Skinfaxi - 01.04.2023, Side 38
38 S K I N FA X I
Takk fyrir stuðninginn
„Það er betra að vera herra í eigin lífi og ráða því sjálf eða sjálfur hvernig
maður ver sínu lífi. Þá er betra að segja nei,“ sagði Guðni Th. Jóhannes-
son, forseti Íslands, þegar hann afhenti á Bessastöðum í byrjun des-
ember verðlaun fyrir verkefni sem unnin voru í tengslum við Forvarna-
daginn 2023.
Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum. Þrír nemendur úr Hrafnagils-
skóla í Eyjafjarðarsveit hlutu verðlaun í flokki grunnskóla, en þau gerðu
myndband um tóbakslaust líf unglinga. Nemendurnir eru: Emelía
Lind Brynjarsdóttir Lyngmo, Katrín Eva Arnþórsdóttir og Sunna Bríet
Jónsdóttir.
Fjórir nemendur úr Borgarholtsskóla hlutu verðlaun í flokki fram-
haldsskóla, en þeir gerðu veggspjald þar sem vakin var athygli á mikil-
vægi samverustunda fjölskyldunnar. Nemendurnir sem hlutu verð-
launin eru: Daníel Orri Gunnarsson, Eybjörg Rós Tryggvadóttir, Snorri
Steinn Svanhildarson og Sindri Þór Guðmundsson.
Í stuttu ávarpi við verðlaunaafhendinguna minnti forseti á að For-
varnadagurinn snerist um það að ungt fólk frestaði því eins lengi og
unnt væri að neyta áfengis. Hann hvatti ungt fólk til að nota frelsi sitt
og ábyrgð á sjálfu sér, og jafnframt að þvert á það sem sumir segðu
gætu Íslendingar hugsað fram á veg. Forvarnadagurinn væri gott
dæmi um það.
Að Forvarnadeginum standa:
Embætti landlæknis í samstarfi við Embætti forseta Íslands, Reykja-
víkurborg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Skátana, UMFÍ, Rann-
sóknir og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga,
Samfés, Heimili og skóla og Samstarf félagasamtaka í forvörnum.
Vefsíða Forvarnadagsins: www.forvarnardagur.is
Fresti því að fá sér fyrsta sopann
Nemendur í tveimur skólum unnu til verðlauna fyrir
verkefni sem unnin voru í tilefni af Forvarnadeginum.
Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar, ásamt mökum, sem viðstaddir voru
afhendingu verðlaunanna á Bessastöðum.
Nemendur og kennari frá Hrafnagilsskóla ásamt Guðna Th. Jóhannes-
syni forseta Íslands og Ölmu Möller frá landlæknisembættinu.
Nemendur og kennari frá Borgarholtsskóla ásamt Guðna Th. Jóhannes-
syni forseta Íslands og Ölmu Möller frá landlæknisembættinu.