Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 17
ium. Otuggt er að þessi aðgerð minnkar angina
verulega í 80-90% tilvika, og í 50% tilvika verða
sjúklingar einkennalausir í a. m .k. eitt ár eftir að-
gerð. Um 70% eru betri í 3 ár post op., 80-90%
grafta eru opnir eftir eitl ár, þeir sem lokast, lokast
flestir fljótt eftir aðgerð.
2) Bæta funclion vinstri ventriculus, en talið er
mjög líklegt að það verði við aðgerðina.
3) Hindra infarctus myocardii í náinni framtíð.
4) Auka lífslíkur.
Nú er talið fullsannað að 3) og 4) sé raunin við
þrengsli í meginstofni vinstri kransæðar og í þriggja
æða sjúkdómi, en óvíst í öðrum tilvikum. Má al-
mennt segja, að enn vanti prospectivar rannsóknir
til að skera úr þessu.
Intlictitionir fyrir CABG
CABG er mest notað í meðferð angina pectoris.
en einnig hefur verið talað um, að dregið geti úr
líkum á hættulegum arrythmium eftir aðgerð, og
sumir tala um að betri árangur náist við aðgerð á
ventricular aneurysma ef CABG er gert í leiðinni.
a) Absolute indicationir:
1) Stabíl eða óstabíl angina í sjúlkingi með meiri
en 50% lokun á meginstofni vinstri kransæðar.
2) Stabíl angina pectoris, sem hindrar daglegt
activitet sjúklings verulega og svarar ekki op-
timal lyfjameðferð.
3) Angina í sjúklingi sem af öðrum orsökum
þarf að fara í hjartaaðgerð.
4) Ostabíl angina a) vaxandi, b) endurtekin köst.
b) Relatívar indicationir:
1) Sjúklingur án angina, en með kransæða-
þrengsli sem sjást á coronary angiographiu, og
þarf hjartaaðgerð af öðrum orsökum.
2) Cardiogen shock vegna vinstri hjartabilunar
án mekaniskra flæðishindrana.
3) Mild angina í sjúklingi með sjúkdóm í mörg-
um kransæðum.
4) Asymptomatiskir sjúklingar, sem hafa meiri
en 50% þrengsli í meginstofni vinstri krans-
æðar.
5) Diffus distal atherosclerotic disease.
K o ntraindi cati onir
1) Infarctus myocardii acutus.
2) Hjartabilun vegna dreifðrar örvefsmyndunar í
hjarta og án angina.
3) Ef sjúklingur er með aðra sjúkdóma, sem hafa
áhrif á lífslíkur.
Sjúklingar eru valdir til aðgerðar eftir klinik og
sérrannsóknum, t. d. áreynslu-EKG og coronary
angiography. Val á sjúklingum til aðgerðar skiptir
langmestu máli ef mortalitet á að haldast innan
skikkanlegra marka, en einnig þarf ákveðinn lág-
marksfjölda aðgerða til að halda starfsíólki í þjálf-
un.
,,Low-risk“-sjúklingar eru þeir taldir, sem eru
innan við sjötugt, með eðlilega hjartastærð, góða
function vinstri ventriculus, ekki nýjan infarctus
myocardii, bafa ekki aðra medicinska sjúkdóma og
hafa kransæðar, sem virðast heppilegar fyrir CABG.
Ef einum af þessum þáttum er ekki fullnægt, eykst
surgical mortality.
Fjöldi aðgerða skiptir einnig máli, fleiri aðgerðir
leiða til betri árangurs að jafnaði. Hver lágmarks-
fjöldi aðgerða þarf að vera á hverjum spítala er
mjög umdeilt, en sérfræðingar á vegum WHO mæla
með 50 aðgerðum á ári fyrir hvern skurðlækni. A
Karolinska [ntilutet i Stokkhólmi var byrjað að gera
CABG 1970, og voru gerðar fáar aðgerðir fyrstu
árin, t. d. 1973 u. þ. b. 50 aðgerðir, en mortalitet þá
var lágt. Oll árin 1970-77 var mortalitet að meðal-
tali 2,1%. Opererað var á ströngum indicationum
svipað og að framan er rakið. Fleiri studiur benda
til svipaðrar niðurstöðu.
Þörfin fyrir CABG í hverju ]jjóðfélagi er ekki að
fullu ljós, mjög mismikið hefur verið opererað í hin-
um ýmsu löndum, sbr. eftirfarandi töflu:
Fjöldi CABG per 100.000 íbúa
Land 1975 1976 1977
ísland 5,5 5,0 5,9
Noregur 5,0 7,9 8,3
Svíþjóð 0,9 1,0 1,4-
England 2,4 2,9 3,2
Skotland 8,9 9,2
Bandaríkin 25,0 30,0
LÆKNANEMINN
11