Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 45

Læknaneminn - 01.04.1988, Qupperneq 45
sett fram kenning, þá fundnar vísbendingar um hvar genið kunni að vera staðsett á iitningi, vís- bendingarnar staðfestar, gen kortlagt og tekið að rannsaka afurðir þess. í ljós kom að litningabút vantaði á annað eintak þréttánda litnings í þeim meðlimum ættanna sem fengu retinoblastoma. Þegar retino-blastoma æxli sem mynduðustíættunum voru könnuð fannst að þar hafði í flestum tilvikum orðið úrfelling á samsvarandi bút heila litningsins. Álitið er að rb gen sé á þessum bút. Talið er að til að retinoblastoma myndist þurfi breytingu á báðum eintökum rb gensins, þ.e. um er að ræða víkjandi gen. I ættum er þegar til staðar vöntun eða skemmd á einu eintaki gensins og til að æxli myndist þarf svipuð skemmd að eiga sér stað á hinum litningnum (2). Talið er að líkur fyrir því að þetta eigi sér stað í a.m.k. einni frumu í retinu arfbera gallaða eintaksins séu meir en 90% (4). Af þeim sökum er birting sjúkdómsins með ríkjandi mynd þótt genbreyting sjálf sé víkjandi. í þeim tilvikum af retinoblastoma sem ekki eiga sér stað í ættum er um að ræða breytingu t.d. stökkbreytingu og/eða úrfellingu á báðum eintökum gensins. Á síðasta ári birtust greinar þar sem greint var frá einangrun á sjálfu rb geninu og sýnt fram á margvíslegar breytingar á því m.a. smá úrfellingar í gallaða eintaki gensins. Þetta gen (rb) er dæmi um svo kallað anti-onkógen. Það eru gen sem skrá fyrir afurð sem talin er bæla myndun ákveðins krabbameins. Á 11. litningi ertalið að finna megi anti-onkógen fyrir Wilm’sæxli (2)ogá 1 .litningi fyrir MEN 2A (7). Anti-onkógen koma sennilega við sögu í fleiri en einni æxlisgerð samanber það að úrfellingar sjást á sama svæði og rb genið er á í osteosarcomum (2). Þótt hér á undan hafi að mestu verið rætt urn úrfellingar og stökkbreytingar sem orsakavalda hefur mun fleiri breytingum verið lýst. Hvað þekktast eru rannsóknir á litningagerð og fjölda. Jafnvel áður en vitað var að erfðaefni manna væri fólgið í litningum var lýst breytingum á þeim í krabbameinum. Þekktast dæmi er sennilega hinn svonefndi Philadelphiulitningur sem er tilfærsla (translocation) milli 9. og 22. litnings í chronic myelogenous leukemiu (CML) sem fyrst var lýst 1960. Síðan þá hafa litningar verið athugaðir í mörgum gerðum krabbameina. Margar gerðir litningabreytinga hafa sést m.a. brotstaðir (breakpoints), tilfærslur (translocations), umraðanir (rearrangements), vöntun á litning eða litningahluta (delations), mögnun á genum eða litningahlutum (gene amplifi- cation; Double Minute og homo- genous staining regions) og breytingar á litningafjölda (aneuploidy). Lengi vel var svo farið að engar skýrar línur mátti draga, en með endurbótum á þeirri tækni sem beitt er við könnun litninga hefur í nokkrum tilvikum tekist að finna sérkennandi breytingar, auk breytinga sem finna má í fleiri en einni gerð. Talið er að í meir en 90% krabbameina finnist litningabreytingar. Hvernig þessar litningabreytingar leiða til krabbameins er ekki vitað með vissu. Vitað er að þær geta virkjað onkógen t.d. við tilfærslu, en einnig er vitað að onkógen þurfa ekki að virkjast eða taka þátt í ummyndun þótt þau taki þátt í tilfærslum á milli litninga. Hugsanlegt er að litningabreytingar, t.d. tilfærslur, geti myndað gena blendinga tveggja eða fleiri gena sem skrái afurð sem geti stuðlað að krabba- meinsmyndun (16). Einseralgengt að ákveðin úrfelling sjáist í ákveðnu krabbameini sbr. retinoblastoma að ofan (14). Rannsóknir síðustu ára hafa mjög beinst að þessum svæðum. Framfarir í sameindaerfðafræði hafa gert það að verkum að vitneskja um eðli og orsakir arfgengra sjúkdóma þ.á.m. krabbameina hefur aukist mjög á síðastliðnum árum. Tekist hefur að finna hvar gen sjúkdóma eru staðsett á litningum og í nokkrum tilvikum hefur gen verið fundið, einangrað og ráðið í hlutverk afurða þess. Hér skiptir sennilega mestu máli RFLP. RFLP er skammstöfun fyrir restriction fragment lenght polymorphism. Þegar DNA er klippt með skerðiensími (restricted) myndast DNA bútar (fragments) af mismunandi lengd eftir fjölda og staðsetningu skerðistaðaensíms. Ef ákveðinn þreifi (probe) sýnir mikla fjölbreytni (þ.e. margar mismunandi gerðir) DNA búta er sagt að hann hafi hátt RFLP. Margar ástæður eru fyrir að RFLP myndast t.d. stökkbreyting sem gerir það að verkum að skerðiset breytist þannig að ensím þekki það ekki lengur. Oftast hefur þreifi einungis tvær mismunandi gerðir, en einstaka þreifar hafa mun fleiri gerðir. Sérstaklega er ein ákveðin gerð, svokallaðir minisatellit þreifar, sem hefur hátt RFLP. Minisatellite þreifar byggja á kjarna endurtekinna raða sem er að finna víða í erfðasafni manna. LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.