Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Page 34

Læknaneminn - 01.09.1982, Page 34
not motivate students". Allir voru sammála um mikil áhrif kennara á nemendur og námsáhuga, sumir töldu jafnvel að samband kennara við nemendur réði mestu um áhuga þeirra. Mikilvægt er að kennarar séu áhugasamir um kennsluna og veki forvitni stúd- enta. Þeir eiga að tengja námsefn- ið við reynslu sína og gera nem- endum grein fyrir gagnsemi námsefnisins (ef það er þá gagn- legt) t. d. með dæmum úr starfi læknis. Þetta er sérstaklega mikil- vægt á fyrstu árum námsins þegar námsefnið virðist oft í litlum tengslum við sjúkt fólk og lækn- ingu þess. Góður kennari hefur hvetjandi áhrif á stúdenta og veitir jafnframt öryggiskennd þannig að stúdentar vilja læra sjálfir, þora að gera til- raunir og fara oft mismunandi leiðir að sama marki. Kennari sem ekki hefur áhuga á starfinu gerir frekar kröfur sem nemendur geta ekki uppfyllt. Kennslan vill verða á formi mötunar, en slíkt dregur úr áhuga stúdenta. í þessu sambandi var rætt um mismunandi kennsluhæfileika manna. Bent var á að láta þarf kennsluhæfileika ráða meiru við ráðningu kennara en venja er nú og hreinlega kenna þessu fólki að kenna. í þrem umræðuhópum voru kennsluaðferðir ræddar og aftur virtust flestir sammála. Sumar kennsluaðferðir hafa betri áhrif á áhuga bæði stúdenta og kennara en aðrar, kennslan á að vera hvetj- andi. Kenna á stúdentum að afla sér fróðleiks og benda þeim á mis- munandi námsaðferðir. Best töldu menn að nota fjöl- breyttar kennsluaðferðir við yfir- ferð námsefnis. Slíkt gæfi mun betri árangur en til dæmis ein- göngu fyrirlestrar sem geta þó verið góðir samhliða öðrum kennsluaðferðum. Þær kennslu- aðferðir sem talað var um og okkur þykir ekki nægilega sinnt hér eru kennsla í litlum hópum þar sem stúdentar taka virkan þátt í umræðum og undirbúningi kennslunnar. Einnig vandamála- kennsla (problem oriented teach- ing), þá er stúdent fengið verkefni (vandamál sjúklings) sem hann á að leysa. Hlutverk kennara við slíka kennslu er að kenna nem- endum vinnubrögð en ekki stað- reyndir. Hraði yfirferðar á ekki að vera meiri en svo að stúdent geti náð góðum tökum á námsefninu hverju sinni. Ef stúdent er alltaf á eftir yfirferð kennaraí lestri ferilla. „Students learn to pass, not to know, they do pass and they don't know“. Próf og áhrif þeirra á námsáhuga voru talsvert til um- ræðu. Almennt voru próf talin hvetja stúdenta til lesturs en um áhrif þeirra á kunnáttu stúdenta voru menn meira í efa eins og til- vitnunin sýnir. Flestir töldu próf ekki eiga að vera hindrun heldur mælikvarði á kunnáttu stúdents og nýtast stúd- entinum sem slík. Því má ekki líða langur tími frá prófi þar til niður- stöður eru birtar (24 klst. voru nefndar) og stúdentar eiga að fá að sjá prófin sín og athugasemdir til að getagertsérgrein fyrirstöðu sinni. í flestum læknaskólum í dag eru það þó helst próf og hræðsla við fall sem fá stúdenta til að lesa. Við sögðum frá ástandi í þessum málum hér og vakti það mikla at- hygli. Hvergi fréttum við af hærri fallprósentu en er hér. Skortur á námsáhuga stúdenta á fyrstu árum námsins virtist vera vandamál í öllum skólunum nema nýbylgjuskólunum áðurnefndu. Stúdentar koma inn fullir áhuga á náminu eða að verða læknar. Námsáhuginn hverfur strax á fyrsta ári hjá vel flestum (eða minnkar allverulega) og kemur varla aftur fyrr en þeir þrautseigu hefja klinískt nám. Menn voru sammála um að á þessum árum eru það helst próf sem halda stúd- Stúdentahópurinn. Van Amsterdam er annar frá vinstri af þeim sem standa. 32 LÆKNANEMINN ['-‘li9»2- 35. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.