum með aldri. Enginn sjúklingur fannst með sykursýkisbreyt- ingar í augnbotnum. Algengi framangreindra sjúk- dóma er borin saman við algengi í Framingliam könnuninni í U.S.A. Reyndist algengið vera mjög svipað í báðum könnunum, nema sykursýkisbreyt- ingar í augnbotnunum. Algengi skjálg og starframnar sjóndepru virðist vera svipað og meðal nágrannaþjóða. Blinda (samkvæmt skilgreiningu WHO) var 3%o af íbúatölu og er hœgfara gláka og ellirýrnun á sjónu algengustu orsakirnar. Rœtt er um núverandi ástand sjónverndarmála hér á landi og hvatt til frekari aðgerða í þeim efn- um. Innyantfur í grein þessari segir frá augnhag 1352 einstak- linga, sem leituðu til höfundar í augnrannsókn á heilsugæslustöðina í Borgarnesi á tímabilinu júní 1976 til októberloka 1978. Enda þótt könnun þessi sé ekki stór að vöxtum má þó ætla að hún spegli augnhag landsmanna al- mennt, þar eð hún tekur yfir ákveðinn landshluta, sem er blandað þéttbýlis- og dreifbýlissvæði. Dreif- ing íbúa í aldursflokka í héraðinu er ekki ósvipuð og í Reykjavík. I Borgarnesumdæmi eru íbúar 67 ára og eldri (1. 12. ’77) 10,1%, en í Reykjavík 10,3%. Allt landið 8%. Einkum ætti þessi könnun að gefa hugmynd um algengustu augnkvilla meðal aldraðs fólks, einkum þá sem valda sjóndepru, enda komu tiltölulega flestir til skoðunar úr elstu aldurs- flokkunum. Segja má að um valinn efnivið sé að nokkru leyti að ræða, þar sem skipuleg könnun með úrtaki í ald- ursflokkum átti sér ekki stað og ber að hafa þetta í huga við lestur greinarinnar. Sérstök leit var þó gerð að öllum þekktum glákusjúklingum og blind- um í héraðinu, en vel má vera og sennilegt að gláka leynist meðal þeirra, sem ekki komu til skoðunar. lifniviíiuv oy aðferðir Þeir einir eru taldir í þessu uppgjöri, sem eiga lögheimili í Borgarnesslæknisumdæmi (áður Borg- arness- og Kleppjárnsreykjahérað), en íbúatala 1. des. 1977 var 3477 samkvæmt skýrslum Hagstofu Islands. Gerð var augnskoðun á 1352 einstaklingum, sem er 38,9% af íbúatölu umdæmisins. Af körlum komu LÆKNANEMINN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.