Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1982, Side 36

Læknaneminn - 01.09.1982, Side 36
Vöðvagigt Ingólfur S. Sveinsson læknir I. INNGANGUR Vöðvagigt er á læknamáli nefnd „myosur“, „myosis variae", „psycho- genic rhcumatism", „non-articul- ar rheumatism" eða „fibrositis syn- drome“. í daglegu tali er hún oftast nefnd vöðvabólga, hálsrígur, gigt, prjónakonuveiki. taugabólgur eða taugagigt. I þessari grein ætla ég að ræða nokkuð um einkenni og orsakir vöðvagigtar en aðallega aðferðir til að losna úr viðjum hennar og fyrir- byggja hana. Einkenni: Vöðvagigt einkennist af verkjum og stirðleika í vöðvum og vöðvafestum en liðir eru ekki bólgnir. Gigtin getur verið nær hvar sem er í líkamanum, oft á mörgum stöðum samtímis og flögrað á milli staða. Algengasta form gigtarinnar er hálsrígur með höfuðverk, verkir í herðum og upphandleggjum (prjónakonugigt). Vöðvagigt er oft í brjóstvöðvum, milli rifja, í bakvöðv- um, sjaldnar í mjöðmum og ganglim- um. „Millirifjagigt" er oftast vinstra nregin í brjósti nálægt hjartastað og kemur fram sem sár stingur við djúpa öndun eða hreyfingar. Vöðvarntr eru aumir viðkomu og þrútnir svo hver maður má finna. Eymsli aukast við þreytu, spennu, hreyfingarleysi og kulda en minnka við hita, nudd, líkamlega hreyfingu og gott frí. Einkenni versna oft í umhleypingasamri tíð, jafnvel á undan stormi. Stöðug þreyta, slæmur svefn og morgunstirðleiki eru trúir fylgifiskar. Spennuhöfuðverkur, algengasta tegund höfuðverkjar, stafar af vöðvaspennu. Er hann oft megin- vandamál vöðvagigtarsjúklinga. Þeir lýsa honum tíðast sem þyngslahöfuð- verk, stundunr með herpings- eðua hettutilfinningu kringum höfuðið, jafnvel sárindum í hársverði. Oft fylgir svimi. Stundum er höfuðverk- urinn aðeins öðrum megin í höfðinu en stundum í hnakka, enni og oft er honum lýst sem þreytu bak við augun. Pótt vöðvagigt geti verið langvinn og þrálát er ekki vitað til að vöðvarn- ir skemmist varanlega af völdum hennar. Almenn atriði: Vöðvagigt er ásamt afkvæmi sínu höfuðverknum, þýðingarmikið vandamál vegna þess að hún er afar algeng, vegna óþæginda og oft þján- inga sem hún veldur, vegna tapaðra vinnudaga og ekki síst vegna gífur- Iegs kostnaðar við sjúkdómsgrein- ingar þar sem hún þvælist fyrir þegar þarf að útiloka aðra hættulegri sjúk- dóma. Þá er vöðvagigt með algengari orsökum örorku. Sem dæmi um hve algeng vöðvagigt er meðal almenn- ings má nefna að í fjölmennu versl- unarfyrirtæki hér í borg höfðu 10% af starfsfólki veruleg heilsufars- vandamál og fjarvistir vegna vöðva- gigtar. Því sætir undrunt hve lítillar athygli og virðingar fyrirbærið nýtur nteðal lækna, hve þekking á því er lítil og hve greining þess reynist tafsöm. Greiningin er oft unnin þannig aö fyrst eru aðrir sjúkdómar útilokaðir og síðan er greining byggð á þeim forsendum að aðrar skýringar á einkennum sjúklinga finnist ekki. Pegar vöðvagigt hefur loks verið greind verður meðferð oft ómark- viss, takmörkuð og stundum engin. Dæmi um þennan gang mála er það þegar sjúklingar eru lagðir inn á spítala til að „útiloka" sjúkdóma, s. s. heilaæxli eða kransæðaþrengsli. Pótt klinisk skoðun leiði í ljós vöðva- gigt er skýrir öll einkenni ef vel er að gáð þykir oft skylt að ganga veginn á enda í þá átt að útiloka hinn sjúk- dóminn sem er hættulegri. Stundum þarf til þess rannsóknir sem eru í senn dýrar, hættulegar og kvalafull- ar. Pegar því er lokið fær sjúklingur oft þá afgreiðslu eina að honum er sagt að hann hafi ekki heilaæxli eða kransæðaþrengsli. Illa haldinn sjúkl- ingur á stundum erfitt með að taka þátt í gleði læknisins yfir þessum málalokum. Oft er hann útskrifaður með róandi pillur eða einfalt ráð um að „slappa af". Stundum fær hann óljósa vísbendingu um að vandamál hans sé geðrænt. Slíka vísbendingu túlka sjúklingar því miður oft sem ásökun um geðveiki, ódugnað eða uppgerð. Hér leggjast á eitt almennir fordómar og ótti við geðsjúkdóma, afstaða lækna sem telja starfsvið sitt eingöngu bundið við líkamann og það að hérlendis hefur til skamms 34 LÆKNANEMINN - 35. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.