Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.2023, Blaðsíða 12
12 S K I N FA X I Við stöndum saman. Við höldum ótrauð áfram. Við erum Grindavík. Auk þess spilar vinnan mjög inn í þetta púslu- spil en mjög margir eru í þannig vinnu að það er erfitt að komast til að skutla.“ Fjölskyldan flutti fljótlega frá Þingvöllum og til elsta sonarins, sem býr í lítilli íbúð með einu herbergi í Garðabæ. Systir hans býr með honum þar. „Það er þröng á þingi en við höfum sama- stað og erum þakklát fyrir það. Það munar að vera komin í bæinn og vera nær öllu. Við látum þetta ganga því við vitum að þetta er tíma- bundið. Svona er þetta hjá okkur öllum Grind- víkingum. Við erum öll í sama pakkanum, reynum að gera gott úr ástandinu og hjálp- umst að. Allir eru að gera sitt besta,“ segir Klara. Rétt eftir viðtalið fékk Klara skilaboð frá hjón- um sem hún þekkti ekkert til. Þeim var bent á hana og þau voru að bjóða fjölskyldunni íbúð til leigu. Klara hafði auglýst á Facebook eftir húsnæði og fjölmargir deilt auglýsingunni. Fjölskyldan verður því komin í húsnæði fyrir jólin þökk sé þessum yndislegu hjónum. Aðstaða í Tollstjórahúsinu Rauði krossinn hefur verið með aðstöðu fyrir brottflutta Grindvíkinga á þriðju hæðinni í Toll- stjórahúsinu í Reykjavík. Þar er orðin eins konar félagsmiðstöð og fólk getur sest þar niður og rætt málin. Sömuleiðis er þar stuðningsteymi, prestur, sálfræðingur og fleiri sem ræða þarf við. Stjórn Ungmennafélags Grindavíkur hef- ur sömuleiðis fengið aðstöðu þar til funda. Klara segir starfið og utanumhaldið í Tollhús- inu mjög gott og frábært að boðið sé til dæmis upp á fyrirlestra sálfræðinga fyrir for- eldra um hvernig eigi að ræða við börnin þegar áföll sem þessi ríða yfir. Dagarnir eru misjafnir að sögn Klöru, sem tekur sem dæmi að einu sinni í viku þurfi hún að ná í son sinn klukkan eitt í skóla, keyra hann á æfingu í Breiðholt til að vera mættur hálf þrjú, ná í hann klukkan fjögur og skutla honum yfir til ÍR. „Við erum vön svo góðu heima í Grindavík. Þar eru gönguljós. Mér finnst frábært eins og einn sagði um daginn: Sjitt, hvað ég sakna þess að vera pirraður þegar einhver ýtir á gönguljósin heima.“ Hittast á leikjum Klara segir mikilvægt að fólk hafi aðstöðu og geti hist til að ræða málin. Það geri Grindvík- ingar á æfingum og leikjum Ungmennafélags Grindavíkur. Klara tekur fram að auðvitað hafi stefnt í að heimaleikir myndu raskast. Öll plön hafi hins vegar staðist, því íþróttafélög hafi opnað hús

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.