Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 8
og léttir á þrýstingnum. Alvarlegar blæðingar hafa einnig fylgt í kjölfar stungu á a. femoralis. Þótt alvarlegir fylgikvillar séu mjög sjaldgæfir verð- ur að telja rangt að velja þessar stærri slagæðar til sýnatöku nema þegar erfitt er að taka sýnið úr a. radialis. Eftir að sýnið hefur verið tekið þarf strax að tæma allar Ioftbólur úr því og loka sprautunni, annað hvort með þar til gerðum tappa eða með því að stinga nálinni í gúmmítappa. Loft sem kemst í sýnið lækkar pCO^. Venjulega hækkar það pO^ í sýninu nema sjúklingur sé á milli súrefnis- gjöf. Best er að mæla sýnið strax, en dragist það í meira en 10 mín. þarf að kæla það í 0-3°C. Ástæðan er sú, að hvítu blóðkornin í sýninu eru í eins konar vefjaræktun og nota upp súr- efni, sem lækkar því meir sem lengur dregst að mæla. Við kælingu minnka efnaskiptin það mikið, að það dregur mjög úr þessari skekkju. Stundum eru mæld blóðgös í hár- æða blóði. Þá þarf að hita vel stungu- staðinn í 5-10 mín. áður en sýni er tekið til þess að örva mjög blóðrás- ina. Er þá oft talað um „arteriali- serað“ háræðablóð, og sýnir sig að sáralítill munur er á blóðgösum í því og slagæðablóði. Slík sýni eru helst tekin hjá börnum þar sem erfitt er að stinga á slagæð. Eru þau tekin í sér- stök glerrör með heparíni af stærð- inni 125-250 ml. Eftir sýnatöku er rörinu lokað með sérstöku sementi. Til að hægt sé að blanda sýnið vel fyrir mælingu er lítill stálteinn í rör- inu og er hann hreyfður fram og aftur með segli (2. mynd). Mælingaraðferðir Sýrustig (pH) er mælt með glerel- ektróðu. Mælingin sjálf er fljótleg (30 sek.) og nákvæm (± 0.005 pH ein). Blóðsýnið er hitað í 37°C og situr mælihólfið í vatnsbaði sem haldið er nákvæmlega við þetta hita- stig. Hafi sjúklingurinn annan hita en ca. 37°C þarf að leiðrétta pH gildið. Hafi sjúklingur t.d. 36°C í hita þarf að bæta 0.015 við mælt gildi, en sé hitinn 39°C þarf að draga 0.28 frá mælingunni. Sérstakar Ieiðréttingar- töflur eru notaðar til þessa. Hlutþrýstingur súrefnis (p02) er mældur með elektróðu sem kennd er við Clark.2 Á 3. mynd er sýnt hvernig þessi elektróða vinnur. Hún er sett saman úr platínu-katóðu og silfur- anóðu sem sitja í KCI lausn sem í er fosfatstuðpúði. Himna sem hleypir í gegn súrefni skilur þessa lausn frá sýninu. Rafhlaða heldur uppi stöð- ugum spennumun (0,6 volt) milli katóðu og anóðu. Súrefni frá sýninu flæðir gegnum himnuna og lausnina að platínukatóðunni. Þar reduserast það, þ.e.a.s. tekur upp elektrónur, og myndar þannig straum sem er í réttu hlutfalli við magn súrefnis í sýninu: 2H20+02+2e--^H202+20H- Straumurinn sem myndast er magnaður og lesinn af straummæli, sem er merktur þannig, að hann gef- ur beint upp p02. Mælingin er fljótleg (ca. 60 sek.) og nákvæm, mælingarskekkja ± 1% sé elektróðan í fullkomnu lagi. Hafi sjúklingur annað hitastig en 37°C þarf að leiðrétta mælinguna. Munar um 6% fyrir hverja 1°C og er lagt við mælinguna sé hiti meiri en 37°C, en dregið frá sé hann lægri. Hlutþrýstingur koldíoxíðs (pCOf) er mældur með elektróðu sem kennd er við Severinghaus.3 Á 4. mynd er sýnt hvernig þessi elektróða vinnur. I henni er glerelektróða sem mælir pH breytingar í örþunnu lagi natríum- bikarbónatlausnar. Kalómel-elektr- óða er notuð sem viðmiðunar pH elektróða. Teflonhimna skilur bikar- bónat-lausnina frá blóðsýninu. Þessi himna hleypir í gegn CO2- sameind- um en ekki jónum, sem geta breytt pH. Sérstök himna (t.d. nylon net) umlykur glerelektróðuna til að fá nægilega þunnt bikarbónat lag utan um hana til mælingar. Þegar CO2- sameindir flæða inn í bikarbónat- lausnina ganga þær í samband við vatn: co2+h2o-^h2co3-^h++hco3 Vetnisjónarnir breyta pH í Iausn- inni sem glerelektróðan mælir sem spennubreytingu. Sú spennubreyting er mögnuð og lesin af spennumæli LÆKNANEMINN 3-4/,BB2 - 35. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.