Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 8

Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 8
kannað og afurðir genanna rannsakaðar. Sýnt hefur verið fram á að gen er nefnd hafa verið gag,pol og env skrá fyrir (í þessari röð) kjarnapróteinum, reverse tran- scriptasa og (yfirborðs-) glýkó- próteinum veirunnar (sjá mynd 1). Tvö önnur gen, tat og trslart hafa verið greind og bendir margt til þess að þau séu nauðsynleg stjómgen í eftirmyndun veirunnar, því ef þau eru gerð óvirk stöðvast veirufjölgunin (1). Tvö önnur gen hafa og verið greind; nefnast þau sor og 3' orf. Bæði er unnt að greina afurðirgenanna in vitro og að mæla mótefni gegn þeim. Hlutverk þeirra er hins vegar óljóst þegar þessi orð eru rituð. Þó hefur verið sýnt fram á að veirur sem innihalda stökkbreytt 3’orf fjölga sér hraðar en ella og bendir það til þess að genið gegni hlutverki í bælingu eða hömlun á veirufjölgun(2). Einnig hafa verið framkallaðar stökkbreytingar í sor geninu sem leitt hafa til verulegrar skerðingará sýkingarhæfni veirunnar, þ.a. fríar veirur eiga mun erfiðara með að sýkja frumur, en “frumu til frumu” sýkingarleiðin helst jafnvirk (2). Á milli tat og sor genanna er svæði er nefnt hefur verið R. Þessi þáttur erfðaefnisins skráir fyrir afurð er ónæmiskerfi sýktra einstaklinga greinir og myndar mótefni gegn, en hlutverk þess er enn óþekkt. Á grundvelli samanburðar- rannsókna hefur HIV verið skipað á bekk með lentiveirum. Sem dæmi um aðrar lenti veirur má nefna veiru þá er veldur visnu í sauðfé, CAEV (caprine arthritis encephalitis virus) er veldur liðagigt í geitum og EIAV (equine infectious anemia virus) er veldur blóðieysi í hrossum. HIV veldur oft skemmdum í taugakerfi (sjá síðar) og sver sig í ætt við skyldmenni sín hvað þetta áhrærir, því að visnuveiran, CAEV og EIAV eru allar þekktar af því að valda heilabólgu (encephalitis)í þeim dýrum er þær sýkja (14). Af nýuppgötvuðum ætt- ingjum HIV skal fremstar telja STLV III er veldur alnæmislíkum sjúkdómi í öpum og HIV-2, er veldur svipaðri sjúkdómsmynd og HIV (3). Sumir segja að HIV-2 og STLV III sé hugsanalega ein og sama veiran (4). Nýjasta lentiveriran er kölluð BIV (bovine immunodeficiencylike virus) og veldur hún alnæmislíkum einkennum í nautgripum (5). Skyldleika þessara veira má sjá á mynd 2. y Onæmisfræði Eitt megineinkenni alnæmis er fækkun á T hjálparfrumum (6). HIV sýkir T hjálparfrumur og fleiri frumur er 6 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.