Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 13

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 13
Myndin sýnir aðskilnað á geðdeyfðarlyfjum og aðalumbrotsefnum þeirra með gas- greiningu á súlu. Vinstra megin er sýndur aðskilnaður amítriptýlíns (1) og umbrots- efnis þess, nortriptýlíns (2), og hægra megin aðskilnaður klómípramíns (3) og um- brotsefnis þess, desmetýlklómípramíns (4). í báðum tilvikum er unnið með sermi úr einstaklingum, sem tekið hafa amítriptýlín annars vegar og klómípramín hins vegar í lækningalegum skömmtum. Toppar merktir I.S. eru viðmiðunarefni, sem bætt hefur verið út í sýnin til að auðvelda ákvörðun á magni geðdevfðarlyfjanna og umbrotsefna þeirra. skömmtum. Þegar gera á tæmandi leit að lyfjum og eiturefnum er lifur besta sýni, sem völ er á. Magainnihald. Þegar Iyf eða eitur- efni hafa verið tekin í stórum skömmtum per os, má oft finna í maga eða þörmum leifar, sem ekki hafa náð að frásogast. Stundum finn- ast töflur í heilu lagi og tiltöluiega auðvelt er þá að komast að því hvað þær innihalda. Nýru. Pungir málmar safnast fyrir í nýrum við eitranir. Við eitranir af völdum etýlenglýkóls eða oxalata finnast útfellingar af calcíumoxalati í nýrum. Pvag. Þegar þvag er fyrir hendi ber ætíð að senda það til rannsóknar. Langflest efni og umbrotsefni þeirra skiljast að einhverju leyti út með þvagi og finnast þar oft í mun meira magni en t. d. í blóði. Auðvelt er að greina flesta þunga málma í þvagi. önnur sýni, sem til greina geta komið eru t. d. fita við eitranir af völdum mjög fituleysanlegra efna; hár, við eitranir af völdum þungra ntálma (kvikasilfur, tallíum) og arsens; gall, við morfín eða heróín- eitrun og vefur kringum stungufar við parenteral gjöf. Rannsóknaraðferðir í réttarefnafræði Langflest efni, sem réttarefnafræð- in fæst við, eru lífræn efni með mól- þunga undir 1000. Við rannsókn- ir í réttarefnafræði má því nota velflestar aðferðir, sem notaðar eru við lífræna efnagreiningu. Hér verð- ur aðeins minnst á þær helstu. Nánari útskýringa má leita í kennslubækur í efnagreiningartækni. Aðferðunum er gjarnan skipt í tvo flokka. Annars vegar eru aðferðir til aðskilnaðar á efnum og hins vegar aðferðir, sem gefa upplýsingar um innri gerð efnisins. í fyrri flokknum má telja úthlutun (extraction). Algengast er, að sýni séu úrhlutuð með lífrænum leysiefn- um. Með úrhlutun má skipta efnum í flokka eftir sýru-basaeiginleikum. t. d. í súr, hlutlaus og basísk efni. Líf- ræn sýni (sbr. að framan) eru nær undantekningalaust úrhlutuð áður en gripið er til annarra rannsóknar- aðferða. í þessum flokki eru einnig LÆKNANEMINN 3-4/i8.2 - 35. árg. 11

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.