Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 34

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 34
nær stálmi í brjóstin og er því nauðsynlegt að gefa þessum konum upplýsingar um brjósta- meðferð og gjarnan binda upp brjóstin og gefa þeim tabl. Parlodel (bromocryptin) 2,5 mg 1x2 í 2 vikur. 7. Endurskoða skal konuna eftir 2 vikur. Dulið fósturlát (tnissed abortion) Ástæðan fyrir því, að legið tæmir sig stundum ekki fyrr en löngu eftir að fóstrið deyr, er álitin sú, að oestrogenframleiðsla næringarhýðisins hættir við dauða fóstursins en progesteronframleiðsla heldur áfram. Progesteronáhrif verða því yfirráðandi (pro- gesteron dominance), og hamla legsamdrætti. Þungunareinkenni minnka og hverfa síðan. Fóst- urhreyfingar hætta, þegar fóstrið deyr og fóstur- hljóð heyrast ekki lengur. Legið hættir að vaxa eða minnkar vegna frásogs á legvatni. Oftast kem.ur brún útferð fyrr eða síðar. Við dulið fósturlá á fyrsta trimestri eyðist fóstr- ið oft (blighted' ovum) eins og áður er sagt. Stund- um verður eggið blóðhlaupið og kallast þá blóðegg. Við frekari efnaskipti getur það lýst og verður þá að kjöteggi (mola carneosa). Við dulið fósturlát á öðru trimestri verður vessa- grotnun (maceratio) hjá fóstrinu. Sonarrannsókn er öruggasta aðferðin til að greina dulið fósturlát. Ef hún er ekki fyrir hendi má nota hlustunartæki (Dopton), HCG-mælingar, og e. t. v. rön-tgen (ef fósturdauði skeður eftir 20. viku). Ef fóstrið hefur verið dáið lengur en 5 vikur, getur orðið dreifð segamyndun í æðum og fibrinogen lækkað í blóði (hypofibrinogenaemia) og er því ráðlegt að athuga storknunarhæfni blóðsins hjá þessum konum. Meðferðin við duldu fósturláti er að tæma legið. 1. Ef legið er minna en svarar til 12 vikna með- göngu (hnefastórt) skal tæma það með venju- legum hætti eftir leghálsútvíkkun (dilatatio cer- vicis uteri). Varast skal að útvíkka leghálsinn harkalega vegna hættunnar á leghálssprungu (perforatio cervicis uteri). 2. Ef legið er stærra en svarar til 12 vikna með- göngu skal fyrst gefið oestrogen í 3 daga (t. d. tabl. Diethylstilbestrol 5 mg x 3 x 3), og síðan Prostaglandin E2 meðferð á eftirfarandi hátt: 1) Extraamnionalt (200 mikrogr. í sérstakri upplausn á 2 tíma fresti með Foley þvaglegg inn í legið). 2) I æð (saltvatnsupplausn, 2,5-20 mikrogr./ mínútu). Við i. v. Prostaglandingjöf fær sjúklingurinn gjarnan ógleði, uppköst og niðurgang, einnig oft roða yfir æðinni, sem notuð er. Einnig er oft gefið tilbúið oxytocin (Syntocinon) í æð. Þegar fósturlátið er afstaðið er legið skafið með sljórri sköfu, ef meðganga er skemmri en 16 vikur. Ath. 1. Við dulið fósturlát er erfitt að gefa Prosta- glandin intraamnionalt vegna hins litla legvatns, sem fyrir hendi er. Hins vegar reynist vel að riota það við fóstureyðingu eftir 16. viku. 2. Prostaglandin-meðferð er einnig beitt til að flýta fyrir fósturláti ef legvatn fer fyrir 20. viku. Síenúurtehin fósturlát (tibortus habitunlis) Tíðnin eru 2-4 tilfelli/1000 þungunum. Líkurnar á því að fósturlát endurtaki sig við næstu þungun eru: 1) 0 fósturlát áður 12,3%. 2) 1 fósturlát áður 23,7%. 3) 2 fósturlát áður 26,2%. 4) 3 fósturlát áður 25,9%. 5) > 3 fósturlát áður u. þ. b. 30%. Orsök síendurtekinna fósturláta er oft ókunn. Vitað er þó að sköpunar- og litningagallar hjá fóstri eru fyrir hendi í 50% tilfella af síendurteknum fóst- urlátum á fyrstu 14 vikum meðgöngu. Lélegt gulbú með truflaðri progesteronmyndun er einnig mögu- leg orsök í sumum tilfellum. Sumir ráðleggja því progesteronmeðferð, en gildi þeirrar meðferðar hef- ur ekki verið sannað og af sumum talin varasöm. Við síendurtekin fósturlát seinna á meðgöngu eru 26 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.