Læknaneminn - 01.09.1982, Page 19
I
Þegar komið er með hinn slasaða á
heilsugæslustöðina, þarf að sjálf-
sögðu að taka hann tafarlaust til
meðferðar, en ekki láta hann bíða
uns röðin kemur að honum. Rétt er
að láta deyfingardropa í augu og
halda síðan skolun áfram og kanna
hvort nokkrar agnir sitji eftir, sér-
staklega undir efra augnaloki. Velta
þarf augnalokinu og strjúka votum
bómullarpinna upp í efra slímhúðar-
hvolf (fornix superior). Það er undir
því komið hversu mikill bruninn er
hversu lengi á að skoia. Erfitt er í
byrjun að meta brunann eftir útliti
augans. Oftast veitir ekki af hálfri til
heilli klukkustund a.m.k. við lútar-
bruna. Stundum þarf stöðuga dreyp-
ingu nokkra klukkutíma. Að skolun
lokinni eru venjulega látnir dropa í
augað sem innihalda stera og Sýkla-
lyf (t.d. oculoguttae Scheroson-F eða
oculoguttae Ultralan oleosum).
Einnig er dreypt augndropum, sem
víkka út ljósop og lama sjónstillingu
t.d. oculoguttae Cyclogyl 1% til að
draga úr verkjum og koma í veg fyrir
innri bólgu.
Ef bruninn er á háu stigi verður'
erting í lithimnu og samloðun (syne-
chiae) við augastein getur átt sér
stað, ef ljósop er ekki víkkað. Ster-
arnir minnka örvefsmyndun í glæru
og slímhúð og minni hætta verður á
samvexti augnaloks við auga (sym-
blepharon). Til þess að kanna út-
breiðslu brunans á auga er notaður
fluorescin-litur. Skaddaður vefur lit-
ast grænn.
Loks er augað þakið með augn-
púða en fylgjast þarf með sjúklingi
daglega uns sár eru gróin. Alla meiri-
háttar bruna er rétt að senda til augn-
læknis að fyrstu hjálp lokinni.
Á heilsugæslustöðvum þarf að
kenna hjúkrunarfræðingunt sérstak-
lega að meðhöndla bruna í augum af
völdum ætiefna, ef þannig vildi til að
læknir væri ekki við hendina, þegar
slíkan sjúkling bæri að garði.
Fyrsta stigs lútarbruni. Sódaskorpa og
fersk bólga.
Annars stigs lútarbruni. Chemosis.
IVIinna glampar á cornea. Blaðra mynd-
ast.
Þriðja stigs lútarbruni. Necrosis. Hvít
mött cornea.
Æting veldur efnahvörfum í vefj-
unum. Við sýrubruna myndast yfir-
borðsskán vegna útfellingar eggja-
hvítu og kemur skánin í veg fyrir að
sýran fari dýpra í vefinn. Lútar-
kenndu efnin fara aftur á móti inn í
vefinn með því að ganga í samband
við fituefni í frumuveggnum og valda
skemmd í frumunum (necrosis). Eru
Slímhúðarsamvextir eftir lútarbruna.
batahorfur því mun verri við lútar-
bruna.
Fyrsta stigs bruni á auga einkenn-
ist af roða í slímhúð og minnkuðu
sársaukaskyni í glæru.
Við annars stigs bruna safnast
vökvi undir slímhúð og blaðra
(chemosis) myndast. Sársaukaskyn
er oft nær upphafið í glæru (skemmd-
ir í stroma corneae) og slímhúð, sem
er með fölleitum blæ vegna minnk-
aðs blóðstreymis.
Við þriðja stigs bruna verður glær-
an mött og tilfinningalaus vegna þess
að drep (necrosis) er komið í vefinn.
Sérstaklega þarf að hafa í huga, að
Iútarbruni getur í fyrstu virst mein-
Iaus. Þar sem lúturinn gengur smám
saman inn í vefinn geta liðið einn eða
tveir dagar uns blöðrumyndun kem-
ur fram og einkenni um drep sjáist í
slímhúð og glæru. Af þessum sökum
er rækileg skolun og jafnvel stöðug
dreyping marga klukkutíma svo
nauðsynleg. Þegar blöðrumyndun í
slímhúð er mikil við lútarbruna þarf
að hleypa vökva út, en hann verkar á
æðarnar þannig að þær þrengjast og
flytja því ekki nægilegt blóð. Kemur
þá drep í nærliggjandi vef, bæði í
slímhúð og glæru. Vökvanum er
hleypt út með því að losa slímhúð frá
glæru (peritomia) á nokkrum kafla.
Við þetta aukast líkurnar á að nægi-
Ieg blóðrás myndist í æðum (við
LÆKNANEMINN 3",/im2-35. árg.
17