Læknaneminn - 01.12.1978, Page 16

Læknaneminn - 01.12.1978, Page 16
Fjarsýni minnkar og nærsýni eykst; mest á ung- lingsárunum. Vegna þessara breytinga á sjón mun sjónlag meðal 40 ára og eldri (sjá 2. töflu) gefa réttari mynd af sjónlagi almennt. Eftir fertugt leitar fólk aðallega til augnlækna vegna aldursfjarsýni (presbyopia) og þá einkum þeir, sem eru fjarsýnir eða hafa rétt sjónlag, en nærsýnir þurfa þá síður á lestrargleraugum að halda. Kann því að vera að nærsýnir séu heldur fleiri í þessum aldurshópi en taflan gefur til kynna. Nærsýnir unglingar leita fljótt til augnlæknis, þar eð þeir sjá illa frá sér án gleraugna. Kann það að skýra hið háa hlutfall nærsýni í yngri aldursflokk- unum. Samkvæmt þessari könnun er líklegt að um 15-20% fullorðinna séu nærsýnir. Er þetta svipað hlutfall sjónlagsgalla og meðal nágrannaþjóða okk- ar. Jackson í U.S.A. komst að raun um, að meðal 1482 sjúklinga 20-30 ára voru 19,6% nærsýnir og 67,7% fjarsýnir.2"3 Af könnun þessari er unnt að ráða i algengi þeirra sjúkdóma, sem valda mestri skerðingu á sjón hér á landi, þ. e. hægfara gláku, ellidreri og rýrnun á miðgróf sjónu. Einnig um algengi skjálg og starf- rænnar sjóndepru. Aðrir augnkvillar eru mun sjald- gæfari og því ekkert hægt að segja til um algengi þeirra í þessu uppgjöri. Þriðja tafla er hvergi nærri tæmandi hvað snertir augnsjúkdóma hér á landi, en gefur þó góða mynd af kvillum í augum á á- kveðnu landssvæði. Verður nú gerður samanburður á algengi þeirra augnsjúkdóma, sem valda mestri sjónskerðingu í Borgarnesumdæmi og á Framingham svæðinu í U. S.A., þar sem vel skipulagðar og nákvæmar faralds- fræðilegar rannsóknir hafa nýlega átt sér stað á augnsjúkdómum, sem tíðast valda blindu.4 Rann- sakaðir voru 2477 einstaklingar á aldrinum 52-85 ára. Niðurstöður þessarar könnunar eru birtar í 10. töflu. Við augnskoðunina í Borgarnesi voru sömu skil- merki (criteria) notuð og við ofanskráða könnun. Algengi hœgfara gláku virðist vera svipuð í báðum könnununum fram á áttræðisaldur en eftir áttrætt er algengið hér meira meðal karla í báðum könnun- um og er það marktækt. Heildaralgengi (overall pre- valence) gláku í Framingham könnuninni eru 3,3% á aldrinum 52-85 ára, en í þessari könnun tæplega 4% á aldrinum 50-80 ára. Erfitt er að bera saman algengi gláku meðal höfunda, þar sem fæstir nota sömu skilmerki við greiningu. Posner og Schloss- mann fundu 3,1% algengi hægfara gláku meðal 12.000 einka sjúklinga.5 Aðrir höfundar finna flest- ir minna algengi en erfitt er að átta sig á úrtaks- hópnum, skilmerkjum og aldurshópum.3,4 Við þessa könnun kemur í ljós að mun meiri skemmd er í augum glákukarla en kvenna, sbr. 5. töflu. Sömu sögu er að segja í könnun á glákusjúk- lingum 624 að tölu, sem gerð var á göngudeild augndeildar Landakotsspítala í árslok 1978.° Bend- ir þetta til hraðari þróunar sjúkdómsins meðal karla, enda eru fleiri glákuaugu meðal karla á loka- TABLE 10 The Framingham Eye Study. Prevalence of senile cataract or aphakia, diabetic retinopathy, senile ma- cular degeneration, and open angle glaucoma (A.J. O., Vol. 85, No. 1. Jan. 1978). Age groups Both sexes Males Females 52-64 1293 573 720 65-74 787 318 469 75-85 397 152 245 Total 2477 1043 1434 Senile cataract or aphakia (%) 52-64 4,6 4,4 4,7 65-74 18,1 16,3 19,3 75-85 46,1 41,5 48,9 All age groups 15,6 13,5 17,1 Senile Macular Degeneration (%) 52-64 1,6 1,2 2,0 65-74 11,0 8,8 12,6 75-85 27,9 24,4 30,1 All age groups 8.8 6,7 10,3 Open angle glaucoma (%) 52-64 1,4 1,7 1,2 65-74 5,1 6,4 4,3 75-85 7,2 9,9 4,9 All age groups 3,3 4,1 2,7 Diabetic Retinopathy (%) 52-64 2,1 2,4 1,9 65-74 2,9 3,1 2,7 75-85 7,0 5,2 8,1 All age groups 3,1 3,0 3,2 LÆKNANE MINN 14

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.