Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Side 12

Læknaneminn - 01.09.1982, Side 12
Um réttarefnafræði Jakob Kristinsson Inngangur Eiturefnafræði má skipta í ýmsar undirgreinar eftir viðfangsefnum. Ein þessara undirgreina heitir á ensku forensic toxicology. A íslensku mætti nefna hana réttareiturefna- frœði. Sú venja hefur þó skapast, að nefna hana réttarefnafrœði, sem er mun þjálla og er upphaflega þýðing á eldra heiti, sem var forensic chemi- stry (á dönsku retskemi), en það hefur nú orðið mun víðtækari merk- ingu. Viðfangsefni réttarefnafræðinnar eru lyfja- og eiturefnafræðilegar rannsóknir í þágu lögreglu og dóm- stóla og grundvallarrannsóknir á því sviði. Er þar fyrst og fremst um að ræða leit að lyfjum, eiturefnum eða hættulegum efnum í líkamssýnum eða efnissýnum, sönnun á tilvist þeirra, mælingu á magni þeirra og eiturefnafræðilegt mat á niðurstöðu- tölum. Sem dæmi um þetta má nefna rannsóknir á voveiflegum mannslát- um, mælingar á áfengismagni í blóði ökumanna og rannsóknir á ávana- og fíkniefnum. Réttarefnafræðilegar rannsóknir á voveiflegum mannslátum eru unnar í náinni samvinnu við réttarlækna. Ef grunur um eitrun kemur fram, eru við réttarkrufningu tekin sýni af líf- færum hins látna, í samráði við rétt- arefnafræðing, sem leitar í þeim að lyfjum og eiturefnum. Enn fremur eru dauðsföll af ýmsum öðrum or- sökum (s.s. af völdum slysa) tekin til réttarefnafræðilegrar rannsóknar, þegar hugsanlegt er talið, að tilvist áfengis, lyfja eða annarra efna geti veitt nánari skýringu á aðdraganda þeirra. Hér á landi og eins í ná- grannalöndum okkar, eru rannsókn- ir á dauðsföllum viðamestar allra réttarefnafræðilegra rannsókna. Næstar þeim að umfangi eru mæling- ar á áfengismagni í blóði ökumanna, en þær eru í grundvallaratriðum frá- brugðnar öðrum réttarefnafræðileg- um rannsóknum, þar eð tilgreint er í lögum hvernig túlka beri niðurstöðu- tölur þeirra og þarfnast þær því ekki réttarefnafræðilegs mats. Hér á landi eru blóðsýni úr ökumönnum send til rannsóknar af viðkomandi yfirvaldi, án milligöngu réttarlækna. Rannsóknir á ávana- og fíkniefn- um beinast einkum að meintri ólög- legri meðferð og neyslu ávana- og fíkniefna. Þar er annars vegar um að ræða rannsóknir á efnissýnum, sem löggæsluyfirvöld hafa lagt hald á, og hins vegar rannsóknir á blóð- eða þvagsýnum úr fólki, sem grunað hefur verið um neyslu ólöglegra vímugjafa. Eins og áður sagði eru rannsóknir á dauðsföllum viðamestar réttar- efnafræðilegra rannsókna hér á landi. Af þeim sökum og einnig vegna þess hve mjög þær snerta störf lækna og verðandi lækna mun það sem á eftir fer nær eingöngu fjalla um þær. Val sýna Náið samstarf réttarlæknis og réttar- efnafræðings um val sýna við krufn- ingu er forsenda þess að rannsókn- irnar beri fullan árangur. Valin eru mismunandi sýni eftir því hvers eðlis málið er hverju sinni. Þannig geta blóð- og þvagsýni verið fullnægjandi, þegar leitað er að örfáum tilteknum efnum, en allsendis ófullnægjandi, þegar framkvæma þarf tæmandi leit að Iyfjum og eiturefnum. Hér á eftir verður í megindráttum gerð grein fyrir almennum reglum um val sýna. Blóð er sýni, sem oftast er auðvelt að ná við krufningu. Niðurstöður mælinga í blóði post mortem má oft meta með hliðsjón af mælingum, sem gerðar hafa verið í blóði eða sermi lifandi manna. Blóðsýni eru venju* lega tekin úr stórri bláæð (t.d. vena iliaca). Einnig kemur til greina að taka blóð úr hjarta, þar sem oft er hægt að ná miklu magni. Varast ber að blanda saman blóðsýnum teknum á mismunandi stöðum og ætíð ber að geta þess á umbúðum hvaðan sýnið er tekið. Heili. Sýni úr heila gefa til kynna magn eiturefna í miðtaugakerfinu. Heilinn er fitukenndur og þar safnast fyrir ýmis fitusækin (lipofil) efni, svo sem lífræn leysiefni. Einnig má gera ráð fyrir að auðveldara sé að setja banvæn áhrif miðtaugakerfislyfja í samband við þéttni þeirra í heila en í öðrum líffærum. Þegar grunur er um eitrun af völdum cýaníða ætti ætíð að senda sýni úr heila til rannsóknar. Lifur. Mörg efni safnast fyrir í lifur, og þéttni þeirra þar getur í sum- um tilvikum orðið meira en hundr- aðföld þéttni þeirra í blóði. Lifrin er auk þess stórt líffæri og þess vegna verulegar Iíkur á að þar megi finna efni, sem tekin hafa verið í smáum 10 LÆKNANEMINN 3—/leas - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.