Læknaneminn - 01.10.1988, Page 26

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 26
Nokkur atriði um húðsveppi Kristín E Jónsdóttir,læknir Martha Á. Hjálmarsdóttir, meinatæknir. Inngangur. Sveppir eru mjög einfaldar lífverur að byggingu. Þó að okkur finnist þeir tilheyra jurtarfkinu, eru þeir mjög frábrugðnir jurtum. Þeir hafa t.d. ekki blaðgrænu, æðakerfi né stoðvef. Nú orðið eru sveppir því flokkaðir sem sérstakt ríki lífvera, svepparíkið (fungi, mycetes). Sveppafruma er heilkirnd (eucaryot), hefur kyndikorn (mitochondria) og vegg með kítin- samböndum, sem annars finnast aðallega í dýraríkinu (skeldýr, skordýr). Gersveppir hafa kúlu- eða egglaga frumur, en myglusveppir þráðlaga. Sveppaþræðir (hyphae) eru yfirleitt margkjama og ýmist með gegndræpum skilrúmum (septa) eðaekki. Þeirgreinast á ýmsa vegu og mynda flækjur (mycelium). Hluti þráðanna vex niður í ætið og dregur til sín næringu, en aðrir þræðir mynda fjölgunarkorn af ýmsum gerðum, oftast með kynlausri æxlun. Oft vaxa þessir Mynd 1. Microsporum canis. Strik er 10 (x m. fjölgunarþræðir upp á við og mynda þá hina loðnu áferð myglunnar. Mestur hluti af þeim aragrúa sveppategunda (>100.000) sem til er, lifir á rotnandi leifum jurta og dýra og á mikilvægan þátt í umvinnslu lífrænna efna úr þeim. Sumar sveppategundir lifa hins vegar á lifandi jurtum, sýkja þærog valda þannig búsifjum. Enn aðrar tegundir geta þróast á dýrum og sýkt þau, en tiltölulega fáar vaxa á mönnum og valda sýkingum. Af þeim sem það geta eru húðsveppir lang algengastir. Að forminu til eru þeir myglusveppir. Húðsveppasýking kallast dermatophytosis, en sýking í húð af völdum gersveppa (s.s. candida albicans) og umhverfissveppa kallast dermatomycosis. Hér á eftir er ætlunin að fjalla í stuttu máli um vöxt og viðgang húðsveppa, ættir þeirra og algengar tegundir, sýnatökur og aðferðir við greiningar. Einnig verður skýrt frá niðurstöðum úr húðsveppagreiningum á Sýklarannsóknadeild Landspítalans undanfarin þrjú ár. Vöxtur og viðgangur. Húðsveppir (dermatophytes) hafa þá sérstöðu að mynda ensím, sem brýtur niður hornefni (keratin). Þeir geta því nærst á hornlagi húðar, hári og nöglum og er vöxtur þeirra í manni staðbundinn í hornefni hans. I húð byrjar húðsveppasýking með niðurbroti hornefnis á litlum bletti, síðan skríður sveppurinn smám saman í allar áttir eftir því sem hornlagið ést upp. Myndast þannig hinn einkennandi, hringlaga blettur, rauðari en húðin í kring, með dálítið upphleyptum, flagnandi jöðrum. Þessi sýking var þekkt þegar á tímum Fom-Grikkja og kölluðu þeir hana herpes, sem merkir það sem skríður, en Rómverjar töldu skordýralirfu valda sýkingunni og kölluðu hana tinea, sem þýðir lirfa. Bretar hafa tekið lirfuhugmyndina og Iagið á blettinum í sitt nafn og kalla sýkinguna ringworm, en á íslensku kallast hún hringskyrfi. 24 LÆKNANEMINN 34988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.