Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 36
5mm samfara auknum líkum á fylgikvillum kölkunarinnar. Þau skilmerki sem almennt eru notuð við greiningu á kím með m—mode ómskoðun (mynd 1) eru m.a. að til staðar sé ómþétt svæði meira en 3 mm á þykkt, bak við aftara míturlokublaðið og framan við hjartaþel vistra slegils, sem hreyfist samhliða afturveggnum (3). Með tvívíddar ómskoðun hefur verið unnt að staðsetja kölkunina mun nákvæmar. Þessi aðferð hefur sýnt að kölkunin er oft staðsett neðan lokunnar frekar en í hringsvæðinu sjálfu. Skilmerkin fyrirgreiningu kím með tvívíddarómskoðun (sjámynd 2) eru m.a. ákveðin ómþéttni staðsett á mótum sulcus atrioventricularis og aftara miturblaðsins þegar skoðað er í short—axis view (þvervídd). Með tvívíddar ómskoðun hefur verið unnt að undirflokka kím (sjá mynd 3) eftir útbreiðslu kölkunarinnar í: a) Innanverða (posteromedial) kölkun, sem er þá nærri leiðslukerfinu og teygir sig stundum yfir á fremramíturlokublaðið. b) Mið og hliðlæga (central—lateral) kölkun, sem er þá lengra frá leiðslukerfinu. Þetta hefur þýðingu þar sem frekar má búast við leiðslutruflunum hjá sjúklingum með fyrmefndu tegundina. Rannsóknir hafa sýnt að næmi og sérhæfni þessara rannsóknar er um 80 %. Með Doppler ómskoðun er síðan unnt að meta nokkuð nákvæmlega áhrif kölkunarinnar á starfsemi mitur og ósæðarloku, meta magn lokuleka og lokuþrengsla. Unnt er að mæla flæði yfir lokurnar og meta nokkuð nákvæmlega áhrif kölkunarinnar á blóðflæði. Sjúkratilfelli. 84 ára gömul kona (G.Þ.), sem hefur haft háan blóðþrýsting til margra ára. 1986 er hún lögð inn bráðainnlögn á F.S. A. með nær yfirlið og reyndist hafa alvarlega leiðslutruflun í hjarta (3 gráðu leiðslurof), og var græddur í hana gangráður. Hún hefur áreynslu- bundna mæði, sem hefur farið versnandi. Við hjartahlustun heyrist 3/6 holosystólískt óhljóð yfir apex með leiðni út í vinstri holhönd, 2/6 systóliskt útstreymisóhljóð yfir ósæðarloku með leiðni upp í háls, og 1—2/6 miðdiastólískt óhljóð yfir apex. Við hjarta-ómskoðun, sem er tæknilega erfið (sjá mynd 4) og aðeins næst að skoða frá apex, sést stækkun á vinstri gátt og mikil kölkun í míturlokuhring með skertri hreyfingu á Iokunni. Einnig má sjá þykknun og kölkun í ósæðarloku. Hér er lýst dæmigerðu tilfelli af mikilli kölkun í míturlokuhring með fylgikvillum sem eru leiðslurof, míturlokuleki og þrenging. Jafnframt hefur sjúklingurinn kölkun í ósæðarloku sem oft er samfara kölkun í míturlokuhring. Meðferð. Ekki er til lækning við kölkun í míturlokuhring. Þegar þessir sjúklingar greinast er rétt að fara vandlega yfir þá þætti sem þekktir eru sem meðverkandi orsakavaldar. Meta skyldi hjartastærð og leita eftir einkennum hjartabilunar. Hjá sjúklingum með lang- varandi nýrnabilun virðist vera mikilvægast að halda fosfatgildi í blóði sem næst eðlilegu. Ef einkenni um leiðslutruflanir eða hjartsláttartruflanir koma í ljós kemur vel til greina að gera nákvæma raflífeðlis- fræðilega rannsókn. Margir þessara sjúklinga þurfa gangráðsmeðferð. Ef sjúklingar hafa einkenni um segamyndun og blóðrek skyldi blóðþynna þá. Ekki þykir rétt vegna hás aldurs þessara sjúklinga að hafa þá Mvnd 4. Apical four chamber view showing enlarged left atrium (LA) and severve mitral anular calcification (MAC). (LV=left ventricle, RA=right atrium, RV=right ventricle). 34 LÆKNANEMINN Vim-41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.