Læknaneminn - 01.10.1988, Page 10

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 10
og “transforming growth factor alfa” (TGFa) Dæmi um hina síðamefndu eru “transforming growth factor beta” (TGF(3) ,”interferon” og “tumor necrosis factor”. I heilbrigðum vef virðast neikvæðir vaxtarþættir vera ráðandi gagnvartþeim jákvæðu. Vitað er að brjóstakrabbameinsfrumur framleiða mikið af jákvæðum vaxtarþáttum og þegarfarið varað leita kom í ljós að að þær framleiða einnig TGFþ sem þarf þó ekki að þýða að hann hafi einhver áhrif á frumumar. Þegar umrædd æxli eru meðhöndluð með and- östrógenum mynda frumur þeirra meira af TGFþ að því gefnu að þau séu næm fyrir meðferðinni. Það að þessi meðferð bregst oft er frá líður getur gefið til kynna að hæfileikinn til að mynda þennan neikvæða vaxtarþátt, eða svara honum, glatist( 12). Hvað sem ofangreindum upplýsingum líður hefur verið sýnt fram á að konur sem hafa æxli sem eru jákvæð með tilliti til prógesteron- og/eða östrógen- viðtakasýnaaðjafnaði lengratímabil sjúkdómsrénunar en hinar, óháð allri meðferð. Ekki er ljóst hvort það stafar af því að æxlisfrumurnar eru yfirleitt sérhæfðari en annars eðahvorteitthvaðannaðkemurtil. Þauæxlisem tjá östrógenviðtaka eru aftur á móti síður ífléttuð af einkjamafrumum ónæmiskerfisins. Ýmsirhafaorðið tiI að sýna fram á betri horfur (prógnósu) ef æxli eru ífléttuð þessum frumum, hvernig sem á því stendur(15). III. ÓNÆMISKERFIÐ OG BRJÓSTA- KRABBAMEIN. Þau þrjú atriði sem greind eru af líffærameinafræðingum, þ.e stærð krabbameinsins, hversu vel sérhæfðar frumur byggja krabbameinið og meinvörp í eitlum svæðisins, gefa mjög afgerandi línur um horfur hvers sjúklings( 16). Með þessum aðferðum má þekkja úr sjúklinga sem eru líklegir til að deyja á næstu fimm árum eftir greiningu, óháð því hvort þeirfá einhverja meðferð eðaekki. Hins vegar finnast ekki, með þessum aðferðum, þau tilfelli sem eru líkleg til að koma sérseintupp meinvörpum.Þaðereinnigáhulduhverjir eru líklegir til að lifa lengi eftir að sjúkdómurinn tekur sig upp aftur(7). Staðreyndin ereinnig sú að konur sem hafa mjög ilikynjað krabbamein með meinvörpum í holhönd við greiningu geta lifað árum og áratugum saman. Spurningin um það hvort líkaminn geti varist innrás og dreifingu krabbameinsins virðist því sjálfsögð og eðlileg( 17). Lengi, eða allt frá þeim tíma er menn uppgötvuðu að ónæmiskerfið hefur stærra hlutverki að gegna en að verja okkur sýkingum, hafa böndin beinst að því. Það að ónæmiskerfið valdi breytilegri hegðun sjúkdómsins hefur verið rökstutt m.a. með eftirtöldum atriðum(18). I fyrsta lagi hafa í sumum brjósta- krabbameinum fundist mótefnavakar sem ekki finnast í heilbrigðum vef. I öðru lagi hefur verið sýnt fram á betri lífslíkur í þeim tilfellum þar sem mikil samsöfnun lymfocýtaeríútjaðri krabbameinsins og þarsem merki eru um örvun ónæmiskerfisins íeitlum svæðisins(17). I þriðja lagi er hæfileiki frumna ónæmiskerfisins til svörunar framandleika skert í þeim tilfellum sem sjúkdómur blossar upp aftur og í langt gengnu krabbameini. Ifjórðalagihefur veriðlýstlöngutímabili rénunar brjóstakrabbameins í kjölfar sýkinga, t.d. bráðrar gallblöðrubólgu og öndunarfærasýkinga( 10). Hvaða frumur ónæmiskerfisins koma þá við sögu og hvernig er samskiptum þessara frumna og æxlisfrumnanna háttað? Til að geta s varað þessu er leitað að æxlistengdum mótefnavökum sem kalla myndu hvítu blóðkomin á staðinn. Æxli eru skoðuð með einstofna mótefnum gegn yftrborðsvækjum hvítra blóðkoma. Hvítblóðkorneru einangruðúræxlunumog athuguð starfsgeta þeirra og blóð sjúklinga með langt genginn sjúkdóm borið saman við blóð hinna heilbrigðu. Illkynja breytingar geta leitt af sér breytingu í tjáningu mótefnavaka, bæði innan frumunnar og á yfirborði hennar. A yfirborði frumu geta að minnsta kosti eftirtaldar breytingar orðið(18). Tap á sameind sem er til staðar áeðlilegum vef og tjáning antigens sem tilheyrir fósturvef en ekki fullorðnum vef. Síðartalda atriðið og þriðji möguleikinn, tilkoma nýs mótefnis- vaka sem ekki er til staðar á heilbrigðum vef, kalla á ónæmiskerfið( 19). Mikið hefur verið leitað að mótefna- vökum sem væru einkennandi fyrir brjóstakrabbamein (TAA/tumor-associated antigens, neoantigen). Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar niðurstöður stendur vitneskjan ennekki föstumfótum íheimi vísindanna(20). Ennþá verr hefur gengið að finna mótefni í þeim sem krabbameinið hýsir. Taylor og Odili tókst þó (1970) að ftnna mótefni gegn neoantigeni í einni af ellefu konum með adenocarcinoma í brjósti og var um að ræða innanfrumumótefnavaka, nánar tiltekið innan úr kjama krabbameinsfrumunnar(21). Mótefnavakann þarf að tjá í tengslum við vefjaflokka- antigenin til þess að ónæmiskerfið ræsist. 8 LÆKNANEMINN ^988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.