Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 63

Læknaneminn - 01.12.1978, Síða 63
og nefndin leggur ekki mat á réttmœti þessara upplýsinga. 3. Sumar tillögur nefndarinnar ganga lengra en að auka kennslugetu hvað varðar nemenda- fjölda, heldur eru það tillögur um úrbætur sem gera þarf til að auka gæði kennslunnar burt séð frá nemendafj ölda. 4. Skýrsla nefndarinnar er að mörgu leyti ófull- komin og þarfnast frekari úrvinnslu og áfram- haldandi starfs deildar og háskólayfirvalda. 5. Ekki er enn útséð um vilja fjárveitingavalds við tillögum nefndarinnar. I ályktun okkar í háskólaráði sagði einnig að nefndarálitið ætti að nota sem grundvöll til að vinna að endurbótum á stjórn og kennslufyrirkomulagi læknadeildar, svo og til að setja fram rökstudda kröfugerð á hendur ríkisvaldinu. Kom í ljós í skýrslu nefndarinnar að þessum atriðum hafði um margt verið áfátt í læknadeild á liðnum árum. Niðurstaðan í ályktun okkar var sú, að ekki væri rétt að samþykkja tillögu læknadeildar enda hefðu ekki allar leiðir verið reyndar til þrautar til að auka kennslugetu deildarinnar, til að mjmda úrbætur á skipulagi deildarinnar svo og var ekki vitað hver vilji fjárveitingavaldsins væri. Einnig væri það slæm barátluaðferð gagnvart ríksvaldinu að beita fjölda- takmörkunum, því ríkisvaldið gæti þar litið svo á að viðunandi ástand hefði skapast í læknadeild. Fór svo að tillaga læknadeildar var felld með 12 atkvæðum gegn 3, og geta því 1. árs nemar andað léttar í bili. Vona ég svo að langt verði þangað til næsti kafli af þessari framhaldssögu birtist. „Ég helcl að hann hafi haft hita, lœknir.“ LÆKNANEMINN 51

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.