Læknaneminn - 01.09.1982, Síða 38
truflað blóðstreymi í vöðvanum.
Þannig geta verkur og vöðvaspenna
sem einu sinni hafa komist í gang
viðhaldið hvort öðru.
Harðsperrur eftir snjómokstur einn
morgun geta orðið að margra vikna
gigt-
Meðal aðferða tíl að rjúfa þennan
vítahring eru:
Nudd, slakar, eykur blóðrás.
Hiti, slakar og eykur blóðrás (sólin,
baðker, hitapoki).
Verkjalyf.
Hreyfing. (Ganga, sund, skokk, helst
a. m. k. 20 mín. svo að vöðvarnir nái
aö hitna og slakna).
Vöðvaslakandi lyf (verka best í
svefni).
B) Taugaspenna, kvíði vöðva-
spenna. Ástæða er til að leggja
áherslu á að andleg spenna og kvíði
geta verið fullkomlega eðlileg og
æskileg fyrirbæri. En þegar þau kom-
ast á hátt stig eða eru langvarandi
koma truflanir og óþægindi. (Góð
prjónakona segist geta prjónað peys-
ur í margar klukkustundir á dag án
óþæginda. Komist hún í tímaþröng
verður hún pirruð og fær óðar vöðva-
gigt). Kvíði er ekki einungis tilfinn-
ing um ótta eða öryggisleysi, meira
eða minna meðvituð, heldur fylgja
kvíðanum alltaf líkamleg einkenni
sem ekki teljast sjúkleg. Dæmi um
kvíðaeinkenni eru hraðari hjartslátt-
ur, hækkaður blóðþrýstingur, dýpri
öndun, aukinn sviti, titringur, munn-
þurrkur, niðurgangur, stundum
herpingur eða kökkur í hálsi, þrýst-
ingstilfinning í brjósti, oft með auk-
inni öndunarþörP, kvíðaverkur í
brjóstinu eða kviðnum og ekki síst
2 Fólk talar um aö ná ekki „djúpa andanum“.
Þetta ástand, ásamt þrýstings- eöa fargtilfinn-
ingu á brjóstinu, er tengt og trúlega afleiöing af
aukinni spennu í öndunarvöðvum, enda fara
þessi einkenni oft saman við vöðvagigt milli
rifja í brjóstvöövum, heröavöðvum og hálsi
með viðeigandi höfuðverk.
aukin spenna í þverrákóttum vöðv-
unr. Þótt einkennin séu fleiri verður
þessi upptalning látin nægja. Lang-
varandi kvíði getur leitt til sjúklegs
ástands. Dæmi: Hjartsláttartrutlun,
háþrýstingur, oföndun (hyperventil-
ation syndrome), ristilkrampi (colon
irritabile), vöðvagigt.
Það er ógerlegt að vera andlega
spenntur, reiður eða kvíðinn (sem
fyrir frumstæðan mann mundi þýða
að vera í viðbragðsstöðu til árásar
eða flótta) án þess að hafa spennta
vöðva. Vöðvar haldast spenntir
þannig að þeir eru vaktir til virkni og
hemlaðir samtímis. Vöðvaspennan
getur verið um allan líkamann en er
oft mest í þeim vöðvum sem hafa
mest með tjáningu tilfinninga að gera
en það eru vöðvar í höfði, hálsi og
handleggjum ásamt öndunarvöðv-
um. Sjálf vöðvaspennan með tilheyr-
andi óþægindum viðheldur kvíða
(sbr. róandi áhrif slökunar). Notkun
vöðvarafrits (biofeedback) sem fær-
ist í vöxt erlendis í meðferð á vöðva-
gigt, einkum á spennuhöfuðverk,
hefur gert mönnum Ijósara en áður
hið nána samband vöðvaspennu og
tilfinninga.3 Þar sést vel hvernig að-
ferðir sem margir nota til að binda
reiði og kvíða, t. d. „að bíta á jaxlinn
og bölva í hljóði“ eða „láta ekki á
neinu bera“(hvort tveggja stjörfun -
,,immobilisation“), geta leitt til
spennu og verkja. Langvarandi kvíði,
reiði eða þunglyndi sem einnig er
spennt ástand geta eðlilega komið af
stað og viðhaldið þessum vítahring.
Þeim er hættast sem svo rækilega
hafa lært að bæla andlegan sársauka
eða reiði að þeir tjá sjaldnast og
þekkja jafnvel ekki sjálfir hvenær
þeir hafa slíkar tilfinningar, finna
3 Biofeedback er notað til að kenna slökun og
stjórna vöðvaspennu. Svipuð tækni er notuð
til að kenna stjórn á hjartslætti, blóðþrýstingi
o. fl. í starfsemi líkamans, sem hingað til hefur
verið talið óháð stjórn viljans.
aðeins kvíðann, spennuna eða jafn-
vel aðeins verkinn sem af þeim leið-
ir.4 Þá hættir þeim til að byggja upp
vöðvaspennu sem ekki geta varpað
af sér áhyggjum dagsins að kvöldi.
Sem betur fer getur margt rofið
þennan vítahring. Eðlilegasta að-
ferðin til að veita spennu útrás er að
nota hana til að leysa vandann sem
veldur. Það er oft hægt. En stundum
er ástæðan óljós, stundum er litlu
hægt að breyta í ytra umhverfi þótt
Ijóst sé hvað er að. Þá reynir á hæfn-
ina að lifa í mannheimi á tuttugustu
öld.
Líkamleg áreynsla - þolþjálfun,
göngur, skokk. sund, leikfimi, skíóa-
göngur - veitir tilfinningum eðlilega
útrás, slakar á andlegri og líkamlegri
spennu, gefur líkamlega þreytu og
endurnærandi svefn. Auk slökunar
verður árangurinn aukin orka og þol,
útvíkkuð þreytumörk, endurhæfing
hreyfingakerfis sem oft var í senn
þreklítið, spennt og staðnað.
Samtal við einhvern sem skilur.
Lyf gegn kvíða, spennu, svefnleysi.
(Mjög virk ef heppilega notuð en
kenna lítið).
Biofeedback - helst ásamt samtals-
lækningu.
Kerfisbundin vöðvaslökun.
Innhverf íhugun.
Yoga.
Söngur, vel beðnar bœnir o. fl.
4 Vöðvakerfið er gert til að hreyfa að boði
taugakerfis og tilfinninga, en er oft notað sem
hemlakerfi til að stöðva framrás tilfinning-
anna. Vöðvakerfið getur fengið það þreytandi
hlutverk að byrgja inni árum saman, oft til
æviloka, tilfinningar sem einstaklingurinn
leyfir sér ekki að tjá. Þannig getur stíf og óeðli-
leg líkamsstaða eða andlitssvipur (armor,
inhibition) verið óbein tjáning á ótta við að
vera of stór, of lítill, of áberandi eða varnar-
laus, tjáð dapurleik og reiði þess sem er undir
oki og þorir ekki að bylta því af sér eða býr yfir
sorg sem ekki var leyft að fá útrás í gráti.
36
LÆKNANEMINN 3-4/iim - 35. árg.