Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Side 33

Læknaneminn - 01.12.1978, Side 33
sveigt fram eða aftur á við. Flestar legsprung- ur verða á isthmussvæðinu, sem er mýksti hluti legsins (sjá mynd 9). Ef legsprunga verður, er nauðsynlegt að fylgj- ast nákvæmlega með því, hvort fram komi ein- kenni um innvortist blæðingu eða áverka á þarma (t. d. Iífhimnubólgu, garnastífla) og gera þá kviðarholsskurð í tæka tíð. Mynd 9. Aftursveigt leg. 3. Sýkingar, t. d. legslímhúðarbólga (endometri- tis) eða eggjaleiðarabólga (salpingitis) eru mun sjaldgæfari en áður, en koma enn fyrir, einkum ef fyllsta hreinlætis og sóttvarna er ekki gætt (sjá sýkt fósturlát). GcSræn áhrif fásturláts Mikilvægt er að hafa í huga þau sálræn áhrif, sem fósturlát getur haft á konur. Mjög mismunandi er, hvernig konur bregðast við því. Sumum konum get- ur fósturlát jafnvel verið kærkomið, t. d. ef þungun er ótímabær eða óvelkomin, en miklu oftar hefur fósturlát neikvæð áhrif á sálarástand þeirra og veld- ur miklu andlegu álagi. Sumum konum finnst að um sé að ræða hörmulegt áfall. Á þetta sérstaklega við um konur, sem átt hafa við ófrjósemisvandamál að stríða eða orðið fyrir síendurteknum fósturlátum. Konum getur fundist fósturlátið vera merki um kvenlega vanhæfni þeirra eða litið á það sem refs- ingu gagnvart sér. Því seinna á meðgöngu sem fóst- urlát verður, þeim mun meiri hætta er á andlegum eftirköstum. Þetta á sérstaklega við eftir að konan er farin að finna fósturhreyfingar, en frá þeim tíma skynjar hún fóstrið sem lifandi einstakling. Konur eru yfirleitt lilfinninganæmar og viðkvæmar á með- gönguskeiði og verður því meira en ella um þau vonbrigði, sem fósturlát veldur. Sérstök nærgætni í framkomu og andleg aðhlynning er því nauðsynleg við hjúkrun þessara sjúklinga. Greinargóðar upp- lýsingar og útskýringar geta komið í veg fyrir margra vikna eða mánaða vangaveltur og áhyggjur. Bretar orða þennan þátt meðferðar með hugtakinu „tender loving care“ (TLC). Útshrift af spítalu Mikilvægt er að konur mæti skilningi og fái hald- góðar upplýsingar við útskrift. Hjá flestum konum vaknar spurning um, hvers vegna fósturlát hafi orð- ið. Rétt er að upplýsa þær um, að í fæstum tilfellum sé orsökin þekkt. Hins vegar má benda á, að fóstur- lát virðist vera náttúrulegur hlutur þegar fóstur- myndun er óeðlileg. Algengt er að konur kenni sjálf- um sér um að úr fósturláti hafi orðið og hafi því sektartilfinningu, og er því rétt að leiðrétta þennan misskilning, ef hann er fyrir hendi. Einnig má benda á, að um meiri líkur séu á, að næsta þungun gangi eðlilega, en að fósturlát endurtaki sig. Konur spyrja oft um, hvenær þeim sé óhætt að verða vanfærar á ný. Þeim skal ráðlagt að bíða, þar til þær hafa náð sér líkamlega og andlega, þ. e. a. s. í flestum tilfell- um í 2—3 mánuði. Gefa skal konunni eftirfarandi upplýsingar við útskrift: 1. Hvað gert hefur verið. 2. Hvernig búast má við að hreinsunin verði. 3. Að þær skuli mæla sig á hverjum morgni í vikutíma og hafa samband við sjúkrahúsið fái þær meira en 38° hita, verki eða miklar blæð- ingar. 4. Að þær skuli forðast samfarir í 2—3 vikur. 5. Um getnaðarvarnir. Ráðleggja skal notkun gúmmíverja og getnaðarvarnarkrems fyrst í stað. Lykkju (IUD) má setja inn u. þ. b. 2 vik- um eftir fósturlát, og getnaðarvarnarpilluna má byrja að taka eftir fyrstu tíðir. 6. Ef fósturlát verður eftir 18 vikur, kemur oftast 25 læknaneminn

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.