Læknaneminn - 01.10.1979, Page 55
þessum kynnum annað sjónarmið á lífið í Liver-
pool.
Læknanemar fara ekki tii Liverpool sumarið ’80.
Við sem þessa ferð fórum voru því síðustu Liver-
poolfararnir. Prófessorinn og deild hans ætla að
nota það sumar til að flytja starfsemi sína í betra
húsnæði, og getur hann því með engu móti tekið á
móti okkar fólki þá. Hann sagði þó að skilnaði, að
eftir þá hvíld myndi hann glaður vilja fá okkar fólk
aftur. Þetta tókum við sem hrós og vorum ánægð
með. Þó virðist ekki vera útlit fyrir að farið verði
út til krufninga eftir sumarið ’80. Ætlunin er að
þeir árgangar sem á eftir koma hafi fengið sýni-
kennslu og leiðsögn samhliða hóklega ná.minu, sem
komi í staðinn fyrir slíka ferð. Ef það iekst að íá
inni annars staðar fyrir fólkið sem er á öðru ári
'70-’80, verða ])au síðustu móhíkanarnir.
Við sem vorum svo heppin að komast þessa ferð,
munum sjálfsagt aldrei gleyma þessum dögum. Ferð-
in gerði okkur kleift að kynnast betur í leik og starfi.
Ferðin hafði yfir sér ævintýrablæ, sem seint máist
af. Og ekki síst, þá gerði ferðin okkur öll fullnuma
í anatomiu. Auðvitað!
Atli Eyjóljsson, jararstjóri 2. árs 1979.
Slegið á létta strengi í húmi nœtur.
AS loknu dctgsverki.
Liverpoclrykinu skolað niður á leið til London.
Sportistarnir í hópnum.
læknaneminn