Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 13
Myndin sýnir aðskilnað á geðdeyfðarlyfjum og aðalumbrotsefnum þeirra með gas- greiningu á súlu. Vinstra megin er sýndur aðskilnaður amítriptýlíns (1) og umbrots- efnis þess, nortriptýlíns (2), og hægra megin aðskilnaður klómípramíns (3) og um- brotsefnis þess, desmetýlklómípramíns (4). í báðum tilvikum er unnið með sermi úr einstaklingum, sem tekið hafa amítriptýlín annars vegar og klómípramín hins vegar í lækningalegum skömmtum. Toppar merktir I.S. eru viðmiðunarefni, sem bætt hefur verið út í sýnin til að auðvelda ákvörðun á magni geðdevfðarlyfjanna og umbrotsefna þeirra. skömmtum. Þegar gera á tæmandi leit að lyfjum og eiturefnum er lifur besta sýni, sem völ er á. Magainnihald. Þegar Iyf eða eitur- efni hafa verið tekin í stórum skömmtum per os, má oft finna í maga eða þörmum leifar, sem ekki hafa náð að frásogast. Stundum finn- ast töflur í heilu lagi og tiltöluiega auðvelt er þá að komast að því hvað þær innihalda. Nýru. Pungir málmar safnast fyrir í nýrum við eitranir. Við eitranir af völdum etýlenglýkóls eða oxalata finnast útfellingar af calcíumoxalati í nýrum. Pvag. Þegar þvag er fyrir hendi ber ætíð að senda það til rannsóknar. Langflest efni og umbrotsefni þeirra skiljast að einhverju leyti út með þvagi og finnast þar oft í mun meira magni en t. d. í blóði. Auðvelt er að greina flesta þunga málma í þvagi. önnur sýni, sem til greina geta komið eru t. d. fita við eitranir af völdum mjög fituleysanlegra efna; hár, við eitranir af völdum þungra ntálma (kvikasilfur, tallíum) og arsens; gall, við morfín eða heróín- eitrun og vefur kringum stungufar við parenteral gjöf. Rannsóknaraðferðir í réttarefnafræði Langflest efni, sem réttarefnafræð- in fæst við, eru lífræn efni með mól- þunga undir 1000. Við rannsókn- ir í réttarefnafræði má því nota velflestar aðferðir, sem notaðar eru við lífræna efnagreiningu. Hér verð- ur aðeins minnst á þær helstu. Nánari útskýringa má leita í kennslubækur í efnagreiningartækni. Aðferðunum er gjarnan skipt í tvo flokka. Annars vegar eru aðferðir til aðskilnaðar á efnum og hins vegar aðferðir, sem gefa upplýsingar um innri gerð efnisins. í fyrri flokknum má telja úthlutun (extraction). Algengast er, að sýni séu úrhlutuð með lífrænum leysiefn- um. Með úrhlutun má skipta efnum í flokka eftir sýru-basaeiginleikum. t. d. í súr, hlutlaus og basísk efni. Líf- ræn sýni (sbr. að framan) eru nær undantekningalaust úrhlutuð áður en gripið er til annarra rannsóknar- aðferða. í þessum flokki eru einnig LÆKNANEMINN 3-4/i8.2 - 35. árg. 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.