Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 22

Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 22
- Slökunarboð æðaþels - Endothelial-derived relaxing factor Magnús Karl Magnússon læknanemi. INNGANGUR Á síðustu árum hafa menn í auknum mæli gert sér grein fyrir mikilvægi æðaþels (e. endothel) í stjómun á æðavídd, sérstaklega eftir uppgötvun á efni sem það gefur frá sér og hefur verið kallað endothelial-derived relaxing factor (EDRF). Áður hafði verið sýnt fram á að æðaþelið gefur einnig frá sér prostacyclin en það hefur áhrif á æðavídd en þó sérstaklega á klumpun blóðflagna. Það hafði lengi verið ljóst að ósamræmi væri milli þeirra áhrifa sem acetylcholine veldur á sléttum æðavöðva in vivo og in vitro. Ef acetylcholine er látið á sléttan vöðva úr einangraðri æð úr tilraunadýri veldur það samdrætti í vöðvanum en ef því er sprautað inn í æð in vivo veldur það æðaútvíkkun og jafnvel lækkuðum blóð- þrýstingi. Það varsíðan árið 1980að Furchgott nokkrum tókst að sýna fram á að skýringanna á þessu ósamræmi væri að leita í æðaþelinu, það er að segja æðaþelið gefur frá sér efni sem veldur æðaútvíkkun( 1). Þetta efni hefur fengið nafnið “endothelial-derived relaxing factor” eða EDRF og mætti kalla það á íslensku slökunarboð æðaþels. í þessari grein verður þó notast við skammstöfunina EDRF. Áður en nánari grein verður gerð fyrir því er rétt að líta aðeins nánar á hlutverk æðaþelsins. Æðaþel nefnist frumulagið sem klæðir innra borð æða og er um að ræða mjög sérhæfðar frumur, af mesenchymal uppruna sem gegna margvíslegu hlutverki. Ekki gefst mikið rúm til að fara náið út í hin ýmsu hlutverk æðaþelsins, en þó er rétt að nefna þau helstu: 1) Aðskilur blóð frá öðrum vefjum og stjórnar þannig að miklu leyti hvaða efni berast þar á milli. 2) Hindrar blóðstorknun. Þettagerir æðaþelið bæði með því að hindra snertingu blóðs við collagen og einnig með því að gefa frá sér efni sem hindra klumpun blóðflagna og er prostasýklín (PGI2) að því talið er öflugast. 3) Stjórnunávíddæða. Eins og sagt var í upphafi hafa menn á allra síðustu árum verið að gera sér aukna grein fyrir þessu hlutverki, einkum eftir uppgötvun á EDRF. 4) Önnur hlutverk sem einnig er vert að nefna eru: (i) ónæmisfræðilegt, en æðaþels- frumur teljast til AP-frumna (antigen presenting cells) og tjá Class II væki (ii) niðurbrot ýmissa efna í blóði svo sem kínína, noradrenalíns og serótóníns (iii) myndun virkra efna svo sem angíótensíns II úr angíótensíni 1(2). Nú að loknum þessum stutta inngangspistli er rétt að snúa sér að því er þessi grein á að fjalla um, það ersegjaEDRF. ífyrstahlutaverður fjallað almennt um EDRF og þá umfangsmiklu leit að efna- fræðilegri gerð þessa efnis sem endaði í júní 1987 með útkomu greinar sem varpaði ljósi á þetta. I næsta hluta verður fjallað um þau efni sem valda losun á EDRF úr æðaþeli og hugsanlegar innan- frumu boðleiðir sem valda þessari losun. í þriðja hluta verður fjallað um hvemig EDRF veldur áhrifum sínum í sléttvöðvafrumum og annar staðar. Að lokum verður reynt að skýra lítillega lífeðlisfræðilegt og klínískt mikilvægi þessa efnis. “LEITIN” AÐ EDRF Eins og sagði í inngangs- kafla, var í mörg ár ósamræmi milli verkunaracetylkólíns(ach.) in vivo oginvitro. In vivo varþekktaðach. veldur æðaútvíkkun og lækkuðum blóðþrýstingi en þegar ach. var látið á sléttan vöðva úr æð in vitro veldur það samdrætti, með þvi að verka á múskarín viðtaka á himnum sléttra vöðvafrumna(3). Árið 1980 gerðu Furchgott og félagar hans tímamótatilraunir sem leiddu í ljós að þetta ósamræmi lá í því að æðaþel þarf að vera til staðar til að ach. geti haft slökunaráhrif á æðavöðva. Þeirsýnduframáaðach. verkar á múskarín viðtaka á æðaþelinu sem veldur losun á efni sem verkar slakandi á sléttan æðavöðva(l). Þetta efni var síðar nefnt “endothelial-derived rel- axing factor” eða EDRF. Ach. verkar því á múskarín viðtaka bæði á æðaþelinu og á sléttum vöðvafrumum sem valda 20 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.