Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 27

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 27
Mynd 6. Dilateradur cluctus pancreaticus. I cauda pancreatis er skyndileg þrenging á ganginum og þráðlaga fylling á þröngum gangi þar eftir. Cancer pancreatis. fylling fæst venjulega í intrahepatiskum göngum og gallblöSru (sjá mynd 1). Helstu sjúklegar breytingar sem finnast eru: 1. Steinar, sem eru langalgengastir og eru oft neðst í ganginum en færast upp þegar sprautað er inn í ganginn (mynd 2). 2. Stenosur eða stricturur vegna innvaxtar í gang- inn, t. d. vegna tumors (mynd 3), eSa vegna trauma við aðgerðir eins og t. d. stenosur eftir T-dren. 3. Impressionir vegna utanaðkomandi þrýstings t. d. vegna metastasa eða tumors í aðliggjandi líf- færum (mynd4). Útvíkkun á gallgöngum getur verið með öllum þessum breytingum. ítlit tluctus pancreaticus við ERCP Eðlilegur ductus pancreaticus er grannur, víðastur í caput pancreatis, en grennist síðan jafnt alla leið út í cauda-pancreatis (mynd 5). Útlínur ductus pan- creaticus eru sléttar, fylling á hliðargöngum er mis- jafnlega mikil og fer eftir þeim þrýstingi, sem notað- ur er við að dæla kontrast efni inn í ganginn, sé þrýstingur of mikill, fæst acinar fylling á kirtlinum og er að jafnaði ekki óskað eftir því. Breytileiki á legu ductus pancreaticus er talsverður og getur slundum valdið erfiðleikum á túlkun niðurstaSna. Helstu sjúklegar breytingar sem íinnast í ductus pancreaticus eru: 1. Stenosur eða stricturur, vegna tumorinnvaxtar eða af völdum chronisks pancreatits (myndir 6—7). Þessar breytingar geta verið mismiklar, allt frá lok- un á ganginum og niður í smávægileg þrengsli. 2. Oregla á göngum, sem sést bæði við chroniskan pancreatit og við tumor, hinar eðlilegu, sléttu útlín- ur ganganna verða loðnar og óreglulegar (mynd 8). 3. Fylling á hliðargöngum og acini í hluta kirtils- ins. Þessar breytingar sjást fyrst og fremst við chroniskan pancreatit (mynd 7). 4. Tilfærsla á gangi vegna utanaðkomandi þrýst- ings. Oft má við pancreassjúkdóma, einkum tumora í pancreas, sjá breytingar í ductus choledoccus tu- morinnvöxt eða lokanir á ganginum (mynd 9). Coinplicationir Complicationir við ERCP koma fram í stórum uppgjörum í u. þ. b. 2-3% rannsókna. Mortalitet er talið vera 0,1 til 0,2%. Alvarlegustu aukakvillarnir eru pancreatitis og septiskur cholangitis. Algengt er að hækkun á ser- um amylösum verði eftir pancreaticografiu en er háð hversu mikil gangafylling er fengin fram. Ein- Mynd 7. Mjög óreglulegur ductus pancreaticus, misvítt lu- men og stenosur, á svœðum er lokaliseruð hliðarganga og acinarfylling. Mjög langt genginn chroniskur pancreatit. LÆKNANEMINN 17

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.