Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 41

Læknaneminn - 01.10.1979, Síða 41
mánuði, allt í von um betri árangur, en hann er um 10-15% yfirleitt. Stífla miðsvæðis í túbunni er numin brott, mið- hlutun og endunum skeytt saman (resection, end-to- end anaslomosis). Fíngerður plastleggur er þræddur gegnum túbuna, niður í leg eða leggöng. Þessi teg- und aðgerðar er m. a. notuð að undangenginni ófrjósemisaðgerð, og ef túban er að öðru leyti heil næst um 50% árangur. Loks má reyna aðgerð við lokun í legenda (isth- mus) túbanna. Sjúki hlutinn er numinn brott, borað nýtt gat inn í legholið og túbuendinn dreginn þar í gegn. Hér er gefinn upp 10-20% árangur í völdum tilfellum. A síðari árumi hefur viðleitni verið til að fága aðgerðartæknina. Beitt er fíngerðum áhöldum, brennt fyrir allar smáæðar, saumað með hárfínum þræði og líffærin helst ekki snert nema með glerstöf- um (micro-surgery). Bættur árangur næst vafalaust með þessari aðferð, en hann er vandmetinn. Aður en til aðgerðar kemur er nauðsynlegt að gera hjónunum grein fyrir hættum og horfum og láta þau síðan um að taka ákvörðun. Tæknifrjóvgun er gerð með sæði frá maka (arti- ficial insemination by husband, AIH) eða gjafa (by donor, AID). Notað er ferskt sæði eða fryst. Magnið við hverja sæðingu er aðeins um 0,2-0,5 ml og er því komið fyrir í leghálsgöngum og sum- part við ytri munnann. Til greina kemur að setja örlítið magn af sæði inn í legholið (AIH) sé um sjúklegar breytingar að ræða í leghálsi og ónæmi. Þessi háttur er þó ekki hættulaus. Kröftugir krampa-samdrættir og lost get- ur komið fyrir. Sæðing er gerð tvisvar til þrisvar við hvert egg- los í 6-8 mánuði a. m. k. Abendingar (indication) geta verið ýmsar. AIH er aðallega beitt við leghálssjúkdóma, einnig við getuleysi (impotens), galla á lim og jafnvel við svo- kallaða retrograd ejaculatio. Frysting á sæði maka gerir kleifa frjóvgun eftir ófrjósemisaðgerð og eftir geislunarlækningu eða geislun í starfi. Tæknifrjóvgun með gjafa (AID) er beitt, þegar eiginmaður er talinn algjörlega ófrjór og batahorfur engar, en kemur einnig til greina við arfgenga sjúk- dóma og ónæmismisræmi. Aðferðin hefur ýmsa ann- marka siðferðilega, félagslega og lögfræðilega, en ekki er rúm að rekja þá frekar hér. Á að taka upp... Framh. af bls. 13. ar, virðist þó ljóst, að ekki sé um verulegan auka- kostnað að ræða við að kaupa upp aðstöðu fyrir kransæðaaðgerðir hérlendis, þótt aðgerðafjöldi yrði eitthvað minni en hér var geit ráð fyrir eða kostnað- ur meiri. Hefur þá ekki verið tekið tillil lil þátta eins og þess, að slík aðstaða dregur að sér sérfræðinga í hjartaskurðlækningum, sem annars myndu starfa erlendis. Þá verður það að sögn sífellt erfiðara að koma sjúklingum í aðgerð erlendis vegna aukins fjölda sem bíður eftir slíkum aðgerðum þar. Því get- ur verið mikilvægt að búa við nokkurt sjálfstæði að þessu leyti, jafnvel þó það kosti einhverjar milljónir. Markmið læknisþjónustu hér hlýtur að vera það að geta boðið sjúklingum beztu meðferð sem völ er á. En niðurstaðan af þessum vangaveltum er sú, að ekki sé eins óhagkvæmt og ætla mætti við fyrstu sýn að taka upp kransæðaaðgerðir hér á landi. 9. desember 1979. (Þessi greinargerð var unnin sem verkefni í félags- lækningum og birt með leyfi höf.) HEIMILDIR: 1 Skjöl Landlæknissmbættisins um hjartaskurðlækningar á Islandi. 2 The Long-Term Efíects of Coronary Bypass Surgery. Re- port on a Working Group. WHO 1977. 3 Nikulás Sigfússon: Rannsóknir Hjartaverndar. Hjarta- vernd, 14. árg., 2. tbl., desember 1977. 4 Lákartidningen 48/1978. Nokkrar greinar um CABG. 5 Nordisk Medicin 1-2 1978. 6 Hagtíffindi. Tafla í einu heftinu 1979 um mannfjölgun á íslandi 1. desember 1978. 7 Munnlegar upplýsingar og ábendingar frá Ilerði Alfreffs- syni lækni. læknaneminn 31

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.