Læknaneminn - 01.10.1979, Page 6
Spjall
Kæru lesendur, þá berst ykkur hérmeð síðbúið 3.
tölublað þessa árgangs og mun útgájustjórn reyna
ötullega að vinna upp tímaskekkju þá, er orðið hef-
ur á útkomu blaðsins. Vonumst við til að lesendur
blaðsins virði þetta við okkur og taki viljann fyrir
verkið.
Þessi töf á útkomu blaðsins hefur orðið blað-
stjórn og félagsstjórn tilejni til viðrœðna um fram-
tíð þessarar útgáfustarfsemi. Ljóst má vera, að ein-
hverjar breytingar þurja til að koma, þó ekki vœri
nema til að tryggja að blaðið komi út með reglu-
bundnum hœtti. Hugmyndir hafa verið uppi um að
auka félagslegt efni frá því sem verið hefur. Mœtti
í því skyni fœra inn í blaðið hluta þess efnis, sem
nú er á síð'um Meinvarpa. Ennfremur að ritstjórar
verið tveir, annar hefði með félagslegt efni að gera,
hinn sœi um frœðilega efnið. Yrði þannig aukinn
þrýstingur á að útgáfan verði reglulegri og jafnvel
hœgt að stefna að ákveðnum útgáfudögum blaðsins.
Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um breyt-
ingar, og eru það eindregin tilmœli til lesenda blaðs-
ins að þeir tjái sig um þetla mál og komi hugmynd-
um sínum á framfæri.
Það var í fyrstu œtlun ritstjóra að fjalla um eitt
ákveðið efni í hverju blaði, en það hefur reynsl
óraunhœft, þar eð efnið er unnið af áhugamönnum
í frítíma þeirra og því erfitt um samrœmingu. Því
er í þessu hefti fjallað um ýmis mál, allt frá hjarta-
skurðlœkningum til hitabeltislœknisfrceði, og finna
vonandi sem flestir eitthvað við sitt hœfi.
Eg vil þakka greinahöfundum fyrir það sem þeir
hafa lagt til blaðsins og unnið að í frítíma sínum,
og vona að njóta megi krafta þeirra þó síðar verði.
Ennfremur skal starfsfólki Prentsmiðjunnar Hóla
þakkað vel unnið starf. — L. K.
4
LÆKNANEMINN