Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 36

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 36
Mœlingar á öndunarstœrðum Ólafur M. Hákansson læknanemi, Stefán Jónsson læknir og Jóhann Axelsson prófessor Á vegum Rannsóknastofu háskólans í lífeðlisfræði hafa um nokkurra ára bil verið gerðar stærðarmæl- ingar á lungum og flæðishraða lofts í öndunarveg- um. Athuganir þessar hafa sumpart verið hluti mannfræðirannsókna þeirra er gerðar voru í Þing- eyjarsýslum árin 1973-1974 og sumpart hluti þrek- prófana á íþróttamönnum á stór Reykjavíkursvæð- inu, sem fram fóru árin 1975-1976. Hér á eftir er gerð grein fyrir niðurstöðum þessara athugana og þær bornar saman við erlendar rannsóknir. EfniviSur ojr/ a&ferSir Alls tóku 459 manns þátt í báðum þessum könn- unum. Er þeim skipt í tvo hópa, þá er ekki stunduðu íþróttir sérstaklega, er voru 174 konur og 166 karl- ar á aldrinum 7-35 ára. Hinn hópurinn voru ein- göngu íþróttamenn, allt karlar á aklrinum 11-35 ára, 119 að tölu. Allir íþróttamennirnir voru á- hugamenn á sínu sviði, annaðhvort handbolta- eða fótboltamenn. Lungnaprófin á íþróttamönnum voru gerð með Vitalograph Single Breath Instrument (Vitalograph Ltd, Buckingham, England). Voru þeir prófaðir standandi. Allar aðrar öndunarmælingar voru gerð- ar með Bernstein spirometer (AB Instrumenta, Lund, Sweden) og sátu þátttakendur meðan prófun fór fram. Flæðishraði útöndunarlofts var mældur með Peak Flow Meter (Airmed Ltd., Harlow, Eng- land). Hæsta gildi af 3-5 atrennum var skráð. Erf- itt gat verið að fá fram nógu kröftuga öndun hjá yngstu þátttakendunum og þurfti þá fleiri atrennur til að viðunandi niðurstaða fengist. 011 gildi voru umreiknuð í BTPS (body temperature and pressure, saturated with water vapour), nema flæðishraði lofts, sem gefinn er upp í einingunni ATPS (am- bient temperature, saturated with water vapour). Mælingar fóru fram fyrri hluta dags, oftast fyrir há- degi. Við tölfræðilega úrvinnslu gagna var fylgt viðurkenndum aðferðum.10 1Xiðurstöður í töflu 1 er skráð þyngd, hæð, FVC og FEVj hvers aldurshóps kvenna. Tafla 2 sýnir gildi sömu mælinga hjá körlum er ekki stunda íþróttir. I töflu 3 eru niðurstöður sams konar mælinga hjá íþrótta- mönnum auk flæðishraða lofts (Peak Flow 1/min). Af töflunum má sjá að enginn greinilegur munur er á hæð pilta og stúlkna fram til 14 ára aldurs, en meðalþyngd stúlknanna er ívið meiri. Ennfremur kemur fram að lítill munur er á meðalgildum bæði FVC og FEVi hjá piltum og stúlkum fram til 14 ára aldurs, þó hafa piltarnir aðeins vinninginn. Eftir 14 ára aldur má hins vegar sjá greinilega skiptingu þar sem karlar hafa hærri gildi bæði hvað varðar þyngd og áðurnefndar öndunarstærðir. Marktæk aukning á FVC á sér ekki stað, hvorki hjá konum né körlum, eftir 17 ára aldur, að undan- teknum þeim hópi íþróttamanna, sem eru á aldrin- um 21-25 ára. Meðalgildi loftflæðishraða við kröft- uga útöndun fer vaxandi hjá aldurshópum iþrótta- mannanna fram til 20-30 ára; lengra verður ekki dæmt vegna fæðar þátttakenda í efsta aldursflokkn- um. Sé fylgni hæðar og þyngdar athuguð sést að hún er góð við bæði FVC og FEV^ hjá stúlkunum fram til 16 ára aldurs, en síðan ekki marktæk hvað varðar þyngd en sæmileg við líkamshæð. Fylgni þessara mælistærða við hæð er hins vegar mjög góð hjá kvennahópnum í heild (tafla 4). Hjá karlmönn- um, er ekki stunda íþróttir, er líkt á komið sé hópn- um skipt við 16 ára aldursmörkin. Hins vegar sýnir hópurinn í heild mjög góða fylgni mælistærðanna við þyngd og hæð (tafla 5). íþróttamönnunum var ekki skipt í samsvarandi aldurshópa við fylgniathugun, en hjá hópnum í 28 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.