Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Qupperneq 59

Læknaneminn - 01.10.1979, Qupperneq 59
ráöstafanir. Sú varð þó raunin, að hann mátti fálma sig sjálfur gegnum kakkþykka Afríku-nóttina og sofna úti undir beru lofti í nánum félagsskap við ýmís önnur dýr. Þessi smámisskilningur skýrðist næsta morgun í skrifstofu læknanema, þar sem 6g fékk aS vita aS stúdentaskipti viS Island hefðu alls ekki staSiS til. ÞaS vakti litla hrifningu þegar ég sagSist hafa bara gleymt staSfestingunni heima. Súdanir eru vissulega hætt komnir í pappírsflóSi því sem fylgir skriffinnskunni þar í landi, en þeir eru hiklaust hjálpsamari og alúðlegri en annað fóik sem ég þekki. Svo fór að lokum að ég fékk herbergi í heimavistarblokk læknanema, þrjár máltiðir á dag cg skírteini inn á hvaða sjúkrahús sem var. MáltíS- irnar voru yfirleitt eins: BrauSstykki, volg sykruS mjólk og egypskar baunir í eigin soði. Baununum fylgdi sá óumdeilanlegi kostur aS þeim var hægt að sleppa. Sat ég síðan kennslustundir í lyflæknisfræði, sem fóru fram á eilítið arabíseraðri ensku, eins og raunar öll önnur kennsla í deildinni. Enn hafa að- eins tvær alþjóðlegar læknisfræðikennslubækur ver- ið þýddar yfir á arabísku: Fysiologia Ganongs og Medicin Harrisons. Kennslan fannst mér oftast góð og stundum frá- bær. Á kvöldin var gjarnan farið út á akút-móttöku- deildir aðalsjúkrahússins, þar sem nokkuð óvenju- legt andrúmsloft ríkir. Á medicinska skoðunarher berginu, sem er ca. 4X5 m stórt, eru þrír sjúklingar skoðaðir í senn á óhreinum bekkjunum, meðan þrír Sofinar jarðhnetur þykja lostœti, heitir sá réttur „júl“. - Fannst Islendingnum það réttnejni og leiddist mikifi afi hnet- urnar skyldu ekki vera ristaðar afi hætti Ameríkumanna. BorgarhFfi Suakin, sem er gjörsamlega hrunið þorp á tanga nokkrum v'ð Rauðahajið. Aður var þetta mikilvœgur hyggfia- kjarni sem nœrðist vel á viðskiptum og sjósamgöngum mefi- an arabíska menningarveldið var og hét. Eftirlifandi íbúar eru mjög tortryggnir og bitrir gagnvart afikomujólki. Þegar ég jékk mér eitt sinn sundsprett í ylvolgum sjónum, undrafi- ist ég nokkuð jólksjjöldann sem settist þegjandi í fjöruna cg horjfii á. - Duginn eftir jrétti ég að í jjöruborðinu ifiar allt aj barracuda, hákarli og eitraðri broddskötu! aðrir eru hafðir til viðtals utar í herberginu. Sjúkl- ingahópurinn sem bíður fyrir utan, lætur í sér heyra með ýmsu móti, svo hann gleymist nú ekki. Vifturn- ar í stoíunni hamast við að kæla loftið, en þeyta samtímis lyfseðlum og öðrum mismikilvægum gögn- um af borðum. Læknarnir eru allir súdanskir, vel menntaðir og reyna sitt ítrasta. Þeir verða að treysta á klínik og sína eigin dómgreind, því að peningar og dýrar rannsóknir eru af skornum skammti. Meðferð er af sömu sökum eins konservatíf og kostur er. Á að giska annar hver sjúkl'ngur er með hita af óþekktum uppruna. Hann fær 250 mg chloroquine- fosfat i. v. og er endurmetinn eftir einn sólarbring með tilliti til malaríu. Chloroquine-þolin malaría cr meðhöndluð með langverkandi súlfonamíði ásamt pyrimethamini, cerebral malaría með kínin inn- rennsl' i. v. Malaría á þessum slóðum er nær alltaf orsökuð af plasmodium falciparum, sem hefur mun óreglulegri klínik og alvarlegri komplikationir held- ur en p. ovale og p. vivax. Schistosoma-ormurinn er í um 499< Súdana og um 96% af íbúum bestræktaða svæðisins, Gezira, sem hefur ríkulega áveitu úr Hvítu- og Bláu-Níl. Þessi jtarasít er 2 cm langur full- vaxinn og býr um sig aðallega í þvagfærum (s. læknaneminn 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.