Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 17
aukast því erfiðleikar við réttarefna- fræðilegt mat hröðum skrefum eftir því sem lyfjunum fjölgar. Rannsóknir hérlendis Hér á landi fara rannsóknir í réttar- efnafræði fram á Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Hóf- ust þær árið 1966 að tilhlutan próf- essors Kristins Stefánssonar og próf- essors Olafs Bjarnasonar. Tvær deildir rannsóknastofunnar sjá um þessar rannsóknir, þ. e. alkóhól- deild, sem sér um mælingar á alkó- hóli í blóði ökumanna og réttarefna- fræðideild, sem sér um allar aðrar réttarefnafræðilegar rannsóknir. Á árunum 1977-1981 komu þar til rannsóknar 12321 blóðsýni úr öku- mönnum vegna meintrar ölvunar, sýni frá 497 réttarkrufningum og 241 sýni af öðrum toga (áfengi, ávana- og fíkniefni o.fl., sjá nánar Ársskýrslur Rannsóknastofu í lyfjafræöi 1977- 1981). Við rannsóknir á dauðsföllum var gerð tæmandi lyfjaleit í 93 málum. I öðrum málum (404 talsins) var leitað að tilteknum efnum og þá oftast að alkóhóli, barbitúrsýrusamböndum og benzódíazepínsamböndum. Voru í þessum 497 málum greind og ákvörðuð samtals 80 mismunandi lyf og eiturefni, alls 769 sinnum. Að meðaltali komu þannig fyrir 1,6 lyf og eiturefni í hverju máli. Talið var að 107 þessara dauðsfalla mætti rekja til banvænna eitrana. Er gerð nánari grein fyrir þeim í töflu 1. Eins og sjá má eru eitrunarvaldar fleiri en einn í langflestum tilvikum. Athygl- isvert er, að þrír flokkar Iytja, bar- bitúrsýrusambönd., benzódíazepín- sambönd og geðdeyfðarlyf ásamt alkóhóli og koloxíði koma fyrir í langflestum málanna eða samtals í 89 málum. Alkóhól eitt sér er talið hafa valdið 10 banvænum eitrunum. Auk þess var það meðvirkandi við 30 lyfjaeitranir og 14 eitranir af völdum koloxíðs. Á umræddu tímabili (1977-1981) hefur alkóhól því átt þátt í 54 banvænum eitrunum (50,5% allra banvænna eitrana), eða fleiri en nokkurt annað efni. Bar- bitúrsýrusambönd (allýprópýmal, fenemal og mebúmal) koma fyrir í 20 málum (18,7% allra mála) og eru ein sér talin hafa valdið 8 banvænum eitrunum og hafa átt þátt í 12 öðrum ásamt með alkóhóli og/eða öðrum lyfjum. Benzódíazepínsambönd (díazepam, flúrazepam, klórdíaz- epoxíð og nítrazepam) koma fyrir í 22 málum (20,6% allra mála), en eru ekki talin hafa valdið banvænum eitrunum ein sér. Aftur á móti eru þau ásamt alkóhóli einu talin hafa valdið 10 dauðsföllum. Geðdeyfðar- lyf (amítriptýlín, díbenzepín, dox- epín, maprótilín, nortriptýlín og trí- mípramín) koma fyrir í 24 málum (22,4% allra mála). Þau eru ein sér talin hafa valdið 9 banvænum eitr- unum og hafa átt þátt í 15 öðrum ásamt alkóhóli og/eða öðrum lyfjum. Að lokum er koloxíð eitt sér eða ásamt með alkóhóli talið hafa valdið 22 banvænum eitrunum (20,6% allra banvænna eitrana). Ef takast á að draga úr banvænum eitrunum af völdum lyfja, er ljóst að gæta þarf enn meiri varúðar í ávísun barbitúrsýrusambanda, benzódíaz- epínsambanda og geðdeyfðarlyfja. Sérstakrar varúðar er þörf þegar þessum lyfjum er ávísað til einstakl- inga, sem ofnota áfengi, enda kemur í Ijós að liðlega helmingur allra ban- vænna eitrana á umræddu tímabili, tengdist neyslu áfengis. TILVITNANIR: Ársskýrslur Rannsóknarstofu í lyfjafræði 1977, 1978, 1979, 1980 og 1981. Jóhannesson, f>.. H. Stefánsson & Ó Bjarnason:Dauðsföll af völdum barbitúr- sýrusambanda. Lœknablaðið 1973, 59, 133-143. Kristinsson, J., Þ. Jóhannesson, Ó. Bjarnason & G. Geirsson: Organ levels of amitriptyline and nortriptyline in fatal amitriptyline poisoning. Acta pharmacol. et toxicol. 1983, 52, 150- 152. 17. boðorð — þú skalt ekki reykja. LÆKNANEMINN 3-/i»>2-35. árg. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.