Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 61

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 61
viðkomandi deildarforseta. Skal þá prófdómari skip- aður í hverju tilfelli. Einnig getur kennari, eða meiri hluti nemenda, óskað skipunar prófdómara í einstöku prófi.“ í tillögum reglugerðarnefndar HÍ var þessi réttur einvörðungu fyrir þá sem ekki stóð- ust próf og aðeins á valdi kennara að óska prófdóm- ara í ákveðinni grein. 7. (74. gr.). Mikilvæg breyting. Samþykkt var að fella niður upptalningu kennslugreina og vægi þeirra í reglugerð, en í stað þess „ákveður læknadeild kennslugreinar og skiptingu þeirra í námskeið og um vægi þeirra“. Þetta er að mínu mati ein mikil- vægasta breytingin á reglugerð deildarinnar og auð- veldar alla stjórnun. 8. Gegn vilja stúdenta var eftirfarandi sam- þykkt: „Með samþykki háskólaráðs getur læknadeild sett inntökuskilyrði varðandi lágmarksnám, eða lágmarkseinkunnir í einstökum greinum eða greina- f!okkum.“ Fyrir er heimild á beitingu fjöldatak- markana með samþykki háskólaráðs og að janúar- próf fyrsta árs séu ekki endurtekin á öðrum árstím- um. 9. Samþykkt var heimild til kennslunefndar til að gefa verklegar einkunnir í tölum og reikna hana sem hluta af lokaeinkunn. Þessi upptalning er alls ekki fullnægjandi. Að lokum vil ég leggja áherslu á að í heild tel ég árang- urinn þokkalegan. I fyrsta lagi náðist sæmileg sam- vinna í reglugerðarnefndinni og þær tillögur, sem nefndin stóð einhuga að, náðu flestar fram að ganga, en auk þess fjöldi tillagna, sem stúdentar fluttu einir eða voru í minnihluta með í nefndinni. Þessi niðurstaða bendir til þess að vaxandi mark sé tekið á málflutningi stúdenta, sem eykur ábyrgð okkar til mikilla muna. Fósturlát (abortus) Framh. af bls. 27. ur bólgu í eggjaleiðurum og staðbundinni lífhimnu- bólgu með eymslum og e. t. v. þykkildi til hliðar við legið. 15% tilfella verður útbreidd lífhimnubólga, e. t. v. segamyndun í grindarholsæðum og í verstu til- fellunum sýkingarlost. Auk blóðþrýstingsfalls geta sýkingar leitt til nýrnabilunar (acute tubular ne- phrosis) með minnkun eða stöðvun þvagútskilnaðar (oliguria - anuria). Meðferð Tekið skal sýni til ræktunar frá leghálsi og úr blóði og síðan gefið Methergin og sýklalyf. í væg- um tilfellum dugar Ampicillin 500 mg x 4 í viku- tírna, en nái sýkingin út fyrir legið, er gefin venju- leg salpingitismeðferð með legu og sýklameðferð í 2 vikur. Ef grunur er um anaerob sýkingu er gefið Clindamycin (Dalacin). Við hættulegum sýkingum þarf margbrotna lyfja- og vökvameðferð og gjör- gæzlu. Ef grunur er um að legið hafi ekki tæmt sig, er ráðlegt að tæma það, en þó ekki fyrr en 12 tím- um eftir að sýklameðferð var hafin. Um orsakir sykursýki Framh. af bls. 36. 2. T J Coleman, DR Gamble, KW Taylor. Diabetes in Mice after Coxackie By Virus Infection. British Medical Jour- nal 3:25, 1973. 3. AG Cud-worth, H Festenstein. HLA Genetic Heterogene- city in Diabetes Mellitus. British Medical Bulletin (1978) Vol. 34, No. 3. p. 285. 4. DR Gamble, KW Taylor, H Cumming. Coxackie Viruses and Diabetes Mellitus. British Medical Journal 4:260, 1973. 5. R Lendrum, G Walker, AG Cudworth et al. Isle-celt Anti- bodies in Diabetes Mellitus. The Lancet 2: 1973, 1976. 6. J Nerup, P Platz, 0 Ortved Andersen et al. HLA Anti- gens and Diabetes Mellitus. The Lancet 2:864, 1974. 7. J Nerup, Cr Cathelineau, J Seignalet et al. HLA and endocrine disease. Munksgaard, Copenhagen 1977. 8. DA Pyke. Cenetics of Diabetes. I Clinics in Endocrino- logy and Metabolism. W. B. Saunders Company Ltd. 1977. LÆKNANEMINN 49

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.