Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.09.1982, Blaðsíða 23
rekist í auga á barni oft með hörmu- legum afleiðingum. Þetta er eitt al- gengasta augnslysið í heimahúsum. Stundum getur verið erfitt fyrir óvana að sjá stungusár á auga. Pegar glæra skerst í sundur rennur augn- vökvinn út úr auganu. Verður augað þá lint viðkomu. Lithimnan leggst upp að glærusárinu og lokar því. Verður ljósopið þá perulaga. A til- tölulega skömmum tíma nær augað aftur sinni eðlilegu hörku. Ef glæru- sár er stórt skagar litan út úr augn- sprungunni. Sýkingarhætta er mikil og þarf því að hafa um hönd eins mikla smitgát og unnt er. Við augn- skoðun ber að varast allan þrýsting á augað sjálft til þess að raska ekki innihaldi þess enn meira en orðið er. Dauðhreinsaðar umbúðir eru lagðar á augað, en engum dropum dreypt. Stór skammtur af penicillini er gefinn. Haft er samband við vakt- hafandi lækni á augndeild. Pví fyrr sem sjúklingur kemst í aðgerð þeim mun betri árangurs er að vænta af henni. Flytja þarf sjúkling í sjúkra- körfu. Við stungusár, sem ná inn í fellingabaug (corpus ciliare) þarfsér- staklega að hafa í huga samkenndar- bólgu (ophthalmia sympathica). Sem betur fer er slík bólga sjaldgæf. Hún getur komið tíu dögum eða síðar eftir stungusár, oftast þó innan þriggja mánaða frá slysi. Ef slasaða augað er tekið innan 10 daga frá slysi er ekki talin hætta á samkenndarbólgu. Fyrst kemur bólga í æðahimnu (uvea ant. et post.) á slasaða auganu, en síðan í hitt augað. Orsök er óþekkt, en sennilega er um ofnæmissvörun við litarefni í æðahimnu að ræða. Við könnun á algengi og orsökum sjónskerðingar og blindu hér á landi í árslok 19792 reyndist samkennar- bólga algengasta blinduorsök á báð- um augum af völdum augnslysa. Voru þá sjö skráðir blindir af völdum þessa sjúkdóms (6 karlar og ein kona). Allir höfðu fengið holund á Prolapsus iridis eftir framrúðuslys. auga af hnífs- eða skæraoddi. Allir blinduðust á barnsaldri að einum undanskildum. Eftir að farið var að nota barkstera hefur enginn blindast á báðum augum af völdum sam- kenndarbólgu og má líka þakka það betri tækni við augnaðgerðir en áður tíðkaðist. Við framrúðubrot er ekki óalgengt að stór skurður komi í glæru og hvítu. Af 137 framrúðubrotsslysum, sem komu á augnklinik í Vestur-Þýska- Iandi 1970 og 1971, var annað augað sprungið hjá 120 manns, en bæði hjá 17 hinna slösuðu. Tekið er fram að enginn hinna slösuðu voru í bílbelti.4 Um 4% af augnslysum (alls 22) lögð inn á augndeild Landakotsspít- ala árin 1970-1979 voru tengd um- ferð. Af þeim höfðu tæplega helm- ingur hlotið holund.5 5. Aðskotahlutir inni í auga Aðskotahlutur inni í auga er alltaf alvarlegs eðlis og ekki á færi annarra en augnlækna að meðhöndla. Ef hinn slasaði hefur verið að vinna með hraðgenga borvél ber alltaf að hafa slíkt í huga. Venjulega eru slíkar flísar litlar. Er því oft erfitt að sjá á ytra borði hvar flísin hefur farið í gegnum augnvegginn, enda augað oft hvítt og bólgulaust. Venjulega stöðvast hún einhversstaðar í aftur- vegg augans, en getur fest hvar sem er, svo sem í augasteini eða jafnvel farið gegnum augað aftantil og aftur í augntóft. Óþægindi eru oft lítil sem engin. Sennilega er algengast að flísar fari inn í auga, þegar stáli er slegið í stál sérstaklega frá lúnum hamars- eða sleggjuskalla. Sé flís, sem lendir inni í auga, segulmögnuð er hún dregin út með rafsegli. Fyrst er flísin staðsett með röntgenmynd. Járnflísar mynda fljótt útfellingu (siderosis), sem veldur skemmdum í nærliggjandi vef t.d. sjónu, með þeim afleiðingum að auga blindast. Svipaðar vefjabreyt- ingar eiga sér stað, ef um koparsam- bönd er að ræða. Ef flís er ekki segul- mögnuð er oft erfitt að ná henni. Á síðari árum er þó í flestum tilfellum hægt að fjarlægja slíka aðskotahluti eftir að glerhlaupsskurðtækni tók að ryðja sér til rúms. Ef flís fer í gegnum augastein eða staðnæmist í honum drekkur hann í sig vatn. Við það verður augasteinn ógagnsær (cataracta traumatica) og þarf því fyrr eða síðar að nema hann á brott. Með ultrasonografiu er unnt að staðsetja framandi hlut inni í auga. 6. Högg á auga. Augnmar (Contusio bulbi oculi) í þessum kafla verður rætt um hvað getur leynst á bak við glóðarauga. Við mikið högg t.d. hnefahögg á auga getur augað sokkið á skömmum tíma. Húðin á augnalokum er mjög þunn, sú þynnsta á Iíkamanum og laust bundin við undirlagið. Af þeim sökum getur mikill vökvi safnast undir húðina, sem verður þanin og sjúklingur getur ekki opnað auga. LÆKNANEMINN 3"‘/ls82 - 35. árg. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.