Læknaneminn - 01.09.1982, Qupperneq 29
Blow-out fraktúra.
mikil. Oftast eyðist hún á löngum
tíma, en stundum þarf að fram-
kvæma glerhlaupsaðgerð, taka
ógagnsæjan vef og Iáta tæran vökva í
staðinn.
Sjónulos (ablatio retinae) er ekki
óalgengt eftir augnslys. Talið er að
um 15% af öllu sjónlosi séu afleiðing
slyss3. Venjulega er það síðbúinn
fylgikvilli, en um 80% verða á fyrstu
tveimur árum eftir slys. Við blæðingu
í glerhlaup myndast oft bandvefs-
strengir, sem fljótt geta valdið sjónu-
losi.
Bjúgur í sjónu er algengur eftir
högg á auga og er yfirleitt í aftur-
skauti augans. Bjúgmyndun sem
verður í miðgróf er nefnd ,,Berlins-
ödem" (commotio retinae). Sést þá
mjólkurhvít skella, illa afmörkuð, en
miðgrófin er rauðleit. Oft verður
varanlegt sjóntap.
Rifur geta komið í æðahimnu, en
vegna blæðinga verða þær oft ekki
greindar fyrr en löngu eftir að slysið
átti sér stað.
Blœðingar sem koma í eða undir
sjónu eyðast og valda ekki sjóntapi
nema blætt hafi í miðgróf.
Af framanskráðu sést að hyggja
ber að mörgu við högg á auga.
7. Áverkar á augntótt
Við högg framan á augntóttarmynni
geta komið sprungur í augntóttar-
vegg og innihald tóttarinnar raskast á
ýmsa vegu. Ytri augnvöðvar geta
lamast vegna blæðinga inni í tóttinni.
Blæðing getur valdið það mikilli
fyrirferðaraukningu að auga þrýstist
fram á við (exophthalmos). Oft er
mikið mar í húð. Loft úr nefholum og
kjálkaholu getur safnast undir húð
og marrar þá í við þrýsting (crepitus).
Þrenndartaug (n. trigeminus) getur
laskast, sem veldur dofa í húðinni
undir auganu.
Þreifa þarf á augntóttarrönd í leit
að broti, en brot í tóttarveggjum er
að jafnaði ekki hægt að finna án
röngtenmyndatöku, nema þegar
klinisk einkenni gefa til kynna að um
brot hlýtur að vera að ræða. Eitt
alvarlegasta brotið er svonefnd
,,blow out fractura", en þá brestur
botninn á augntótt (þakið á kjálka-
holu), veikasti hluti augntóttarinnar.
Fituvefur þrýstist niður í kjálkahol-
una ásamt hluta af neðri réttilvöðva
(m. rectus inferior) og neðri ská-
vöðva (m. obliquus inferior). Festast
þeir í rifunni. Við það verður hindr-
un á hreyfingu augans uppávið og
standa augun mishátt. Sjúklingur
kvartar þá um tvísýni. Bestur árang-
ur meðferðar næst, ef þetta er lagfært
með skurðaðgerð sem fyrst, áður en
varanleg skemmd verður á vöðvun-
um.
Klínisk einkenni blow-out fraktúru.
Við blæðingu í augntótt verður
líka oft tvísýni, þar eða augnhreyf-
ingar eru hindraðar. Oft líða margir
mánuðir uns jafnvægi kemst aftur á
augnhreyfingar. Á því ekki að grípa
til skurðaðgerðar vegna tvísýni fyrr
en í fyrsta lagi eftir hálft til eitt ár.
8. Nauðsynlegustu áhöld
og lyf
Til þess að veita fyrstu hjálp við
augnáverka á heilsugæsfustöð þarf
hvorki mikinn né dýran tækjabúnað.
Nokkur kunnátta og góð dómgreind
ráða oft mestu um hvort hinn slasaði
fær rétta fyrstu meðferð, sem verður
e.t.v. til að bjarga sjón á auga.
Nauðsynlegustu tæki, umbúðir og
lyf eru:
1. Vasaljós.
2. Stækkunargler eða binocular
lúpa.
3. Augnalokshaki.
4. Augnspegill (ophthalmoscop).
5. Augnþrýstingsmælir
6. Sjónprófunarspjald
7. Fluorescinlitarræmur
8. Staðdeyfingarlyf t. d. oculo-
guttae alcain 0.5% eða oculo-
guttae tetracain 0.5% eða 1%.
9. Lyf, sem víkka ljósop og lama
sjónstillingu, þ. e. oculoguttae
mydriacyl 1% víkkar ljósop en
hefur skammvinn áhrif á sjón-
stillingu og oculoguttae cyclogyl
1% víkkar bæði ljósop og lamar
sjónstillingu nokkra klukku-
tíma.
10. Oculoguttae og oculentum
chloramphenicoli 1% eða ocu-
Ioguttae sulfacetamidi.
11. Ocúlogtt. Scheroson-F og
oculoguttae Ultralan oleosum.
12. Augnpúðar.
13. Heftiplástur (leucoporplástur).
14. Bómullarpinnar.
15. Áhöld til að taka framandi hlut
úr glæru t. d. „golf club spud“
eða önnur tæki til þess gerð.
LÆKNANEMINN - 35. árg.
27