Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 10

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 10
Mynd 5 sýnir aðgerðina þegar venan er tengd við aorta as- cendence. Tekið er þríhyrningslaga stykki úr aortai og œðin síðan saumuð með annaðhvort samhangandi 5/0 saumi eða einstökum 5/0 eða 6/0 silkiþrœði. að sama bláæð er tengd við margar kransæðar og síðan við aorta.0 Hjá sjúklingum, sem ekki hafa vena saphena magna, hefur verið reynt að nota æðar úr Goretes (gerviefni). Árangur um lengri tíma Markmiðið með kransæðaaðgerðum er sá að minnka einkenni sjúklinga og viðhalda óskertri starfsemi á vinstra afturhólfi. Tilgangurinn er jafn- framt að lengja og bæta líf þessara sjúklinga og reyna að koma í veg fyrir að sjúklingar fái fleiri hjartadrep, skyndidauða eða hj artsláttartruflanir. Árangur af þessum aðgerðum er hægt að meta eftir aðgerðardauða og hversu graftar haldast lengi opnir. Árangur fer einnig eftir því, í hvaða ástandi vinstra afturhólf er fyrir aðgerð.5’15 Því verra ástandi sem vinstra afturhólf er í, því hærri er dánar- tíðni eftir þessar aðgerðir. Margir þættir hafa áhrif á, hvort æðin helst opin eða ekki, þegar húið er að gera á henni kransæðaaðgerð, en mesta þýðingu hef- ur gott flæði handan þrengsla. í flestum rannsókn- um hefur hjartakveisa horfið hjá 55-85% sjúklinga en batnað verulega hjá 65-95% sjúklinga.12 Nokkr- ar rannsóknir eru nú til um sjúklinga sem með- höndlaðir hafa verið með lyfjum eftir að kransæða- þrengsli hefur verið staðfest með hjartaþræðingu, en í dag hefðu þeir sjúklingar verið meðhöndlaðir með skurðaðgerð.1,2’25 Rannsóknir um þetta efni eru frá Cleveland Clinic og John Hopkins. Að 5 ár- um liðnum voru 75% sjúklinga frá John Hopkins lifandi, en frá Cleveland Clinic 67%. Allir eru sam- mála um að batahorfur eru í réttu hlutfalli við ana- tomiska útbreiðslu kransæðasjúkdómsins. Athugan- ir sýna, að dánartala hjá sjúklingum með kransæða- sjúkdóm stendur í beinu sambandi við það, hversu margar æðar eru þrengdar og eftir því hversu skerl starfsemi á vinstra afturhólfi er. Eins árs dánartíðni hjá sjúklingum, sem eru með eðlilegar kransæðai’, er minna en 1%.1,2’13 Hjá sjúklingum, sem eru með þrengsli á vinstri höfuðstofni er dánaxtíðni ár- lega 30-35%. Hjá sjúklingum, sem hafa sjúkdóm í 3 kransæðum, er árleg dánaiiíðni 15%. Hjá sjúkl- ingi með þrengsli í 2 æðum er dánartíðnin frá 10- 12% og á arteria descending anterior 7-8%. Hjá þeim, sem eru með þrengsli í arteria circumflex eða art. coronaria dx., er dánartíðni 4-8% á ári. Hér er átt við alvarleg þrengsli (kritisk) eða 70% að diameter eða yfir. Þetta eru eldri tölur og of háar og lyflæknismeðferð hefur batnað frá því að þessar rannsóknir voru gerðar. Rannsóknir frá Houston, Cleveland og New York sýna að 81-86% sjúklinga, sem gengist hafa undir kransæðaskurðaðgerðir, voru lifandi 5 árum eftir aðgerðir.17’18,22 Áreynslupróf varð neikvætt hjá 75% þessara sjúklinga. Sjúklingar, sem eru með eðlilega starfsemi á vinstra afturhólfi og með grafta sem starfa vel, hafa góðar lífslíkur eins og fólk al- mennt og þar með hefur kransæðasjúkdómurinn sem slíkur ekki þýðingu. Nokkrir hafa gengið svo langt að segja, að þeir sjúklingar sem hafa eðlilega starf- semi á vinstra afturhólfi og graft (bypass) sem starfa vel, hafa meiri lífslíkur en almenningur.20 8 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.