Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 50

Læknaneminn - 01.04.1988, Síða 50
(MeSH) sem kemur út í sérstöku hefti með janúarútgáfu Index Medicus. MeSH er skipt í tvo hluta: 1. Stafrófsraðaðan efnisorðalista og 2. Flokkaðan lista. Dæmi: Finna á efni um sjúkdóma í gallblöðru. Leitandinn flettir upp á orðinu GALLBLADDER DISEASES í stafrófsraðaða listanum. Orðið finnst þar og er þar af leiðandi gilt sem efnisleitarorð í Index Medicus(mynd 1). Dæmi: Finna á greinar um gallsteina. Flett er upp orðinu GALLSTONES í MeSH. Þar stendur með grennra letri GALLSTONES see CHOLE- LITHIASIS. Síðara efnisorðið er CALLSTONES s« CHOLELITHIASIS CALLSTONES, COM.MON BILE DUCT see CALCULI Mynd 2. því það, sem nota á við leitina. Ef flett er síðan upp á CHOLE- LITHIASIS finnast þar tilvitnanir í greinar um gallsteina (mynd 2). Við efnisorðið GALL- BLADDER DISEASES stendur númerið C6 130 564. Þetta númer segir til um hvar GALL- BLADDER DISEASES er staðsett í flokkaða hlutanum í MeSH og er rétt að kynna sér uppsetningu hans einnig áður en lagt er út í leit (mynd 1). Flokkurinn C6 þýðir DIGESTIVE SYSTEM DIS- EASES. Ef flett er upp númerinu C6 130 564 koma í ljós efnisorð, sem skyld eru efnisorðinu GALLBLADDER DISEASES og geta þau ef til vill einnig komið að notum við leitina. Tökum nýtt dæmi: Leitað er að greinum um svima. I huga okkar kemur orðið DIZZINESS. Þessu orði er flett upp í MeSH, en þar finnst það ekki og engin vísbending um hvaða orð skal nota í stað þess. Verður þá að leita að öðru hugtaki góðu gagni. Fremst í honum er yfirlit yfir helstu flokka, sem eru fimmtán. f flokkaða listanum eru skyld orð flokkuð saman. Við veljum þann flokk sem okkur þykir líklegastur, sem er C : DISEASES. Honum er skipt í 23 undirflokka. Aftur veljum við flokk sem við höldum að muni færa okkur nær markinu: C23: SYMPTOMS AND GENERAL PATHOLOGY. í þessum flokki finnum við orðið VERTIGO og erum við þá komin að réttu leitarorði. Flokkunarkerfi MeSH er kallað tréð (Tree structures). Tréð hefur 15 greinar eða aðalflokka og á sérhverri grein eru smærri greinar eða undirflokkar. í leit að orðinu svimi röktum við okkur eftir trénu og greinum þess og fundum orðið VERTIGO. Leitin hófst á stóru greininni eða flokknum C DISEASES og síðan völdum við minni grein eða undirflokk C23 SYMPTOMS AND GENERAL PATHOLOGY. Orðið VERTIGO fannst síðan sem ein af laufgreinum trésins. Aftan við orðið fundum við tvö númer: C9 218 568 og C10 597 951. Þessi númer segja til um að orðið VERTIGO komi fyrir í tveimur öðrum undirflokkum: OTORHINOLARYNGOLOGIC DISEASES og C10: NERVOUS upplýsingar geta gert leitina afmarkaðri og gagnlegri. Nú höfum við fundið rétta leitarorðið og flettum upp í Index Medicus og finnum tilvitnanir í greinar um svima(mynd 4). Þeim er þannig raðað, að fyrst koma almennar greinar undir efnisorðinu VERTIGO, síðan sérhæfðari greinar sem eru skráðar undir sama efnisorði og undirefnisorði. I MeSH má finna sérstakan lista yfir þessi undirefnisorð, sem eru 76 talsins. Þessi röðun sparar leitandanum oft mikinn tíma. Ef leitað er að greinum um svima og ætlunin er að finna greinar um sjúkdómsgreiningu, þarf aðeins að leita undir VERTIGO/diagnosis. í Index Medicus er tilvitnunum innan efnisorða raðað í stafrófsröð eftir heiti tímarita. Þetta kemur að góðum noturn ef verið er að leita að grein í ákveðnu tímariti. Einnig sést, að fyrstar koma greinar úr tímaritum á ensku, síðan greinar úr öðrum tungumáium og er þá svigi aftan við færsluna sem segir og kemur þá flokkaði listinn að SYSTEM DISEASES. Þessar s Ur trénu \ GALLBLADDER DISLASES C6.130364 CHOLEO'STmS C6.130364J263 CHOLELITHIASIS Cé.130.564 300 GALLBLADDER NEOPLASMS C6.130364322 Mynd 3. 48 LÆKNANEMINN 1/1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.