Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 17

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 17
aukast því erfiðleikar við réttarefna- fræðilegt mat hröðum skrefum eftir því sem lyfjunum fjölgar. Rannsóknir hérlendis Hér á landi fara rannsóknir í réttar- efnafræði fram á Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Hóf- ust þær árið 1966 að tilhlutan próf- essors Kristins Stefánssonar og próf- essors Olafs Bjarnasonar. Tvær deildir rannsóknastofunnar sjá um þessar rannsóknir, þ. e. alkóhól- deild, sem sér um mælingar á alkó- hóli í blóði ökumanna og réttarefna- fræðideild, sem sér um allar aðrar réttarefnafræðilegar rannsóknir. Á árunum 1977-1981 komu þar til rannsóknar 12321 blóðsýni úr öku- mönnum vegna meintrar ölvunar, sýni frá 497 réttarkrufningum og 241 sýni af öðrum toga (áfengi, ávana- og fíkniefni o.fl., sjá nánar Ársskýrslur Rannsóknastofu í lyfjafræöi 1977- 1981). Við rannsóknir á dauðsföllum var gerð tæmandi lyfjaleit í 93 málum. I öðrum málum (404 talsins) var leitað að tilteknum efnum og þá oftast að alkóhóli, barbitúrsýrusamböndum og benzódíazepínsamböndum. Voru í þessum 497 málum greind og ákvörðuð samtals 80 mismunandi lyf og eiturefni, alls 769 sinnum. Að meðaltali komu þannig fyrir 1,6 lyf og eiturefni í hverju máli. Talið var að 107 þessara dauðsfalla mætti rekja til banvænna eitrana. Er gerð nánari grein fyrir þeim í töflu 1. Eins og sjá má eru eitrunarvaldar fleiri en einn í langflestum tilvikum. Athygl- isvert er, að þrír flokkar Iytja, bar- bitúrsýrusambönd., benzódíazepín- sambönd og geðdeyfðarlyf ásamt alkóhóli og koloxíði koma fyrir í langflestum málanna eða samtals í 89 málum. Alkóhól eitt sér er talið hafa valdið 10 banvænum eitrunum. Auk þess var það meðvirkandi við 30 lyfjaeitranir og 14 eitranir af völdum koloxíðs. Á umræddu tímabili (1977-1981) hefur alkóhól því átt þátt í 54 banvænum eitrunum (50,5% allra banvænna eitrana), eða fleiri en nokkurt annað efni. Bar- bitúrsýrusambönd (allýprópýmal, fenemal og mebúmal) koma fyrir í 20 málum (18,7% allra mála) og eru ein sér talin hafa valdið 8 banvænum eitrunum og hafa átt þátt í 12 öðrum ásamt með alkóhóli og/eða öðrum lyfjum. Benzódíazepínsambönd (díazepam, flúrazepam, klórdíaz- epoxíð og nítrazepam) koma fyrir í 22 málum (20,6% allra mála), en eru ekki talin hafa valdið banvænum eitrunum ein sér. Aftur á móti eru þau ásamt alkóhóli einu talin hafa valdið 10 dauðsföllum. Geðdeyfðar- lyf (amítriptýlín, díbenzepín, dox- epín, maprótilín, nortriptýlín og trí- mípramín) koma fyrir í 24 málum (22,4% allra mála). Þau eru ein sér talin hafa valdið 9 banvænum eitr- unum og hafa átt þátt í 15 öðrum ásamt alkóhóli og/eða öðrum lyfjum. Að lokum er koloxíð eitt sér eða ásamt með alkóhóli talið hafa valdið 22 banvænum eitrunum (20,6% allra banvænna eitrana). Ef takast á að draga úr banvænum eitrunum af völdum lyfja, er ljóst að gæta þarf enn meiri varúðar í ávísun barbitúrsýrusambanda, benzódíaz- epínsambanda og geðdeyfðarlyfja. Sérstakrar varúðar er þörf þegar þessum lyfjum er ávísað til einstakl- inga, sem ofnota áfengi, enda kemur í Ijós að liðlega helmingur allra ban- vænna eitrana á umræddu tímabili, tengdist neyslu áfengis. TILVITNANIR: Ársskýrslur Rannsóknarstofu í lyfjafræði 1977, 1978, 1979, 1980 og 1981. Jóhannesson, f>.. H. Stefánsson & Ó Bjarnason:Dauðsföll af völdum barbitúr- sýrusambanda. Lœknablaðið 1973, 59, 133-143. Kristinsson, J., Þ. Jóhannesson, Ó. Bjarnason & G. Geirsson: Organ levels of amitriptyline and nortriptyline in fatal amitriptyline poisoning. Acta pharmacol. et toxicol. 1983, 52, 150- 152. 17. boðorð — þú skalt ekki reykja. LÆKNANEMINN 3-/i»>2-35. árg. 15

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.