Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 47

Læknaneminn - 01.12.1978, Qupperneq 47
Minni og minnistruflanir Ernir Snorrason sálfræðingur Inntfangur Minni og minnisferli eru hornsteinar skipulagðrar hegðunar. An þess eiginleika að geyma upplýsingar til frekari samanburSar og úrvinnslu er maðurinn leiksoppur kringumstæðnanna. Vel þekkt fyrirbrigSi hjá eldra fólki er nokkur skerðing á þeirri hæfni að muna atburði líðandi stundar. Betra minni er hins vegar til staðar á atburðum æsku og uppvaxtarára. Sumt eldra fólk virðist því lifa nær eingöngu í for- tíðinni. Minni okkar setur okkur ákveðin takmörk, þannig aS við lífum í þeim tíma sem það nær yfir. Þótt nokkur minnisskerðing sé fastur fylgifiskur ell- innar, er ekki þar með sagt að skyndilega aukin gleymni sé eðlileg jafnvel hjá eldra fólki. Minnistruflun af einhverju tagi er algeng kvört- un. Oft kemur í Ijós viS athugun, að þessi aukna gleymska er ýmist af mismunandi gerð eða ekki minnistruflun nema óbeint, heldur skerðing á skipu- lagi hegðunar. Nánari athugun á eðli slíkra kvart- ana hefur mikla klíniska og topologiska þýðingu, bæði til skilnings á hegðun sjúklings og eins á eðli sjúkdóms. En til að unnt sé að koma við slíkri grein- andi athugun á minnistruflunum, verður að vera fyrir hendi nokkur hugmynd eða líkan af því, hvern- ig minnisstarfsemin hjá heilbrigðum manni er. En nútíma tilraunasálfræði hefur fengist mjög við að skýra þann þáttinn. Hins vegar verður að vera til staðar nokkur hugmynd um hvernig minnisferli truflast á mismunandi vegu eftir því hvaða starf- ræna kerfi (functional system) í heila er skert og jafnframt hvernig unnt er að prófa slíkar truflanir. Þessi síðastnefndi þáttur hefur m. a. verið verkefni taugasálfræði á seinustu árum. Efni þessarar greinar er að fjalla nokkuð unl báða þessa þætti, þótt meira rými verði varið til þess síðarnefnda og aðaláhersla lögð á klíniska hlið málsins, en minna lagt upp úr því aS ræða náið kenningar, sem settar hafa verið fram á allra sein- ustu árum.1 Það sem aðskilur þær hugmyndir er fram hafa komið hjá ýmsum fræðimönnum á seinni árum varðandi minni og gleymsku frá því er álitið var í Iok 19. aldar og byrjun þeirrar 20., en skipulagðar rannsóknir á minnisferlum eru varla eldri, er ekki síst það, að nú er álitið að mismunandi stig minnis- starfsemi séu allmörg flóknari ferli en álitið var og þarfnist skýringar á öllum stigum þess. Tilkoma rafeindaheila og véla er vinna úr, geyma eða muna upplýsingar, hefur einmitt skýrt verulega þær nauðsynleguslu forsendur, sem fyrir hendi þurfa að vera, til að slík starfsemi geti yfirleitt átt sér stað. ViS tilkomu raunhæfari vélrænna líkana hefur enn frekar skýrst hversu óréttmælt er að að- skilja fullkomlega fyrirbrigði eins og skynjun, at- hygli og minni. En þetta þrennt starfar í reynd sem heild og eru mismunandi hliðar á almennri úr- vinnslu og geymslu upplýsinga, þ. e. við getum ekki munað nema það sem fer um skynfærin, og á þeirri leið verða upplýsingarnar fyrir ýmsum breytingum sem eru í röklegum tengslum hverjar við aðra, eins og þegar verið er að mata rafeindaheila með upp- lýsingum jiarf fyrst að „þýða“ upplýsingarnar á mál sem rafeindaheilinn ,,skilur“. ÞaS sem hér fer á eft- ir er nokkur umfjöllun um minni og gleymsku yfir- leitt, síðan minnistruflanir og heilaskemmdir, og að lokum minnispróf. IIi n ii i og tfleymska Ýmis orð í daglegu máli lýsa mismunandi minnis- starfsemi og er þá sjálfsagt gert ráð fyrir breytileg- um aðferðum við að muna. TalaS er um að þekkja (aftur) einstakling eða hluti, hins vegar að rifja upp. Upprifjun virðist vera meira viljað átak heldur en að þekkja aftur eða kennsl. En kennsl virðast auðveldari en upprifjun. læknaneminn 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.