Læknaneminn - 01.10.1988, Side 28

Læknaneminn - 01.10.1988, Side 28
geta sýkst af þeim. Fáar tegundir, sem lifa í jarðvegi, sýkja menn. Tafla I sýnir flokkun algengra tegunda, sem sýkja menn. Húðsveppasýkingum er gjaman skipt eftir því hvort þær eru í hárssverði: Tineacapitis, í skeggstæði: Tinea barbae, í húð á bol: Tinea corporis, í húð áfótum: Tinea pedis, í húð á höndum: Tinea manuum, í lærkrikum: Tineacruris eða í nöglum: Tinea unguium. Sýking í fótum er nú algengust, en fótasvepps er ekki getið í ritum um sveppi, fyrr en undir síðustu aldamót. Aukn-ingin tengist sennilega rakaþéttari fótabúnaði en áður tíðkaðist. Framantaldar Trichophytontegundir geta allar valdið sýkingum í hársverði, skeggstæði og nöglum. Þær geta líka allar sýkt húð, en dálítið misalgengt er, hvar á húðinni hver um sig ber niður. T. rubrum sýkir bol, lærkrika og útlimi, T. tonsurans er talinn algengari á bol en útlimum, en T. mentagrophytes var. interdigitale er sérlega þekktur sem fótasveppur. T. mentagrophytes var. mentagrophytes og T. verrucosum berast aðallega úr nautgripum í menn, hinar milli manna. T. schönleinii veldur Tinea favosa, sýkingu í hársverði með stórum hrúðrum (favus: hanakambur), örmyndun og varanlegum hármissi. Þessi sýking, sem á íslensku kallast geitur, var áður nokkuð algeng hér og í nálægum löndum, en finnst nú aðallega í fjarlægari löndum. Af Microsporumtegundum er M. audouini mannháð, berst aðallega milli bama og veldur oftast mildri sýkingu í hársverði, sem getur horfið án meðferðar. M. canis berst úr gæludýrum í menn, líklega oftast úr köttum. Kettir bera þennan svepp oft án þess að á þeim sjáist, en hundar fá frekar blett í feldinn af hans völdum. Hann veldur sýkingu í hársverði og húð hjá mönnum, oftar börnum en fullorðnum. Epidermophyton floccosum er mannháð tegund, þekkt að sýkingu í lærkrikum, en getur líka sest að í höndum, fótum og nöglum. Sýnatökur. Góð regla er að þvo sýkingarstað úr sprittblöndu, áður en sýni er tekið, til að draga úr vexti baktería og fjarlægja duft eða smyrsl, ef það hefur verið notað til meðferðar. Við sýnistökuna þarf að reyna að ná sveppnum þar sem hann er í vexti. I húð er vöxturinn í jöðrum blettsins. Best er að skafa innan frá blettinum út yfir jaðrana og reyna þannig að ná flögum úr þeim. Gott er að hafa dökkan pappír til að skafa á til að betur sjáist hvað næst af flögum. Pappírinn má síðan brjóta utan um flögumar og senda á rannsóknastofuna. Einnig má senda sýnið í þurru glasi. Húðsveppir þola vel þurrk og geymast lengi lifandi ísvona umbúðum. Ef mjög lítil flögnun er í blettinum. má reyna að leggja gegnsætt límband yfir jaðrana, rífa það síðan af og senda. í hársverði er sveppavöxturinn bæði í homhúð og niðri í hársekkjum utan um hárrótina. Því er best að 26 LÆKNANEMINN Vim-41. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.