Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2023, Síða 40

Skinfaxi - 01.04.2023, Síða 40
40 S K I N FA X I Íþróttahátíð HSK var haldin á Selfossvelli í kulda, nokkrum vindstigum og almennt frem- ur leiðinlegu veðri fyrir frjálsíþróttamót dagana 12.–14. júlí árið 1985. Dagarnir á undan bentu alls ekki til þess að leiðindaveður væri í vænd- um. Brakandi þurrkur var á sambandssvæði HSK, allir í heyskap sem gátu og fáir að velta fyrir sér árangri í hástökki og fleiri greinum. Þátt- taka á mótinu var eftir því dræm, en ekkert til að gráta yfir. Þátttakendur voru um 320 talsins frá 18 félögum, sem kepptu í ýmsum greinum. Stemningin var mjög góð á mótinu þrátt fyrir hráslagalegt veður. Vel má vera að konurn- ar í Sambandi sunnlenskra kvenna hafi lyft þar andanum upp, en þær sáu um sölu á pönnu- kökum og kóki og alls konar kræsingum. Þetta var sögulegt mót á nokkra vegu. Þarna var nefnilega í fyrsta sinn sprett úr spori í svo- kölluðu Jónshlaupi, 5.000 metra hlaupi sem nokkrir af bestu hlaupurum landsins tóku þátt í. Hlaupið var til heiðurs Jóni H. Sigurðssyni hlaupara, sem var heiðraður sérstaklega á hátíðinni fyrir vel unnin störf. Jón ræsti hlaupið. Skemmtilegt er frá því að segja að sá sem kom fyrstur í mark var Jón Diðriksson, sem þá þegar hafði skráð sig í hlaupasögubækurnar. Hann hafði þremur árum fyrr náð þeim áfanga að hlaupa mílu undir fjórum mínútum í gríðar- sterku hlaupi í Koblenz í Þýskalandi og setti met í 10 km götuhlaupi árið 1983. Jón, sem hlaupið heitir eftir, var fæddur 31. mars árið 1944, uppalinn í Úthlíð í Biskups- tungum og stundaði þar búskap lengi. Hann var sigursæll langhlaupari og átti mörg HSK- met. Hann tók meðal annars þátt á fjórum Landsmótum UMFÍ, þar af í 5.000 metra hlaupi Sigurður Jónsson smellti mynd af verðlaunaafhendingu í fyrsta Jónshlaupinu sumarið 1985. Hún er í eigu Héraðsskjalasafns Árnesinga. Á myndinni má sjá Jón H. Sigurðsson afhenda nafna sín- um, Jóni Diðrikssyni, sigurbikarinn. Þarna má líka sjá aðra þátttakendur, eins og Árna Árnason, Gunnar Birgisson, Gunnar Pál Jóakimsson, Ingvar Garðarsson, Markús Ívarsson, Sighvat D. Guð- mundsson, Sigurð H. Magnússon og Þorgeir Óskarsson. á 15. landsmóti félagsins sem fram fór á Akra- nesi í júlí árið 1975. Jón slasaðist alvarlega árið 1977 og notaðist eftir það við hjólastól. Hann lést árið 2008, aðeins 64 ára. Þótt Jónshlaupið hafi oftast verið haldið sem 5.000 metra keppnishlaup í gegnum tíðina hefur það einnig verið haldið í öðrum útfærsl- um Jóni til heiðurs. Árið sem hann lést var efnt til tveggja kílómetra hlaups í Elliðaárdalshólm- anum. Bæði var hægt að taka þátt í þriggja Gamla myndin: Sprett úr spori í fyrsta Jónshlaupinu og sex tíma hlaupi. Sigurvegarar í flokki karla og kvenna voru þau sem fóru flesta hringi innan tímarammans. Annað dæmi var á Landsmóti UMFÍ í júlí árið 2009. Þá hljóp Gunnlaugur Júlíusson frá Reykjavík til Akur- eyrar, þar sem mótið var haldið. UMFÍ og Gunnlaugur skipulögðu hlaupið, sem var til styrktar Hollvinum Grensásdeildar og til minningar um Jón. Í hlaupinu söfnuðust 1,3 milljónir króna, sem Gunnlaugur afhenti Grensásdeild. Aflhlutir ehf. Alark arkitektar ehf. Allt í járnum Álnabær Alþrif AMP ehf. Apótek Vesturlands Arttré Atvinnueign ehf. Auðhumla sf. Baugsbót Bergsteinar ehf. Bílakallinn ehf. Bílar og tjón Bílasmiðurinn hf. Bílaverkstæðið Bifreiðaverkstæði Kópavogs BK kjúklingur Bláskógabyggð Blikkrás Blómasetrið Bókhaldsþjónusta Arnar Inga Bókráð Bolungarvíkurkaupstaður Bón Fús ehf. Brunahönnun slf. Cargo Express ehf. Cargow ThorShip DMM lausnir ehf. DS lausnir Dynkur ehf. Dýralæknir Sandhólaferju Efri-Reykir ehf. Ég og Jói ehf. EG verktak ehf. Einhamar Seafood ehf. Eldahestar ehf. Enor ehf. Eyja- og Miklaholtshreppur Eyjafjarðarsveit Fasteignasalan Gimli Félag skipstjórnarmanna Ferðavagnar ehf. Fiskmarkaður Þórshafnar Fiskvinnslan Drangur Fjarðalagnir ehf. Fjarðaveitingar ehf. Flóahreppur Fögrusteinar ehf. Fossvélar ehf. Franklin Covery vegferð GG lagnir ehf. Gáski ehf. Gesthús Selfossi ehf. Gjögur ehf. Goddi ehf. Grímsnes ehf. Grýtubakkahreppur Gröfuþjónusta Steins Hagtak ehf. Hamraborg ehf. Hárstofa Sigríðar Héraðsprent HHÍ Hildibrand Hótel Höfðakaffi ehf. Hópferðabílar Svans ehf. Hotel Capitano Hótel Óðinsvé ehf. Hraunfossar - barnafoss ehf. Húnaþing vestra Hvalur hf. Hvammur eignamiðlun Innrammarinn ehf. Innrömmun ehf. Ís og ævintýri ehf. Ísfélag Vestmannaeyja hf. Ísfrost ehf. Íslands Apótek Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Jarðverk ehf. Jóndi og Gagga slf. KHG Kjarnafæði Norðlenska hf. Klassík ehf. KLM verðlaunagripir Kökugerðin HP Komedíuleikhúsið Króm og hvítt ehf. Kryddhúsið KÞ verktakar ehf. Lamb inn veitingar Landsamband lögreglumanna Laxmaður ehf. Loðnuvinnslan hf. Malbikunarstöðin Höfði Máni verktakar ehf. Meitill GT tækni ehf. Menntaskólinn að Laugarvatni Mosfellsbakarí Músík og sport N1 Nesbú egg Norðanfiskur ehf. Norm x ehf. OG slf. Ökuland Öryggisgirðingar Ósal ehf. PG stálsmíði ehf. Pallar og menn ehf. PH smíði ehf. Pro Ark Prógramm Ræktunaramband Flóa og Skeiða Rafey ehf. Raftíðni ehf. Rafverkstæði IB ehf. Rágjöf og lausnir ehf. Reykás ehf. Reykhólahreppur Reykjavík Rima apótek Rjómabúið Erpsstaðir RJR / Sportvörur Sæplast ehf. Samhentir Umbúðarlausnir SG hús SIH pípulagnir ehf. Síldarvinnslan Sími og tölvulagnir ehf. Skotfélag Reykjavíkur Sparisjóður Austurlands Sparri ehf. Sportþjónustan ehf. SS gólf ehf. Starfsmannafélag Vestmannaeyja Stjórnendafélag Austurlands Stracta Hótel Strendingur ehf. Sveitafélagið Múlaþing Sveitafélagið Ölfus Sytra ehf. Tálknafjörður Tannlæknastofa Suðurlands Tannsinn ehf. TBI ehf./Skalli Tera verkfræðistofa THG arkitekar Tjörneshreppur Trésmiðjan Borg Trésmiðjan Stígandi Túnþökuþjónustan Veisluþjónusta Suðurlands Vélsmiðja Suðurlands ehf. Verkhönnun ehf. Verslunartækni ehf. Verslunin Álfheimar Viðhald og nýsmíði ehf. Viðhaldsmenn ehf. Vinnuföt Vinnuvélar Símonar ehf. Vökvaþjónusta Kópasker ÞGT ehf. Ævintýradalurinn ehf. Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.