Skinfaxi - 01.04.2023, Side 36
36 S K I N FA X I
F
létta var stofnuð af vöruhönnuð-
unum Birtu Rós Brynjólfsdóttur
og Hrefnu Sigurðardóttur árið
2018. Meginhlutverk Fléttu er
að endurvinna verk og gefa hlut-
um og efni sem ekki er lengur í
notkun nýtt líf. Hugmyndin hófst árið 2014
þegar Birta og Hrefna stunduðu nám við Lista-
háskóla Íslands og unnu að verkefni sínu
Haugfé ásamt Auði Ákadóttur.
„Verkefnið miðaði að því að finna lausn til
að aðstoða framleiðendur að losna við afgangs-
hráefni sem annars færi í urðun,“ segir Hrefna.
Birta, Hrefna og Auður unnu með hráefni sem
fellur til við ýmiss konar framleiðslu og iðnað
frá yfir hundrað fyrirtækjum á höfuðborgar-
svæðinu og gerðu aðgengileg þeim sem sáu
verðmæti í þeim. Með verkefninu vöktu þær
athygli á nýtingu hráefna með vinnustofum,
efnismörkuðum og fleiru. Nokkrum árum síðar
stofnuðu Birta og Hrefna síðan Fléttu.
„Við hönnum alltaf vörur með hráefnið í
höndunum, við horfum á formið og eiginleika
þess til að fullnýta það hráefni sem verið er að
vinna með,“ segir Hrefna, en þær gera þetta
til þess að sporna gegn því að til verði afgang-
ar. Markmið þeirra hefur alltaf verið að nýta
allt efni eins vel og mögulega hægt er.
Vörulínan Trophy
Vörulína Fléttu heitir Trophy og snýst um endur-
vinnslu verðlaunagripa. Þar fá bikarar nýjan til-
gang og verða að loftljósum, lömpum, hillum,
borðum og skúlptúrum. Með þessu geta bikar-
ar endurheimt verðmæti sitt og gildi.
Eins og margir standa frammi fyrir, bæði ein-
staklingar og forsvarsfólk íþróttafélaga, er
stundum erfitt að komast að niðurstöðu um
það hvað eigi að gera við gamla bikara sem
hafa safnað ryki uppi á hillu. Þá er kannski ein-
faldlega kominn tími til að gefa þeim nýjan
tilgang.
Birta og Hrefna segjast hafa virkilega gaman
af því að vinna að bikaraverkefnum og taka við
öllum verðlaunabikurum. Hrefna segir að ein-
staklingar hafi komið með bikara frá íþrótta-
ferli sínum og fengið þá endurnýtta í ýmis sér-
smíðuð verkefni en einnig hafi íþróttafélög
gefið frá sér bikara sem söfnuðu ryki upp í
hillu og enginn vissi jafnvel lengur hver ætti.
Stefna Fléttu er að öllum vörum sem þær
hafa skapað og látið frá sér taka þær við aftur
til viðgerðar, endurvinnslu eða endurnýtingar.
Enda er alltaf hægt að taka efnin í sundur. Með
öðrum orðum eru vörur skapaðar af Fléttu ekki
á endastöð líftíma síns heldur fá þær fram-
haldslíf.
Blóð, sviti og tár á bak
við hvern bikar
„Við erum náttúrulega báðar miklir safnarar og
elskum nytjamarkaði og fórum að taka eftir því
að þar kom einn og einn bikar í sölu,“ segir
Hrefna. Kveikjan að verkefninu hafi meðal
annars falist í því að sjá þessa bikara til sölu,
bikara sem á einhverjum tíma höfðu mikið
gildi fyrir einstaklinga eða íþróttafélög en
höfðu dagað uppi og misst merkingu sína.
Fyrst í stað skemmtu þær sér við að sjá bikar-
ana sem hluti, sem þeir vissulega eru. „Þeir eru
eitthvað aðeins fyndnir, gerðir úr mörgum
mismunandi efnum með stein á botninum,
svo plaststykki og úr málmi,“ segir Hrefna.
Eitt leiddi af öðru og fyrr en varði voru þær
sjálfar farnar að safna bikurum. Þegar safnið
var orðið dágott fóru þær að skrúfa bikarana í
sundur og leika sér með þá. Þær komust fljót-
lega að raun um að heilu kassarnir af gömlum
bikurum leyndust í geymslum íþróttafélaga
og marga hefði fólk enga hugmynd um hvað
gera ætti við.
„Við fórum að lesa okkur til um verðlauna-
bikara og þróun þeirra í gegnum tíðina. Allar
sögurnar á bak við hvern bikar eru okkur hug-
leiknar, þar liggur að baki þrotlaus vinna, blóð,
sviti og tár,“ segir Hrefna. Hún bætir við að
með því að afbyggja bikarana og skapa eitt-
hvað nýtt úr þeim sé verið að pæla í þessu
öllu, sögunni á bak við hvern og einn bikar.
Gamlir bikarar fá framhaldslíf
Þær Birta og Hrefna hjá Fléttu hjálpa fólki
sem á gamla bikara að gefa þeim nýtt líf.