Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.04.2023, Qupperneq 35

Skinfaxi - 01.04.2023, Qupperneq 35
 S K I N FA X I 35 lestri,“ segir hún og bendir á að foreldrar í leikskólanum telji YAP hafa haft jákvæð áhrif á börnin. Kennarar hafi líka verið ánægðir með hvernig tekist hafi til. „Þú getur valið svolítið úr þessu. Stór hluti efnisins er leikir þar sem fléttaðar eru inn æfingar sem tengjast vitsmunaþroskanum, eins og að læra stafi hljóð eða para saman. Það hentar sumum börnum betur að læra í leik eða á hreyfingu,“ segir hún og bendir á að hún hafi oft parað saman börn af erlendu bergi brotin og börn með íslenskan bak- grunn. „Það íslenska getur orðað hlutina og leiðir hitt barnið áfram í gegnum æfingarnar. Erlenda barnið heyrir það og endurtekur og lærir í raun íslensku í leiðinni. Ég er sjálf meira til hliðar og gríp inn í ef orð vantar eða skilningur þarf að vera meiri. Þegar maður horfir á þetta í víðu samhengi sést að verkefnið skilar miklu; það er hagkvæmt fyrir sam- félagið, fyrir foreldra og svo auðvitað börnin, sem græða langmest á þessu. Samfélagslega er mjög gott að byrja svona snemma. Í grunn- skóla er dýrt að halda úti aukatímum eða sérkennslu fyrir þá nemendur sem þurfa á því að halda, börn með slaka hreyfifærni, hegðunarvand- kvæði, ADHD og hvaðeina,“ segir Ásta og bendir á að nemendur sem áður þurftu sérkennslu komi enn betur út úr YAP en aðrir. „Þau börn sem eiga við vanda að etja eru iðulega félagslega verr stödd en önnur börn og síður líkleg til að taka þátt í íþróttastarfi. Þau verða undir í skólakerfinu og eru líklegri til að flosna upp úr skóla. Þau skila sér illa í framhaldsnám, ef þau þá gera það. Þá tekur samfélagið við þeim og það kostar okkur helling,“ heldur Ásta áfram en bætir við að ekki hafi verið kannað hvort börnin úr leikskólanum Skógarási skili sér í meiri mæli í íþróttastarf í Reykjanesbæ en önnur börn. „Ég get allavega sagt að börnin eru rosalega flott þegar þau fara frá okkur, tilbúin að fara út í lífið og takast á við dagleg störf,“ segir hún. Íþróttakennarinn Ásta Katrín hefur í áratugi unnið með fötluðum einstaklingum og m.a. unnið hvataverðlaun Íþrótta- sambands fatlaðra fyrir störf sín. Ásta er fædd og uppalin á Kirkjubæjarklaustri. Þar stundaði hún frjálsar íþróttir og hóf þjálf- araferil sinn. Hún var líka með leikjanámskeið á sumrin. Ásta vann hjá UMFÍ árin 1983–1984 þegar Vestur-Skaftfell- ingar voru í meirihluta starfsfólks UMFÍ. Hún fór í Íþróttakennara- skólann á Laugarvatni og útskrifaðist árið 1987. Eftir það fór hún að þjálfa, meðal annars á Siglufirði. Þar voru ekki frjálsar í boði og varð úr að hún og íþróttakennarinn Þórarinn Hannesson, ásamt hópi af vösku fólki, stofnuðu ungmennafélag sem var með þrjár deildir til að byrja með, frjálsíþróttadeild, körfuknatt- leiksdeild og sund. Þetta var ungmennafélagið Glói, stofnað árið 1994, og hjá félaginu sáu þau um þjálfun frjálsra íþrótta og leikjanámskeið. Ásta þjálfaði líka hjá Snerpu, íþróttafélagi fatlaðra á Siglufirði, sem var upphaflega stofnað árið 1987 fyrir fatlaða.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.