Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 9
A mynd 4 má sjá aS arteria
mammary interna vinstra megin
hejur verið losuS jrá brjóstveggn-
um og hejur verið sprautað á hana
með upplausn, sem samanstendur
aj saltvatni og papaverini í hlut-
föllunum 3/1 til að já œðina til að
víkka út. Því nœst er œðin vafin í
blautri grisju, sem papaverin hefur
verið hellt í.
A litlu myndinni má sjá hvernig
mammary-œðin er skorin upp áður
en tengingin er gerð. A litlu mynd-
inni B má sjá hvernig œðin er
tengd við kransœðina. Hún er
saumuð með einstökum 7/0 silki-
saumum og á mynd C má sjá
hvernig tengingin lítur út að lok-
um.
betri tækni, sem fyrr segir, þ. á m. kælingu (hypo-
thermiuj, hjartalömun (cardioplegiui, háum þrýst-
ingi (yfir 80) meðan sjúklingur er í hjarta- og
lungnavél, lítilli fibrillatio og notkun ósæðarpumpu
(intra aortae ballon pumpu). Svæfing hefur einnig
orðið öruggari á þessu tímabili og færri hjartastopp
hafa komið fyrir við innleiðingu svæfingar. Tækni
hefur jafnframt batnað mikið við þessar aðgerðir
og kransæðaaðgerðir eru nú gerðar á fleiri æðum
en áður tíðkaðist. Nú er gerlegt að gera aðgerðir á
erfiðum sjúklingum með því að nota lyf, sem auka
slagkraft hjartans, t. d. isoprenaline, noradrenaline,
dopamine og einnig æðaútvíkkandi lyf, t. d. nor-
adrenal'ne- phentolamin eða dopamin saman. Þá
verður að fylgjast mjög náið með sjúklingi og hann
verður að hafa þrýstimælingarlínu í vinstra fram-
hólfi eða í lungnaslagæð (Svan-Ganz catheter).
A þessum áratug kransæðaaðgerða hafa 10-15%
af vena saphena magna gröftum lokast.18,22 Arteria
mammaria interna hefur verið notuð meir og meir
á síðustu árum, því þær haldast betur opnar eða upp
í 95% eftir 5 ár samkvæmt mörgum athugunum.3,21
Arteria mammaria interna eru ekki notaðar, þar
sem þörf er á miklu blóði til hjartavöðvans. Arteria
mammaria interna eru ekki notaðar ef að sjúklingur
hefur mikla þykkun (hypertrophiu) á vinstra aftur-
hólfi, þrengsli á höfuðstofni, yfirvofandi kransæða-
stíflu eða eru yfir 65 ára. Þegar arteria mammaria
interna eru notaðar, þarf aðeins að gera eina teng-
ingu, en þess skal getið, að arteria mammaria in-
terna og kransæðar hafa svipaða þvervídd. Þá hefur
ekki verið getið um í nokkrum rannsóknum, að hy-
perplasia á æðaþeli eigi sér stað í arteria mammary
interna eins og í vena saphena magna. Sameiginlegt
markmið með því að nota vena saphena magna og
arteria mammary interna er m. a. 80% af þeim
haldist opnar 5 árum eftir aðgerð. Svokallaðir „se-
qential graftar“ hafa verið notaðir og þá er átt við
LÆKNANEMINN
7