Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Page 24

Læknaneminn - 01.12.1978, Page 24
2. fram koma einkenni um a$ legið sé að tæma sig, þ. e. a. s. breytingar á leghálsi eða þykktar- leifar í leghálsi eða löggöngum (sjá síðar). Óumflýj anlegu fósturláti lýkur annað hvort með fullkomnu fósturláti (abortus completus) eða ófull- komnu fósturláti (abortus incompletus). Þegar um er að ræða fulkomið fósturlát fæðist fóstrið og fylgjuvefurinn í heilu lagi og legið hreinsast full- komlega. Þannig eru oftast fósturlát á fyrstu 8 vik- um meðgöngu og eftir 18. viku (sjá mynd 3). A 8- 18. viku er algengast að fósturbelgir springi og fóstrið fæðist, en þykktarleifar sitji eftir í legi (sjá mynd 4). Talað er um síendurtekin fósturlát (abortus ha- bitualis), ef kona missir fóstur þrisvar í röð eða oftar. Dulið fósturlát (missed aboriion) kallast það, þegar fóstrið deyr nokkru áður en legið tæmir sig. Fram til þessa hefur hugtakið dulið fósturlát eink- um verið notað um fósturlát á öðru trimestri (12- 28 v.). Nýtilkomnar örbylgjurannsóknir (sonar) hafa hins vegar staðfest, að á þennan hátt gerast flest fósturlát á fyrsta trimestri. Fóstrið getur verið dáið í nokkrar vikur og jafnvel eyðst („blighted ovum“), áður en úr fósturláti verður. Stundum verður sýking í sambandi við fósturlát eða fóstureyðingu og nefnist það sýkt fósturlát (abortus septicus). Orsakir Fósturlát snemma á meðgöngu stafa oftast af göll- um á fóstri eða fylgjuvef, en seinna á meðgöngu af sjúkdómum móður. Rétt er þó að hafa í huga að oft er orsökin ókunn. Helstu þekktu orsakir fósturláta má flokka í 2 aðalflokka: a) Sjúkdómar hjá fóstri eða fylgjuvef: 1. Sköpulagsgalla (morfologiska galla) á fóstri, naflastreng, fylgju eða belgjum er að finna í a. m. k. 60% tilfella. Blöðrumyndun (hydrop- isk degeneration) í næringarhýði (tropho- blast) er t. d. algeng. 2. Frumurannsóknir hafa leitt í ljós litningagalla í 20-30% tilfella. Aðallega er um að ræða: autosomal trisomy (auka litningar), poly- ploidy (69 eða 72 litningar) eða X-monosomy (aðeins einn X-litningur — XO - mynstur). Þessir gallar verða við kynfrumumyndun Mynd 3. Fullkomið jósturlát. 20 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.