Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Side 14

Læknaneminn - 01.09.1982, Side 14
Myndin sýnir Ijósfullsferla própranólóls í útfjólubláu Ijósi. Efnið var einangrað úr Iifur einstaklings, sem látist hafði úr eitrun af völdum própranólóls. svokallaðar krómatógrafískar að- ferðir. Helstar þeirra eru blettagrein- ing á þynnu (thin-Iayer chromato- graphy), gasgreining á súlu (gas chromatography, sjá 1. mynd) og vökvagreining á súlu (liquid chroma- tography). Blettagreining á þynnu er fljótleg og ódýr aðferð til aðskilnaðar á efnum og mikið notuð við réttar- efnafræðilegar rannsóknir. Gera má ráð fyrir að eitt og sama blettagrein- ingakerfið geti í hæsta lagi aðskilið 10-15 mismunandi efni. Við venju- legar aðstæður má greina allt niður í 0,1 míkrógramm með þessari aðferð. Nauðsynlegur tækjabúnaður við gas- greiningu á súlu og vökvagreiningu á súlu er dýr og að jafnaði eru þessar aðferðir tímafrekari en blettagrein- ing á þynnu. Næmi þeirra er aftur á móti 10-100 falt meira og má gera ráð fyrir að eitt og sama gasgreining- ar- eða vökvagreiningarkerfið geti aðgreint allt að 100 mismunandi efni. Aðferðir þessar eru vel fallnar til ákvörðunar á magni flestra líf- rænna efna. I síðari flokknum má telja Ijósfalls- mœlingar í útfjólubláu Ijósi (ultra- violet spectrophotometry) og inn- rauðu Ijósi (infrared spectrophoto- metry) og massagreiningu (mass spectrometry). Til þess að sem fyllst not verði af þessu'm aðferðum verður efnið, sem greina á, að vera nokkuð hreint. Þess vegna eru þær sjaldan notaðar nema í nánum tengslum við aðskilnaðaraðferðir þær, sem að of- an eru nefndar. Ljósfallsmælingar í útfjólubláu ljósi gefa upplýsingar um niðurröðun vissra rafeinda í sameindum efnisins. Ljósfallsferlar í útfjólubláu ljósi eru fremur einfaldir (sjá 2. mynd) en geta samt sem áður verið mjög einkenn- andi fyrir efni eða efnaflokka. Næmi aðferðarinnar er mikið og má í mörg- um tilvikum greina með henni brot úr míkrógrammi. I n nrauö Ijósfallsmæling gefur aftur á móti upplýsingar um tengi milli frumeinda efnisins. Ljósfallsferlar í innrauðu ljósi eru mjög flóknir (sjá 3. mynd) og má segja að hvert einstakt efni hafi ljósfallsferil, sem sé ein- kennandi fyrir það eitt. Næmi að- ferðarinnar er mun minna en ljós- fallsmælingar í útfjólubláu Ijósi. Við massagreiningu er efninu sundrað í rafeindastraumi og mynd- ast þá jónir, sem hægt er að aðgreina eftir massa (eða hlutfallinu milli hleðslu og massa). Efnin sundrast eftir ákveðnum lögmálum, þannig að samhengi er á milli mólgerðar annars vegar, og hins vegar magns, hleðslu og massa þeirra jóna, sem myndast. Næmi aðferðarinnar er 100-1000 falt á við ljósfallsmælingu í útfjólu- bláu ljósi. Massagreining er hins vegar mjög dýr rannsóknaraðferð. Geislamœling með mótefni (radio- 12 LÆKNANEMINN 3"V,9«2 - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.