Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Page 42

Læknaneminn - 01.10.1979, Page 42
Alkóhól (etanól) í blóði eftir drykkju ófengis Jóhannes Skaftason og Þorkell Jóhannesson Höfundar þessarar greinar hafa oft undrast, hve lítill greinarmunur er gerður á því, hvort menn neyta áfengis með eða án matar. Virðist svo sem t. d. lögreglumenn, lögmenn og dómarar geri sér ekki ljóst, að neysla matar getur mjög dregið úr því magni alkóhóls (etanóls), sem frásogast frá melt- ingarvegi og inn í blóðbrautina. Er þannig oft um- talsverður munur á þéttni alkóhóls í blóði einstakl- ings allt eftir því, hvort hann hefur matast með áfengisneyslu eða skömmu áður eða ekki. Af þess- um sökum þykir rétt að gera grein fyrir lítilli til- raun, sem ætlað er að skýra þetta samhengi nokkru nánar. Efniviður otf aðferðir Til tilraunarinnar voru valdir fjórir læknastúdent- ar (nr. 1—4.), er gáfu sig fram. Stúdentar nr. 2 og 3 voru um það bil jafnþungir (ca. um 71 kg). Stúdent- ar nr. 1 og 4 voru mun þyngri, en voru um það bil jafnþungir (ca. 98 kg). Tilraunin var í tvennu lagi. I fyrri hluta tilraun- arinnar skyldu þeir drekka tiltekið magn af whisky eða vodka ásamt blöndunarvökva á fastandi maga. Þeim var leyft að borða venjulegan morgunmat á bilinu kl. 8—9 að morgni, en skyldu síðan vera fast- andi til kl. 14—14.30 síðdegis, er tilraun hófst. I seinni hluta tilraunarinnar, sem fram fór nokkrum vikum síðar, skyldu þátltakendur neyta máltíðar á bilinu 12-13 í matsal Landspítalans eða um það bil 2 klst. áður en tilraun hófst. Stúdentarnir voru tekn- ir saman í tilraun tveir í senn. Aðaluppistaðan í þeirri máltíð, er tveir þeirra neyttu í matsal Land- spítalans, var hrognkelsi, en steikt lifur í þeirri mál- tíð, er hinir tveir neyttu þar. Keypt var whisky og vodka í ÁTVR. Tveir stúd- entar (nr. 3 og 4) óskuðu að drekka whisky og tveir vodka (nr. 1 og 2), en alkóhólinnihald þessa áfengis var um það bil jafnmikið (40% v/v). Skyldi hver stúdent drekka 180 ml af annarri hvorri áfengisteg- und, hinni sömu í báðum hlutum tilraunarinnar, ásamt blöndunarvökva. Ef whisky var drukkið, var það blandað 150 ml af sódavatni. Ef vodka var drukkið, var það blandað 150 ml af appelsíni. Skyldi blandan drukkin á 10 mín. (mín. 0—10) í hverju tilviki. Blóðsýni voru tekin úr æð (venu) í olnbogabót á mín. 0 (rétt áður en áfengisblandan var drukkin), á mín. 15 (5 mín. eftir að áfengisblandan hafði ver- ið drukkin) og á mín. 30, 60, 90, 120 og 150. Síð- asta blóðsýni var þannig tekið 140 mín. eftir að áfengisdrykkju lau'k. Blóðsýni voru tekin í glerglös og segavarin með heparíni. Þvagsýni voru tekin við lok tilraunar eða sem næst á mín. 150. Einn stúdent þurfti auk þess að kasta af sér þvagi fyrir þennan tíma í báðum hlutum tilraunarinnar og annar í öðrum hluta tilraunarinn- ar. Alkóhól var ákvarðað í blóðsýnum og þvagsýn- um með alkóhóklehýdrógenasaaðferð, sem Brink, Bonnichsen & Theorell (1954) hafa lýst, með áorðn- um breytingum. Niðurstöðutölur Niðurstöðutölur úr fyrri hluta tilraunarinnar eru sýndar á mynd 1. Þar sést, að hámarksþéttni var mest hjá stúdent nr. 2, en var lægst hjá stúdent nr. 4. Athyglisvert var, að hámarksþéttni hjá stúdent nr. 2 varð fyrst náð á mín. 120, en varð þegar náð á mín. 60 hjá nr. 4. Hjá nr. 1 og 3 varð þéttni mest á mín. 90. Hámarksþéttni var að meðaltali 1,33%0. Magn alkóhóls í þvagi var einnig greinilega mest hjá nr. 2 (l,86%o). Það var nokkru minna hjá nr. 3 og 1 (1,76 og l,70%c), en var langminnst hjá nr. 4 (1,04 %o). 32 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.