Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1979, Side 60

Læknaneminn - 01.10.1979, Side 60
hæmatobium) eða meltingarvegi (s. mansonii). I meiriháttar sýkingum verður pulmonary og/eða por- tal hypertension á háu stigi. Meðal annars vegna þessa er lifrar- og miltisstækkun og ascites algengt fyrirbæri þar í landi. Ungbarnadauði mun vera með því allra mesta í heimi, meginorsök er gastroenteri- tis. Læknaskortur er alvarlegur, en aðeins 200 kandi- datar útskrifast árlega fyrir þær íjórtán milljónir sem í landinu búa. Talið er að 30% íbúanna njóti læknisþjónusíu. Aðrir kjósa (eða verða) að deyja drottni sínum án hennar íhlutunar. Smitsjúkdómar eru að sjálfsögðu langmikilvæg- asta orsök veikinda og dauðsfalla, en tíðni umferð- arslysa í borgum er nú orðin ógnvekjandi. Sam- kvæmt skýrslum heilbrigðisráðuneytis Súdans fyrir mánuðinn júní 1979 eru þetta algengustu bráðu innlögðu smitsjúkdómarnir, í réttri röð: Malaría, hepatitis A, typhoid fever, tetanus, influenza, men- ingitis, varicella, diphteria, relapsing fever, leish- maniasis, cholera, rabies. Fyrirbyggjandi læknisfræði skipar undarlega lág- an sess í þessu landi. Ég notaði hvert tækifæri til að ræða þetta við súdanska læknanema, ekki síst vegna jress að hreinlætisstig þeirra ágætu kollega er slíkt, að jaað er eins og þeir hafi bara aldrei heyrt um neitt smærra lifandi talað en flugur. Þeir sögðust lít- ið seilast eftir fyrirbyggjandi læknisfræði, jrví aldrei hefði verið fé til neinna verkefna á javí sviði. Þar fyrir utan væru jreir, og reyndar Súdanir allir, ágæt- lega vörnum búnir gegn flestum sýkingum. - Það er nú það. Þess má geta að sjúkrahúslæknir hafði í sumar 88 súdönsk pund á mánuði í tekjur, meðan óbreyttur hermaður hafði um 100 pund auk uppihalds og fríð- inda. Flesta læknanema dreymir um framhaldsnám í Evrópu eða Ameríku, og að þurfa aldrei að starfa í Súdan. Ég vil segja nokkur orð um mína persónulegu reynslu Jrarna úti. Ég fékk að njóta algjörlega botn- lausrar gestrisni vinar míns, Mohammed Allamin Sobahi og fjölskyldna hans (fjölkvæni) í jrorpinu Elafón við Bláu-Níl, Jjar sem ég dvaldi í fjóra daga. Að vísu endaði ferðin sú með skelfingu, jrví að nokkrir gúlsopar af þeirra sterkasta víni, sem við neyltum í næturkyrrð eyðimerkurinnar, reyndist velktri magaslímhúð íslendingsins ofviða. Fimm daga ferðalag mitt og sýrlensks kandidats til Port Sudan á Rauðahafsströndinni var tvíeggjað ævin- týri. Við tókum hraðlestina; hún ferðast með full- um 20-25 km/klst þessa 800 kílómetra. Sakir van- þekkingar okkar á súdönskum lestum lentum við á 6. farrými. Þar hafði annar hver maður sæti á trébekk og hvíldu lappirnar á farangrinum eða öðru fólki. Aðrir lágu á gólfinu og töskunum ellegar sátu í gluggunum, jrar sem enn aðrir sváfu á þakinu. Allt þetta þurfti íslendingurinn að reyna. Leiðin upp á þalc var eftir pípusamstæðu vagntengslanna og jtað á fullri ferð. Maður lagði ]jví töluvert á sig til að þurfa ekki að hírast í fjárans vagninum. Mesta ævintýrið af öllum var að fylgjast með við- liorfum, lifnaðarháttum, lífsgleði og vandamálum þe'rra aðskiljanlegu þjóðerna sem maður kynntist |rennan mánuð. Meðal okkar evrópsku skiptinem- anna varð mikil pólitísk vakning, því að í rökræð- um við Palestínu-Araba, erítreanskra flóttamenn og Moslembræður (hreyfing Khomenis), er ekki annað hægt en að taka afstöðu. Það er auðvelt að ímynda sér að dvöl í örfátæku eyðimerkurlandi þar sem hitinn er yfir fjörutíu gráður og veðrið alltaf eins, þar sem allir menn, misjafnlega litaðir og efnaðir eru í stöðugri auð- mjúkri iðkun sinnar trúar, jrar sem kjöt, rafmagn og gott vatn er stopull munaður og salernispappír ekki til, krefst skilyrðislausrar aðlögunar. Ég vil hvetja alla til að reyna þetta í einhverri mynd. Eftir á sér maður veröldina í meira samhengi og okkar vestræna ofneyslu- og efnishyggjuheim í betra Ijós'. — Ekki veitir af. 46 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.